Re: svar: Valshamar og Bensínbor

Home Umræður Umræður Klettaklifur Valshamar og Bensínbor Re: svar: Valshamar og Bensínbor

#48030
Jón Haukur
Participant

Var ekki málið að nota sjóði sportklettaklifurfélags Reykjavíkur í borvélakaup?

Annað mál þessu skilt, á annar hvor klúbburinn einhvern lager af augum og boltum? Mér er það svo sem að sársaukalausu að leggja til bolta og augu í nokkrar leiðir, en það er hins vegar frekar erfitt að komast yfir augu úr almennilegu efni í einhverju magni.

Enn eitt sem er þessu líka skilt, þá þyrfti að móta stefnu varðandi endurboltun á leiðum, til dæmis er það mín skoðun að þar sem gamlir hulsuboltar eru að þar eigi helst að reyna að nota sömu holurnar með því að bora út hulsuna (þar að segja ef staðsetning boltans er í lagi. Ég hef reyndar ekki prófað það, en það hlýtur að vera hægt með einhverjum ráðum. Ef maður hugsar lengra en 5-10 ár fram á vegin þá er það ekki sérstaklega aðlaðandi að horfa upp á marga gamla bolta í klettinum. Annars væri áhugavert að fá að heyra álit frá erkiklettarottunum um þetta.

Annað mál er síðan hvort það eigi að stefna að því að gera Ísalp að fjöldasamtökum. Ég er ekki viss um skili sér, það þarf frekar að virkja þá klifrara sem eru að gaufa þarna úti og eru ekki félagar, sem og að fá meira af því liði sem hefur stundað sportið um langa tíð og hefur dottið út af félagaskrá til þess að skrá sig aftur, til dæmis með því að senda hvatningarbréf á þá „úrelta“ félaga.

jh