Ullarteppi í Tindfjallaskála

Íslenski Alpaklúbburinn (ÍSALP) hefur nú með hjálp góðra samstarfsaðila safnað ullarteppum sem verða fljótlega sett í Tindfjallaskála.

Með þessu móti gefst ferðalöngum tækifæri til að ferðast léttar þegar gist er í skálanum.

Nú þurfa gestir aðeins að hafa með sér innri poka (liner poka) í stað þess að bera svefnpoka.

Hugmyndin er að erlendri fyrirmynd og talið er að þetta sé fyrsti skálinn á landinu sem bjóði uppá þennan lúxus.

Stjórn ÍSALP vonar að sem flestir geti í framtíðinni nýtt sér skálann og hlakkar til að sjá ykkur á fjöllum.

Nánari upplýsingar um Tindfjallaskála má finna á heimasíðu ÍSALP undir Skálar.

Skildu eftir svar