Tilikum

Suðurhliðin á Klukkutindi, milli Berufjarðar og Breiðdalsvíkur.

Aðkoma: Frá Breiðdalsveg er gengið inn í Grunnadal og nánast strax upp á hrygginn til austurs, sem fljótlega verður að Lágheiði. Lágheiði er fylgt að hryggnum fyrir neðan tindinn. Hryggurinn undir Klukkutind er með bröttu klettabelti sem hægt er að hliðra utan um. Frumferðarteymið hliðraði til austurs og upp mjög bratt harðfenni upp á öxlina undir tindinum. Það gæti verið að brekkan sé yfir algengasta snjóflóðahallanum, en ef ekki þá gæti hún verið mjög varhugaverð ef snjóaðstæður eru öðruvísi. Á öxlinni er farið undir tindinn og utan um hann að vestanverðu og svo hliðrað undir suðurhliðina.

Klifrið: Þegar staðið er undir suðurhliðinni sést áberandi gilskorningur sem er nánast á suðausturhorninu, hliðrað er að honum og brölt þar upp. Klifrið er mjög létt en það þarf að hafa tvær axir úti og treysta alveg á þær öðru hverju, bannað að detta. Þegar komið er upp úr gilskorningnum er hægt að brölta upp nokkra stalla áður en þarf að klifra að alvöru. Fyrst var 4m haft, nánast ótryggjanlegt á ísfrauði sem myndaði einskonar sveppi utan á berginu. allstaðar var stutt niður á bergið svo að vanda þarf hvar axirnar eru settar og hversu mikið er togað í þær. Eftir þetta fyrsta haft er hliðrað til hægri eftir góðum stalli að næsta hafti, sem er 8-10m af samskonar frauði. Í þessu hafti tókst að snara einn stórann frauðsvepp með 120cm sling og svo toppað á miðri austurhliðinni á toppnum. Toppurinn er ílangur, kannski um 20m og á bilinu 90cm til 2m breiður. Á toppnum, eða rétt fyrir neðan toppinn vestan megin stendur upp úr flottur steinn sem er hægt að gera akkeri á.

Nafnið: Tilikum var háhyrningur sem var veiddur í Berufirði árið 1983, þá um tveggja ára gamall. Tilikum var fluttur á sædýrasafnið í Hafnarfirði og svo seldur til Sealand í Kanada. Tilikum óx mikið og varð stæðsti háhyrningur sem var haldið í búri, 5.700kg og 6.9m á lengd. Talið er að Tilikum hafi farið á geði við það að vera lokaður í litlum búrum og einangraður frá öðrum dýrum. Geðveiki Tilikum olli því að hann varð þremur mannsekjum að bana yfir nokkuð langt tímabil, 1991, 1999 og 2010, nýlegasta tilfellið var þegar hann drekkti þjálfaranum sínum á sýningu í Seaworld. Vegna þess hve mikil verðmæti voru í honum var hann bæði látinn halda áfram að sýna listir sýnar og geta af sér afkvæmi sem enn leika listir sýnar í dýragörðum. Tilikum dó í janúar 2017 úr lungnarsýkingu, þá 35 ára. Til samanburðar geta viltir háhyrningar orðið um 80 ára. Nú er leiðin Tilikum með stórgott útsýni yfir staðinn þar sem þetta allt hófst. Einnig mynnir tindurinn á háhyrningsugga.

FF: Árni Stefán Halldorsen, Bjartur Týr Ólafsson, Haukur Már Sveinsson og Jónas G. Sigurðsson, 3. febrúar 2018,  AD+, AI 3

Klifursvæði Berufjörður
Svæði Klukkutindur
Tegund Alpine
Merkingar

Myndbönd

1 related routes

Tilikum

Suðurhliðin á Klukkutindi, milli Berufjarðar og Breiðdalsvíkur.

Aðkoma: Frá Breiðdalsveg er gengið inn í Grunnadal og nánast strax upp á hrygginn til austurs, sem fljótlega verður að Lágheiði. Lágheiði er fylgt að hryggnum fyrir neðan tindinn. Hryggurinn undir Klukkutind er með bröttu klettabelti sem hægt er að hliðra utan um. Frumferðarteymið hliðraði til austurs og upp mjög bratt harðfenni upp á öxlina undir tindinum. Það gæti verið að brekkan sé yfir algengasta snjóflóðahallanum, en ef ekki þá gæti hún verið mjög varhugaverð ef snjóaðstæður eru öðruvísi. Á öxlinni er farið undir tindinn og utan um hann að vestanverðu og svo hliðrað undir suðurhliðina.

Klifrið: Þegar staðið er undir suðurhliðinni sést áberandi gilskorningur sem er nánast á suðausturhorninu, hliðrað er að honum og brölt þar upp. Klifrið er mjög létt en það þarf að hafa tvær axir úti og treysta alveg á þær öðru hverju, bannað að detta. Þegar komið er upp úr gilskorningnum er hægt að brölta upp nokkra stalla áður en þarf að klifra að alvöru. Fyrst var 4m (meira…)

Skildu eftir svar