Re: Svar:Snjóflóðaýlar

Home Umræður Umræður Almennt Snjóflóðaýlar Re: Svar:Snjóflóðaýlar

#54771
1012803659
Participant

Ég á líka Ortovox F1, hann svínvirkar enn eftir áratuga notkun.

Algjörlega málið að kunna á tækin sín í stað þess að vera með flottustu/nýjustu græjurnar á markaðnum og kunna ekkert á þær. Ég vill meina að ég sé ekki mikið lengur að leita með mínum ýli en einhver með nýjustu græjuna… (að því gefnu að ég sé að leita að einum ýli)

Þegar ég tek hann úr notkun fer hann á góðan stað upp á vegg hjá mér. Löngu búinn að sanna gildi sitt.

Fékk einu sinni vænt spark í bringuna frá manni í mannbroddum, og eins og í kúrekamyndunum þegar stjarnan bjargar fógetanum frá byssukúlu í hjartað… þá bjargaði ýlirinn mér frá vænni stungu í brjóstið.

Tók líka einu sinni væna byltu niður Hraundrangann í snjóflóði, einn af hópnum grófst undir og hann fannst strax með Ortovox F1 (hann var sjálfur með sömu gerð af ýli).

Ég er sammála þér Sveinborg að það sé kominn tími til að skipta honum út. Við gætum hugsanlega skoðað tveir fyrir einn díl? Hvort einhver vilji taka tvo F1-ýla upp í tvo nýja?