Valshamar – ný leið

Home Umræður Umræður Klettaklifur Valshamar – ný leið

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46739
  0311783479
  Meðlimur

  Eftir góðviðriskafla þá leit ég við annan mann í Valshamar í rigningunni í gær, lítið varð úr klifri enda allt rennandi blautt.

  Vildi bara lýsa ánægju minni með gott framtak hjá þeim hjúum Hjalta og Kristínu Mörthu með að bolta nýja leið, Kristján X., sem er mjög byrjendavæn og þægileg þegar menn eru að stíga sín fyrstu skref í leiðslu.

  -kv.
  Halli

  #48794
  Siggi Tommi
  Participant

  Gaetu menn lyst eitthvad hvar i grjotinu thessi nyja leid er?
  Kemur svo sem i ljos thegar madur fer thangad naest en bara upp a forvitnina.

  #48795
  0311783479
  Meðlimur

  Þú ferð bara nyrst í hann (lengst til vinstri þegar þú horfir framan á hann ;o) ) og sérð stystu leiðina, jafnframt þétt boltuðustu. Þetta fer ekkert á milli mála þegar uppeftir er komið.

  -kv.
  halli

  #48796
  1802862769
  Meðlimur

  Hvernig væri að laga slabbið þarna uppi í valshamri, það er ekki fyndið hvað er langt á milli bolta og sérstaklega frá seinasta bolta upp í akkeri, bara svona ef einhver sem sér um svona les þetta þ.e.a.s

  #48797
  2704735479
  Meðlimur

  er bara eitt slab í valshamri???

  #48798
  Hrappur
  Meðlimur

  Það á ekki að bæta við boltum í sígildar leiðir í Valshamri. Ef menn þora ekki að klifra þá er alltaf Klifurhúsið með dínum fyrir neðan. Valshamar er fæðingarstaður sportklifurs á Íslandi og mér findist mjög leiðinlegt ef menn ætla að fara að taka allt Thrillið úr því að klifra Þessar klasík leiðir ekki bara fyrir mig (sem er búinn að klifra flest allar leiðirnar þarna) heldur fyrir komandi kynslóðir sem vilja setja sig í spor frumkvöðlana. Ef menn treista sér ekki til að leiða smá runout efts í leið þar sem enginn hætta er á að ground ættu menn bara að notast við stiga til að komast þangað sem þeir vilja. Fleiri boltar er ekki svarið heldur betri og hugaðri klifrara.

  #48799
  Hrappur
  Meðlimur

  ps.
  svo væri ekki úr veigi að vita hvað leiðirna heita áður en maður heimtar fleiri bolta.

  #48800
  Robbi
  Participant

  leiðin heitir einmitt slabbið og er 5.8 eða 5.9, man þasð ekki alveg.
  En gott framtak hjá ykkur, aldrei nóg af leiðum.
  RH.

  #48801
  0311783479
  Meðlimur

  Ég held að menn séu á rangri hillu ef þeir eru að leita að thrilli í sportklifri, betra væri þá að líta við í Stardal eða jafnvel fjölspanna náttúrulegum leiðum á Heljaregg, Kerlingareldinn og Rifið. :o)
  Aðalatriðið er að leiðir séu vel boltaðar, t.d. litlar líkur á að gránda, eðlilegt er að það sé þéttara á milli bolta neðar í leið heldur en ofar því eins og Hrappur bendir á eru litlar líkur á grándi og föll verða mýkri því meira komið út af línu. Við sem höfum komið í kjölfarið á frumherjunum getum þakkað Hrappi og félögum ómetanlega og óeigingjarna vinnu við að bolta klifursvæðin eins og við þekkjum þau í dag. Og ég held að menn geti verið sammála um það að flest allar ef ekki allar leiðirnar t.d. á Hnappavöllum eru virkilega vel boltaðar, enda ef menn fylgjast með reynsluboltunum við boltun þá sjá þeir að mikil vinna er lögð í staðsetningar á boltum m.t.t. að klippa þá.

  Svo getur það oft verið bara hressandi að taka gott fall ofarlega í leið, og getur kallað fram keppnisskapið ef menn t.d. detta fáum hreyfingum frá ankerinu ;o). Líka má líta á það sem fyrirtaksæfingu fyrir „leiðsluhausinn“ að taka runnout því ef menn hafa gaman af dótaleiðum þá er nú oft ekki boðið upp á tryggingar á 2m. fresti, þannig að þetta vinnur allt saman að því að skapa betri klifrara, því það er ekki alltaf nóg að vera súpersterkur með súperúthald eftir góðan vetur í Klifurhúsinu ef hausinn er ekki með.

  Held samt að allir geti verið sammála um að það sé nú ekki sniðugt að vera með mikið runnout í byrjendaleiðunum því það er kannski ekki besta kynningin á annars því snilldar sport sem sportklifrið er.

