240 mínútur M 6+

Leið nr. 1 á mynd.

60m. M 6+

Leiðin er upp kletta 25m undir þak þar sem áberandi þunnt kerti hangir fram yfir. Klifrað er upp þakið bak við kertið og þaðan út í lóðréttan ís. Leiðin er tortryggð í þakinu.

FF.: Kim Ciszmazia og Will Gadd, 25. mars 1998

Klifursvæði Haukadalur
Svæði Skálagil
Tegund Mix Climbing
Merkingar

20 related routes

Hardcore VS. Skeletor

Leið „0“ á mynd

Leiðin er hægra megin við „240 min.“ og er því núna fyrsta leiðin þegar gengið er inn í það gil. Mjótt kerti sem nær hálfa leið upp vegginn, eftir það eru bara klettar.

Byrjið að klifra ísinn, sem var auðtryggður þegar leiðin var farinn. Ískaflin var einkar skemmtilegur og vel brattur. Ísinn endar upp á litlum stalli þar sem hægt er að setja upp góða megintryggingu utan um stein eða halda áfram upp lítið þak. Áður en farið er í þakið er hægt að setja inn einn til tvo fleyga og einn lítinn vin (t.d. gulan alien). Restin af leiðinni er klifur inn í víkandi strompi sem hægt er að tryggja með fleygum og meðal stórum vinum (rauður til blár Camelot). Athugið að klettaspönnin er fullur 30m og því ó vitlaust að skipta leiðinni upp í tvær spannir eins og við gerðum (þó það hafi ekki verið ætlunin hjá undirrituðum í upphafi). Erfiðasti hlutinn í leiðinni er að fara yfir þakið. Góða skemmtun í þessari fimm-stjörnu leið Kv. Hardcore

FF: Jökull Bergmann, Ívar F. Finnbogason, 8. feb 2003

WI 5+ /M 6