Norðurgil

Leið númer 8. á mynd (byrjar hinu megin).

Gráða II, 150 m.

Farið er norður fyrir Háusúlu. Þaðan er klifrað upp breitt gil (norðurgilið), sem gengur niður úr vesturhrygg Háusúlu. Smáhengja er efst, en annars er leiðin greið. Þessi leið sameinast Vesturgili (nr. 7), þegar upp á hrygginn er komið.

Klifursvæði Botnssúlur
Svæði Háasúla
Tegund Alpine
Merkingar

3 related routes

Norðurveggur WI 3

Norðurhlíð Háusúlu (916 m).

Leiðin liggur upp áberandi skoru í miðri norðurhlíðinni. Leiðinni svipar til Þrengslana (í Syðstusúlu) og er af 3. gáðu með einu íshafti.

FF: Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson, 10. mars 1986

Norðurgil

Leið númer 8. á mynd (byrjar hinu megin).

Gráða II, 150 m.

Farið er norður fyrir Háusúlu. Þaðan er klifrað upp breitt gil (norðurgilið), sem gengur niður úr vesturhrygg Háusúlu. Smáhengja er efst, en annars er leiðin greið. Þessi leið sameinast Vesturgili (nr. 7), þegar upp á hrygginn er komið.

Vesturgil

Leið númer 7 á mynd.

Gráða II, 150 m.

Gengið er norður úr skarðinu milli Háu og Vestursúlu, í vesturhlið Háusúlu, að gili, sem gengur niður úr vesturhrygg Háusúlu. Þegar að gilinu er komið, skal fara í línu og síðan leggja af stað upp gilið, sem er auðfarið. Gilið er af I. gráðu snjóklifurs og um 90 m langt. Þegar komið er upp á vesturhrygginn, skal reka niður tryggingu, áður en haldið er áfram.

Frá hryggnum á tindinn eru um 60 m. Fyrstu 10-15 metrana er brattinn um 60-65° og upp ísí- eða snjólagt berg. Bergið er „sæmilegt“ en þessi kafli getur verið snjólaus. Þegar upp fyrir klettahaftið er komið, tekur við samfelld snjóbrekka, um 50° brött, upp á tindinn.

Skildu eftir svar