Krumlur WI 4

Leið í Lakaþúfugili, við endann á Sólheimajökli, eða þar sem að hann beygir upp til vinstri (vestur).

Til að komast að leiðinni er byrjað að elta slóðina þar sem að allir túristarnir fara upp á jökulinn, í gegnum brattann og sprungusvæðið í byrjun og upp á flatann. Á flatanum sést í efri spönnina á leiðinni og því er bara stefnt beint á leiðina. Þegar að maður nálgast jaðarinn á jöklinum, þá lendir maður á sprungusvæði, þar sem að jökullinn er bæði að mynda viðnám við fjallið og sveigja niður dalinn. Þetta er ekkert rosalegt sprungusvæði en það þarf að horfa aðeins í kringum sig og sviga dálítið til.

Fólk sem hefur áður gengið þarna upp að talaði um að þarna væri lítið uppistöðulón og héldum við að þar sem að lónið fyrir framan jökulinn væri frosið, þá hlyti þetta lón að vera frosið líka og við gætum gengið beint að leiðinni þegar við stigum út af jöklinum. Lónið var hins vegar búið að tæma sig og skildi eftir áhugaverð ummerki, lína í snjónum á jöklinum og ís sem að hafði áður lagt yfir lónið lá þarna á víð og dreif undir.

Ef að lónið er ekki til staðar eða ekki frosið, þá er hægt að hliðra eftir skálinni hægra megin, en það er smá maus og krefst vandvirkni, frekar bratt.

Fyrsta spönnin lýtur ekkert út fyrir að vera það löng þegar að maður stendur undir henni, 30-40m kannski. Klifrið leiddi í ljós að 60m lína dugði ekki til að komast upp spönnina og simulklifruðum við a.m.k. 20m ofan á þessa 60m, áður en hægt var að gera akkeri.

Þegar maður toppar úr þessari löngu, en hrikalega góðu spönn, kemur maður á risa sillu, 10-20m djúpa og jafn breið og gilið sem maður er í. Næsta spönn var aðeins styttri, sléttir 60m frá akkeri og þar til að var búið að klifra upp á jafnsléttu.

Nafnið á leiðinni er dregið af mjög sérstökum ísmyndunum í gilinu. Stærðarinar regnhlífar voru úti um allt og úr þeim flestum komu lóðrétt grýlukerti, auk þess að umherfið í kringum leiðina var mjög kertað. Regnhlífarnar með lóðréttu grýlukertunum mynntu mjög á stórar hendur eða krumlur og í toppinn voru tvær slíkar regnhlífar nánast búnar að loka leiðinni, 30-40 cm á milli þeirra og maður stóð á mjög mjóum pillar meðan maufað var við að troða sér þar á milli.

FF: Jónas G. Sigurðsson og Matteo Meucci, 20. janúar 2018, S1-WI 3-80m, S2-WI 4/+-60m

Klifursvæði Sólheimajökull
Svæði Lakaþúfa
Tegund Ice Climbing
Merkingar

1 related routes

Krumlur WI 4

Leið í Lakaþúfugili, við endann á Sólheimajökli, eða þar sem að hann beygir upp til vinstri (vestur).

Til að komast að leiðinni er byrjað að elta slóðina þar sem að allir túristarnir fara upp á jökulinn, í gegnum brattann og sprungusvæðið í byrjun og upp á flatann. Á flatanum sést í efri spönnina á leiðinni og því er bara stefnt beint á leiðina. Þegar að maður nálgast jaðarinn á jöklinum, þá lendir maður á sprungusvæði, þar sem að jökullinn er bæði að mynda viðnám við fjallið og sveigja niður dalinn. Þetta er ekkert rosalegt sprungusvæði en það þarf að horfa aðeins í kringum sig og sviga dálítið til.

Fólk sem hefur áður gengið þarna upp að talaði um að þarna væri lítið uppistöðulón og héldum við að þar sem að lónið fyrir framan jökulinn væri frosið, þá hlyti þetta lón að vera frosið líka og við gætum gengið beint að leiðinni þegar við stigum út af jöklinum. Lónið var hins vegar búið að tæma sig og skildi eftir áhugaverð ummerki, lína í snjónum á jöklinum og ís sem að hafði áður lagt yfir lónið lá þarna á víð og dreif undir.

Ef að lónið er ekki til staðar eða ekki frosið, þá er hægt að hliðra eftir skálinni hægra megin, en það er smá maus og krefst vandvirkni, frekar bratt.

Fyrsta spönnin lýtur ekkert út fyrir að vera það löng þegar að maður stendur undir henni, 30-40m kannski. Klifrið leiddi í ljós að 60m lína dugði ekki til að komast upp spönnina og simulklifruðum við a.m.k. 20m ofan á þessa 60m, áður en hægt var að gera akkeri.

Þegar maður toppar úr þessari löngu, en hrikalega góðu spönn, kemur maður á risa sillu, 10-20m djúpa og jafn breið og gilið sem maður er í. Næsta spönn var aðeins styttri, sléttir 60m frá akkeri og þar til að var búið að klifra upp á jafnsléttu.

Nafnið á leiðinni er dregið af mjög sérstökum ísmyndunum í gilinu. Stærðarinar regnhlífar voru úti um allt og úr þeim flestum komu lóðrétt grýlukerti, auk þess að umherfið í kringum leiðina var mjög kertað. Regnhlífarnar með lóðréttu grýlukertunum mynntu mjög á stórar hendur eða krumlur og í toppinn voru tvær slíkar regnhlífar nánast búnar að loka leiðinni, 30-40 cm á milli þeirra og maður stóð á mjög mjóum pillar meðan maufað var við að troða sér þar á milli.

FF: Jónas G. Sigurðsson og Matteo Meucci, 20. janúar 2018, S1-WI 3-80m, S2-WI 4/+-60m

Skildu eftir svar