  -Góðar stundir
  Halli

  #48802
  Siggi Tommi
  Participant

  Sammála Halla.
  Er á því að leiðir, sérstaklega í léttari kantinum, eigi að vera sæmilega þægilega boltaðar því þær klifrar aðallega fólk sem er að byrja að leiða og vanta reynslu. Slæmt ef sú reynsla fæst ekki nema með því að leggja menn í stórhættu því menn vilja jú reyna að príla leiðir sem reyna aðeins á. Og ekki batna menn mikið í klifri en menn klifra bara leiðir sem menn fara létt með.

  Er ekki sammála þeirri hugsun að ef menn treysti sér ekki að leiða runout leið þá eigi menn ekkert erindi í þá gráðu og eigi að halda sig í léttara brölti. Það er nefnilega ekki sambærilegt fyrir t.d. 5.10 klifrara að leiða runout 5.8 leið og einhvern sem er að berjast við þá gráðu – getur boðið hættunni heim, sérstaklega ef reynsluna vantar…

  Annars er ég sammála því að lang flestar leiðir eru í góðu standi en þó eru þær nokkrar sem maður hefði gjarnan viljað sjá lagfærðar.

  Jákvætt að sjá umræðu um þetta mikla hitamál! :)

  #48803
  Hrappur
  Meðlimur

  Það er alltaf hægt að toprópa ef menn eru að byrja, ekkért að því, en í sumum leiðum sérstaklega í Valshamri er runoutið og klippin hluti af gráðunni og verða men því helst að tala við þá sem boltuðu og klifruðu leiðirnar fyrst um hvort þeir sé sáttir við að leiðirnar séu down-grade-aðar. Ég persónulega myndi ekki telja 5.8 klassíska leið sem byrjanda leið en ég er kannski bara svona gamaldags :(

  #48804
  Hrappur
  Meðlimur

  P.s Veit enhver hvað er að gerast í útgáfumálum ársritsins?

  #48805
  Ólafur
  Participant

  Að sumu leiti er ég sammála Hrappi í þessum bolta málum. Elstu leiðirnar í Valshamri eru boltaðar af frumherjunum þegar menn voru ennþá í þeim hugsunarhætti að spara bolta og reyna jafnvel að nýta þá í fleiri en eina leið. Það má jafnvel segja að úthlaupin (runout) og klippin séu hluti af gráðunni. Í mínum huga þá hefur sá sem bjó til leiðina í einhverjum skilningi „höfundarrétt“ á henni. Ég er líka sammála Hrappi varðandi það að 5.8 er ekki byrjendagráða og ef mönnum líst ekki á að leiða þá er alltaf hægt að toppa. Hin hliðin á peningnum er svo sú að Valshamar er fjölsóttasta klifursvæði landsins (sem mér finnst reyndar dálítið skrýtið) og þar er yfirleitt mikið af byrjendum. Það eitt og sér er því ástæða til að leiðir þar séu þokkalega vel boltaðar, sér í lagi auðveldustu leiðirnar. Ef menn vilja fá hroll ættu þeir kannski bara að klifra annars staðar?

  Varðandi ársritið þá er ritnefnd í sumarfríi. Nokkrar greinar eru komnar í hús en sumir sem hafa lofað efni eiga eftir að skila (þið vitið hver þið eruð). Ef einverjir luma á efni þá er ennþá nóg pláss eftir í blaðinu.

  -órh

  #48806
  Páll Sveinsson
  Participant

  Ólafur furðar sig á afhverju Valshamar er vinsælasta klifur svæði landssins.
  Því er auðsvarað. Gott berg. Nóg af bolltum. Fínar leiðir miserfiðar.
  Er ekki röðin. Valshamar, Hnappavellir og Munkaþverá ?

  Þá kemur að áralöngu hugðarefni mínu sem er að bolta Stardal.
  Þar mundum við fá frábært klifursvæði sem mundi skilja hin svæðin eftir
  sem gamlar mynningar.

  Nú eru allir gömlu klifrarnir hættir hvort sem er og komin tími til að nýir taki við.

  Palli

  #48807
  Hrappur
  Meðlimur

  Óboy Nú hefur gammla brýnið opnað stóru orma dósina. Allir í bátana og bjargi sér hver sem betur getur.

  #48808
  Ólafur
  Participant

  Ég veit ekki hvort Páli er alvara en ætli það blundi samt ekki undir niðri í flestum að fara uppí Stardal með borinn og boltana.Það er engin spurning að þar væri hægt að setja upp nokkrar klassaleiðir í erfiðari kantinum. Nú eða bara fara með vélina á allt draslið, skella boltum á 2ja metra fresti í Stúkuna, Skrámuna, Lúsífer, Gegnumbrotið og alla þessa klassíkera. Hvað segja menn um það?

