Aðalfundur Ísalp

Þann 1. október ætlar klúbburinn að koma saman og halda hinn árlega og eldsnögga aðalfund á Pedersen Svítunni. Í beinu kjölfari ætlar Matteo að halda fyrir okkur myndasýningu og segja frá frumferðum sínum síðasta vetur. Eftir myndasýninguna ætlum við að sitja áfram og halda smávegis partý.
Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins:
1. Kosning fundarstjóra sem síðan skipar fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar, undirritaðir af tveimur skoðunarmönnum.
4. Lagabreytingar.
5. Kjör stjórnar
6. Kjör uppstillingarnefndar.
7. Kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
8. Ákvörðun árgjalds næsta árs.
9. Önnur mál
–Ársritið
–Dagskrá vetrarins 2021-2022
Atkvæðisbær og kjörgeng eru þau ein sem greitt hafa árgjald 2021.
Framboð skulu hafa borist uppstillingarnefnd (runathor@gmail.com) fyrir 24. september en einnig er heimilt að bjóða sig fram í lausar stöður á aðalfundi eftir að kosningar um framkomin framboð hafa farið fram.
Allar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn (stjorn@isalp.is) fyrir 24. september.
Staðsetning: Pedersen Svítan

Skildu eftir svar