Vesturhlíð

Leið númer 6 á mynd

Lóðrétt hækkun: 100 m.
Gráða: I.
Áætlaður klifurtími: 1/2 klst.

Sé gert ráð fyrir að farið sé frá Sandskeiði er styttst á fjallið sunnan mestu klettanna (NV-veggjarins). Segja má að klifrið byrji þegar hallinn er kominn í ca. 40°. Klifrað er upp í með stefnu dálítið sunnan við hæsta klettinn. Er þar efst létt brölt í ísuðum klettum sem endar þegar komið er á dálítinn hrygg sem liggur upp á hæsta tindinn.

Klifursvæði Vífilsfell
Tegund Alpine
Merkingar

6 related routes

Norðvesturhlíð

Leið númer 8 á mynd.

Lóðrétt hækkun: 130 m.
Gráða: I/II.
Áætlaður klifurtími: 1 klst.

Stefnt er á klettana nyrst í norðvesturhlíðinni. Fyrst er jafnt hallandi snjóbrekka uns kemur að lóðréttu klettabelti nokkru ofar miðjum hlíðum. Er þar íshaft, 3-4 m., 70° brett. Þar fyrir ofan tekur við snjófláki, um 45° brattur. Þá er stefnt upp í vik eða lænu til vinstri og minnkar þar brattinn. Vikið endar í þröngri, stuttri rás, ekki brattri og er þaðan stutt leið til suðurs upp á tindinn.

Flóttamannaleið

Leið númer 7 á mynd

Lóðrétt hækkun: 150 m.
Gráða: II.
Áætlaður klifurtími: 1- 1 1/2 klst.

Farið er á snjó upp yfir fyrsta klettahaftið 10-15 m. Þar getur brattinn náð 50-55°, upp snjóbreiðuna, 45 °, á ská til hægri, upp undir bröttustu klettana. Þá er haldið til hægri upp ca. 50° bratta brekku. Þar þrengist snjóbreiðan en breikkar fljótlega aftur og minnkar þar brattinn niður í 35-40°. Haldið er til hægri eftir snjóbreiðunni aðeins niður á við uns komið er fyrir klettana. Þá er haldið upp aðeins á ská til hægri, uns komið er að klettum. Upp þá ca. 20 m.  Er þá komið upp á brún og þaðan er auðveld ganga á tindinn.

Vesturhlíð

Leið númer 6 á mynd

Lóðrétt hækkun: 100 m.
Gráða: I.
Áætlaður klifurtími: 1/2 klst.

Sé gert ráð fyrir að farið sé frá Sandskeiði er styttst á fjallið sunnan mestu klettanna (NV-veggjarins). Segja má að klifrið byrji þegar hallinn er kominn í ca. 40°. Klifrað er upp í með stefnu dálítið sunnan við hæsta klettinn. Er þar efst létt brölt í ísuðum klettum sem endar þegar komið er á dálítinn hrygg sem liggur upp á hæsta tindinn.

Nafnlausa leiðin

Leið númer 5 á mynd

Skemmtileg og góð æfingaleið fyirr óreyndari klifrara.

Lóðrétt hækkun: 100 m.
Gráða: II.
Áætlaður klifurtími: 1 – 1 1/2 klst.
Útbúnaður: Fleygar, karabína (bara ein?), lína

Haldið upp klettafláana (I), nokkurn veginn á ská til vinstri uns komið er að brattari hluta veggjarins. Þá er farið eftir breiðri syllu til vinstri um 5-10 m., uns komið er að smá geil nokkuð mosavaxinni, klifrað upp hana hægra megin 15-20 m. (II). Þar fyrir ofan er lítið um tryggingar. Þaðan liggur leiðin um mosavaxnar syllur til vinstri, 20-25m., að lítilli skoru í klettinum. Upp hana, 5m. (II), og yfir bratt klettahaft, 2 m. (II+). Þaðan er haldið um 6 m. beint upp (II+) að litlu horni. Þar er hægt að millitryggja með breiðum fleyg. Þá er farið um 5-6 m. beint til hægri (I) og þaðan upp örfáa metra á brúnina.

Skuldaskil

Leið númer 4 á mynd.

Skemmtileg klifurleið, frekar opin og brött. Líkl. fyrst klifin haustið 1979.

Lóðrétt hækkun: 120 m.
Gráða: III+
Áætlaður klifurtími: 2 klst.
Útbúnaður: Fleygar, karabínur, lykkjur, lína.

Farið upp klettafláana (I) og stefnt norðan við stapann sem gengur útúr hlíðinni niður af hátoppnum. Stuttu áður en kemur að rótum stapans verður fláinn brattari (II). Þar fyrir ofan, norðan við rætur stapans, tekur við mosavaxin sylla.

Síðan er stefnt upp geilina sem myndast milli hlíðarinnar og stapans (II), 15 m., en hún mjókkar þegar ofar dregur og endar í lóðréttum vegg. Frá geilinni er klifrað út frá vinstri upp 6 m. háan vegg (III+) og síðan upp með stapanum 13-15 m (III). Þá er komið á mjóa syllu og er þar helst til trygginga að reka flyga beint í móbergið. Nú er klifrað til hægri upp breiða sprungu (III+) e.t.v. hreyfingar (IV+), opið klifur, 20 m. Þá er brúninni náð.

Reykháfurinn

Leið númer 3 á mynd

Skemmtileg og fjölbreytileg klifurleið. Sú leið sem kemst næst því að liggja beint á hágnýpu fjallsins.

Lóðrétt hækkun: 130m
Gráða: III.
Áætlaður klifurtími: 1 1/2 klst.
Útbúnaður: Fleygar, karabínur, lykkjur (sling), lína.

Gengið er upp skriðurnar norðvestan í fjallinu að klettunum. Síðan haldið upp klettafláana (I) og stefnt á hágnýpuna uns brattinn fer að aukast fyrir alvöru. Þá er farin sylla, skáhalt upp á við 15 m., til vinstri. Af henni klifrað upp um 10m. eftir breiðri sprungu (III). Þar tekur við stór stallur, klifrað til vinstri upp Reykháf (III), 25 m. Er þá komið upp á lítinn stall. þaðan klifið skáhalt upp á við til vinstri (II+) uns brúninni er náð, 30 m. Fleyga má nota bæði í Reykháfnum og fyrir ofan hann en hvergi eru augljósar fleygsprungur.

Skildu eftir svar