Re: svar: Valshamar – ný leið

Home Umræður Umræður Klettaklifur Valshamar – ný leið Re: svar: Valshamar – ný leið

#48801
0311783479
Meðlimur

Ég held að menn séu á rangri hillu ef þeir eru að leita að thrilli í sportklifri, betra væri þá að líta við í Stardal eða jafnvel fjölspanna náttúrulegum leiðum á Heljaregg, Kerlingareldinn og Rifið. :o)
Aðalatriðið er að leiðir séu vel boltaðar, t.d. litlar líkur á að gránda, eðlilegt er að það sé þéttara á milli bolta neðar í leið heldur en ofar því eins og Hrappur bendir á eru litlar líkur á grándi og föll verða mýkri því meira komið út af línu. Við sem höfum komið í kjölfarið á frumherjunum getum þakkað Hrappi og félögum ómetanlega og óeigingjarna vinnu við að bolta klifursvæðin eins og við þekkjum þau í dag. Og ég held að menn geti verið sammála um það að flest allar ef ekki allar leiðirnar t.d. á Hnappavöllum eru virkilega vel boltaðar, enda ef menn fylgjast með reynsluboltunum við boltun þá sjá þeir að mikil vinna er lögð í staðsetningar á boltum m.t.t. að klippa þá.

Svo getur það oft verið bara hressandi að taka gott fall ofarlega í leið, og getur kallað fram keppnisskapið ef menn t.d. detta fáum hreyfingum frá ankerinu ;o). Líka má líta á það sem fyrirtaksæfingu fyrir „leiðsluhausinn“ að taka runnout því ef menn hafa gaman af dótaleiðum þá er nú oft ekki boðið upp á tryggingar á 2m. fresti, þannig að þetta vinnur allt saman að því að skapa betri klifrara, því það er ekki alltaf nóg að vera súpersterkur með súperúthald eftir góðan vetur í Klifurhúsinu ef hausinn er ekki með.

Held samt að allir geti verið sammála um að það sé nú ekki sniðugt að vera með mikið runnout í byrjendaleiðunum því það er kannski ekki besta kynningin á annars því snilldar sport sem sportklifrið er.

-Góðar stundir
Halli