5 related routes

Kófið WI 5

Leið vinstra megin við leið #2, byrjar vinstra megin við þakið.

Tvær spannir, 50m + 40m.

FF: Ágúst Kristján og Halldór Fannar, 29. des 2020

Helgi’s thumb, Bæjarfossinn allur M 8+

Leiðin byrjar þar sem Bæjarfosstraversan endar og klifrað er undir þakið út á kerti Bæjarfoss. Tveimur boltum hefur verið komið fyrir í þakinu. Leið nr. 4 á mynd, 60m ef klifin í einni spönn (þ.e. með Bæjarfosstraversunni).

FF.: Will Gadd, 17. mars 1998.

Bæjarfosstraversan WI 5

Leiðin byrjar í 10m hárri súlu vinstra megin við Bæjarfoss. Klifrað er upp með súlunni undir hvelfinguna sem fossinn fellur fram af, síðan er hliðrað milli ískerta sem renna undan þakinu. Leiðin endar innst í hvelfingunni hægra megin við Bæjarfoss. Leið nr. 3 á mynd, 50m.

FF.: Guðmundur Helgi Christensen og Jeff Lowe, 13. feb 1998.

Þar sem grasið grær WI 3+

Frístandandi kerti uppi á brúninni ofan við bæjarfoss. Kertið er í sama læk og fossinn sjálfur. Leið nr. 2 á mynd, 12m.

FF.: Helgi Borg, Styrmir Steingrímsson og Ingólfur Ólafsson, 13. feb. 1998.

Kitty kitty bang bang WI 4

Áberandi og falleg leið hægra megin við bæjargil. Leiðin er klifruð í tveimur spönnum og nær alla leið upp á brún. Leið nr. 1 á mynd.

FF.: Sigursteinn Baldursson og Guðmundur Eyjólfsson, 12. feb 1998.

Skildu eftir svar