Ósk Norðfjörð null

III, AI2, WI 4+, 800m (650?)

FF: Davy Virdee, Haraldur Guðmundsson og Thorvaldur Grondal, 14.apríl 2006

Haraldur Guðmundsson var á ferðinni í Svarvaðardal tveim árum eftir að Wankers Syndrome var klifruð, páskana 2006. Þessu sinni var stefnan sett á línu sem liggur hægra megin við Rúnkarann og endar svo uppi á blátoppnum. Er leiðin nefnd í höfuðið á Ósk Norfjörð, fyrirsætunni íðilfögru. Hver ástæða þess að Ósk þessi og sjálfsfróun voru Haraldi og félögum svo hugleikin á þessum slóðum skal ósagt látið…

 

Klifursvæði Tröllaskagi
Svæði Búrfellshyrna
Tegund Alpine
Merkingar

4 related routes

Ýmir

Leið merkt inn GUL á mynd

Fyrst farin 2006 af Jökli Bergmann og Friðjóni Þorleifssyni

III, AI 2, M3 og auðvelt ísklifur

Auðvelt snjóbrölt fyrstu 200m að 20m klettahafti, sem að öllum líkindum fyllist af ís á góðu ári. Þetta haft er samsíða lengsta haftinu í Ósk Norfjörð, sem er mjög áberandi á hægri hönd. Áfram er haldið upp aðeins brattara snjó/ís gil um 150m. Stutt kletta/mosa haft er klifið uppá hrygginn sem aðskilur Rúnkara heilkennið og Ósk Norfjörð. Þar tekur við um 200m labb/brölt þar til hryggurinn mjókkar í auðvelt klettarif sem er klifrað alla leið uppá topp ca. 100m. Heildarlengd leiðarinnar er um 650m og er nákvæmlega jafn löng og Ósk Norfjörð en 50m styttri en Rúnkarinn. Leiðin heitir eftir Tómasi Ými Óskarssyni 1984-2006.

Ósk Norðfjörð null

III, AI2, WI 4+, 800m (650?)

FF: Davy Virdee, Haraldur Guðmundsson og Thorvaldur Grondal, 14.apríl 2006

Haraldur Guðmundsson var á ferðinni í Svarvaðardal tveim árum eftir að Wankers Syndrome var klifruð, páskana 2006. Þessu sinni var stefnan sett á línu sem liggur hægra megin við Rúnkarann og endar svo uppi á blátoppnum. Er leiðin nefnd í höfuðið á Ósk Norfjörð, fyrirsætunni íðilfögru. Hver ástæða þess að Ósk þessi og sjálfsfróun voru Haraldi og félögum svo hugleikin á þessum slóðum skal ósagt látið…

 

Wanker’s syndrome null

III, AI2, WI3, M4, 750 m

FF: Andri Bjarnason, Haraldur Guðmundsson, Stefan Örn Kristjansson, 9.apríl 2004

Leiðin liggur upp miðgilið á fésinu, hægra megin við Ormapartí (sjá mynd). Löng og fjölbreytt leið sem að stærstum hluta er klifur í pökkuðum snjó með íshöftum inn á milli. Klifrað er um 400 m upp gilið að bröttu íshafti, þar sem gilið er hvað þrengst. Þar fyrir ofan liggur leiðin upp snjófláa og klettarana upp til hægri og endar með bröttu ís- og klettahafti. Sú spönn endar uppi á hrygg í um 1000 m hæð þar sem klifrinu lýkur. Hryggurinn liggur svo áfram að toppi fjallsins sem er 1177 m.y.s. Klifur í leiðinni ber að forðast ef minnsta snjóflóða/grjóthrunshætta er fyrir hendi. Niðurleiðin niður vesturhlið fjallsins og út Grýtudal, er brött og varasöm í miklum snjó (30-40° bratti). Gráðurnar endurspegla erfiðustu kafla leiðarinnar en tæknilega er leiðin vel viðráðanleg, aðalerfiðleikarnir felast í lengd hennar. Hægt er að klifra leiðina mestmegnis á hlaupandi tryggingum.

 

Ormapartý null

III, WI4+, 400m

FF: Firðjón Þorleifsson og Jökull Bergmann, 01.01.2010

Skildu eftir svar