Dótadagur
Leið númer D7a.
Ofanvaðsleið í þurrtólun, sem stendur til að bolta.
Klifursvæði | Múlafjall |
Svæði | Leikfangaland |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |
Leið númer D7a.
Ofanvaðsleið í þurrtólun, sem stendur til að bolta.
Klifursvæði | Múlafjall |
Svæði | Leikfangaland |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |
First gully right of Testofan or first left of Risandi, marked as N0 in the topos
Easy snow climb until the last two pitches where you get some WI2 ice
Belay on top with sling around rocks
FF Óþekktur
(climbed by Elisabet, Halli and Matteo 21/01/2020)
Route on the right of Mind Power (D7), that follow an evident crack and then a shield on the top part.
Climbed with pre-placed gear (pinkpoint). There is a bolt at first that can be use to belay Mind Power and then 2 bolts on the top as anchor.
FA Matteo Meucci and Andrea Fiocca 23/04/2021
Leið D7
Leið upp hornið í leikfangalandi sem er á milli Frosta (D6) og Dvala (D8).
Gráða M(D) 7, 26m, 13 boltar. Uppi á brún er stakur bolti sem hægt er að nota til að færa sig nær brúninni og svo eru tveir boltar alveg við brúnina, annar þeirra er með hring.
Leiðin eltir sömu sprunguna frá byrjun og alveg upp á topp. Mikið af axarfestunum reiða sig á það að snúa blaðinu inni í sprungunni til að það haldist inni en af og til er hægt að krækja á djúpa kanta. Fótfesturnar eru á köflum fáar og tæpar fyrir brodda. Sennilega er þægilegra að klifra leiðina í venjulegum klettaklifurskóm þar sem að það er enginn ís og nánast engin bleyta í leiðinni. Leiðin gæti einnig verið klifruð sem sportklifurleið á sumrin.
FF: Matteo Meucci, 25. apríl 2020.
Leið númer D10.
Auðvelt horn með syllu í miðri leið. Tryggð með hefðbundnum tryggingum.
FF: Matteo Meucci og Bjartur Týr Ólafsson maí 2017
Leið númer D9.
Flott horn í byrjun með lykilhreyfingu um miðja leið upp. Lokakafli á lóðréttum vegg með þunnri sprungu. Tryggð með hefðbundnum tryggingum. Þessi leið var sú nítugasta sem Matteo fór á hundrað leiða klifurárinu sínu.
FF: Matteo Meucci og Bjartur Týr Ólafsson, maí 2017, M6, 30m
Leið númer D13.
Var frumfarin í afar þunnum aðstæðum og það fór ekki ein einasta ísskrúfa í hana. Eitthvað er í boði af dótatryggingum en það er ágætis kafli rétt eftir byrjunina og að miðju sem eitthvað lítið er í boði af tryggingum. Leiðin er sennilega WI 4 ef hún bunkast en var nær WI 4+ í frumferð
FF: Matteo Meucci og Jónas G. Sigurðsson, 08.03 2017
25m WI 4/+ R
(FF: sett fram með hefðbundnum Múlafjallsfyrirvörum)
Leið númer D8.
WI2-3.
Stutt leið upp rennu. Fyllist sennilega af snjó þegar líður á vetur og verður léttari. Hægt er að ganga niður gilið hægra megin við þessa leið.
FF: Óþekkt
Leið númer D5.
Hægt að fara amk 2 afbrigði. Léttara afbrigðið fylgir ísramp fyrir miðju og til hægri. WI4. Ein spönn
FF: Óþekkt
Leið númer 1 (D1)
Er nokkuð léttari en sá vestari.
WI4.
FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson 14.des 1986.
Skemmtilega myndaseríu frá Fjallateyminu má finna hér, þegar þeir fóru í leiðina í janúar 2018.
Leið númer 2 (D2).
Rísandi vestari (hægri) var fyrsti stóri ísfossinn sem klifinn var í Múlafjalli. Eftir fyrsta haftið greinist ísfossinn í tvær rásir. Leiðin liggur upp hægri greinina sem er öllu erfiðara að klifra heldur en þá vinstri.
FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson 21. apríl 1983
Route number D12.
Er efst í Leikfangalandi lengst til hægri.
W I3-4.
FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson.
Leið númer 3 (D3)
WI4-4+ 100m.
Liggur í nokkrum ísþrepum og það hæsta er um 15m.
FF Jón Geirsson, Kristinn Rúnarsson og Snævarr Guðmundsson.
Leið númer D4
Byrjar í bröttu kerti og þaðan upp á stóra syllu. Tæknilegur ís í framhaldi af því. WI 4+ til WI 5.
2 spannir
FF: Óþekkt eins og flest í Múlafjalli
Leið númer D6
Breitt og bratt ísþil. 30m
FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson 14. des 1986.