Mynd óskast
Stóra feita ísleiðin vestan við Svellgjá
Byrjar á auðveldu brölti þar til að við hæfi er að binda sig í prílispotta. Þá taka við þrjár spannir af klifri, en sú seinasta er allauðveld
FF: Arnar og Rafn Emilssynir, 26. des. 2000, 120m
Crag |
Haukadalur
|
Sector |
Svellgjá |
Type |
Ice Climbing |
Markings |
|
7 related routes
Mynd óskast
Þetta er stórt þyl yst í Haukadalnum, töluvert hægramegin við Look man no hands og þær leiðir og efst í fjallinu. Risa ísþyl sem virðist ekki vera svo bratt af veginum
Skemmtileg 2 -3 spanna leið með smá fjallamennsku í aðkomunni. Snjósöfnun ofarlega í leiðinni gerir hana ill klifranlega þegar líður á veturinn.
FF: Ívar, Einar Ísfeld, Thorbjörn hinn Sænski, 20 febrúar 2004
Mynd óskast
Stóra feita ísleiðin vestan við Svellgjá
Byrjar á auðveldu brölti þar til að við hæfi er að binda sig í prílispotta. Þá taka við þrjár spannir af klifri, en sú seinasta er allauðveld
FF: Arnar og Rafn Emilssynir, 26. des. 2000, 120m
Leiðin liggur beint upp klettahaft með ís milli Litla fingurs og Look ma, no hands. Leið nr. 5 á mynd, klifin í tveimur spönnum.
FF.: Christophe Molin og Ívar Finnbogason, 26. feb 1998.
Leiðin er lengst til vinstri í Svellagjá. Stölluð leið með lóðréttum höftum á milli. Leið nr. 4 á mynd, 40m.
FF.: Guy Lacelle, Helgi Borg Jóhannsson, Styrmir Steingrímsson og Ingólfur Ólafsson, 12. feb 1998.
Mixuð leið í miðri gjánni aðeins vinstra megin. Leiðin byrjar á íslausu 5m yfirhangandi hafti þar sem dry toolað er upp í ís. Síðan er klifrað bak við mörg fríhangandi kerti sem mynda eins konar þil, hliðrað er til hægri nokkra metra og farið upp fyrir annað þak sem endar í 20m lóðréttum ís. Ofan við leiðina er ein spönn af 3. gráðu. Leið nr. 3 á mynd, 40m.
FF.: Jeff Lowe og Guðmundur Helgi Christensen, 12. feb 1998.
Lóðrétt kerti hægra megin við miðju í gjánni en vinstra megin við Skjálfandann. Möguleiki er á að hvíla sig á syllu þegar lokið er við þrjá fjórðu af leiðinni. Ef syllunni er sleppt er leiðin stífari. Leið nr. 2 á mynd, 40m.
FF.: Páll Sveinsson og Þorvaldur Þórsson, 12. feb 1998.
Þetta er leiðin sem er lengst til hægri þegar maður lítur upp í Svellagjá. Fyrri helmingur leiðarinnar er 3. gráðu brölt og leiðin endar í fallegu lóðréttu frístandandi kerti sem hægt er að ganga bak við. Leið nr. 1 á mynd, 35m.
FF.: Jón Heiðar Andrésson, Einar Sigurðsson og Hilmar Ingimarsson.