  Þrátt fyrir að það sé oft ágætt á kvöldin að dúlla sér í Valshamri þá er hann samt ekki á ísland topp 3 í mínum huga. Mér finnst bara stundum dálítið skrýtið að maður er oft þar í rjómablíðu og hittir sjaldnast aðra en gamlingja og græningja (segir kannski mest um sjálfan mig). Svo kemur maður í Valshamarinn og þar er biðröð í leiðir. Þrátt fyrir nokkrar ágætar leiðir í Valshamri þá finnst mér leiðirnar þar almennt ekki standast samanburð við Stardalinn.

  #48809
  2005774349
  Meðlimur

  Ég er nú þegar búinn að bolta 5 leiðir í Stardal. Þær eru vestast í hömrunum og á bilinu 6c-8a. Ég set inn nánari leiða lýsingu á síðum félaga um leið og ég er búinn að kaupa snúru úr myndavélinni minni yfir í tölvuna.
  Mér fannst bara svo leiðinlegt að vera með allt þetta drasl hangandi utaná mér og þurfa svo altaf að ganga niður í þröngum skónum.

  Hjalti R. G.

  #48810
  Páll Sveinsson
  Participant

  Mér er fúlasta alvara.
  Til hvers að hafa þessa fínu kletta nánast í bakgarðinum og bolta þá ekki. Ef halda á einhverjum klett lausum við bolta væri nær að velja einhverja steina í afdölum vestfjarða þar sem enginn bír.
  Það er lítið gaman að monta sig af leið í stardal sem engin hefur klifrað síðan, bara af því að hann á ekki nógu margar míkróhnetur eða vini í réttri stærð. Hvað þá að sálartetrið ráði við smá runnout.

  Ég mæli með þjóðarathvæðakosningu.

  Palli
  Fyrverandi klifrari sem ætti kanski ekki að vera skipta sér af.

  #48811
  0309673729
  Participant

  Klassískt umræðuefni. Hingað til hafa flest gömlu brýnin verið sammála um að Stardalur skuli vera óflekkað mekka dótaklifrans.

  Það er enginn vafi um að Stardalur yrði mun meira klifinn. Þar á meðal af undirrituðum. Hef sjálfur mjög gaman af léttu dótaklifri, en fjölbreytni er af hinu góða. Það væri fínt að hafa þarna ögn erfiðari boltaðar leiðir.

  Það er stundum talað um að halda leiðum óskemmdum fyrir ókomnar kynslóðir klifrara. Ég er hallur undir að það sé mikilvægt. Það er líka talað um afturkræfa eða óafturkræfa nýtingu á náttúrunni. Að bolta tortryggða sprungu er afturkræft frá augum dótaklifrarans, er það ekki — eða hvað?

  Persónulega mundi ég aldrei taka í mál að bolta „klassískar“ sprunguleiðir, enda örugglega enginn að tala um það. Spurningin er hinsvegar hvar og þá hver á að draga mörkin. Þegar einu sinni hefur verið boltað er alltaf freistandi að bolta meira, jafnvel einhverjar „klassískar“ leiðir. Þyrfti ekki líka að taka tillit til byrjenda og bolta einhverjar léttar leiðir þétt.

  Hvað með þann hluta Stardals sem minnst eru klifnir, þeas. vestan Skottsleiðar. Væri hugsanlegt að bolta þar einhverjar leiðir?

  Hér er að lokum smá bútur úr fundargerð af stjórnarfund Ísalp um árið. Ég vona að þáverandi og núverandi stjórnarlimir fyrirgefi mér fyrir að hafa ekki fengið formlegt leyfi fyrir birtingu:
  ==================================
  dags: 08.10.03
  ritað af: Andri Bjarnason

  Stjórnarfundur Ísalp 8. október

  Fundarstaður: Skútuvogurinn
  Mættir: Andri, Helgi, Unnur og Þorvaldur

  Fundur hófst á slaginu 20:32

  1. Helgi talaði um að það vantaði aðgengilegar boltaðar ofanvaðsleiðir í nágrenni Reykjavíkur fyrir þá sem eru að byrja og hafa hingað til bara klifrað innandyra. Þetta er næsta skrefið fyrir nýja klettaklifrara. Undirtektir góðar. Helgi stakk upp á skoða klettana vestast í Stardalshömrum, vestan við Skotsleið, með tilliti til þessa. Þar er lítil hefð fyrir dótaleiðum. Leiðirnar þurfa að vera aðgengilegar ofan frá og vera styttri en 25m. Boltarnir þurfa að vera uppi á brúninni og keðjan þarf að ná út yfir brúnina. Unnur benti á kletta nærri Grindavíkurvegi sem fáir vissu af. Fólk var sammála um að þeir koma líka sterklega til greina. Hugsanlega betri kostur en Stardalurinn. Skoða þarf málið betur m.t.t. boltunar, að bolta í Stardalnum er vafasamt og þyrfti að leggjast undir dóm klifursamfélagsins. Eeeennn hugmyndin er góð!


  ==================================

  kveðja
  Helgi Borg

  #48812
  Siggi Tommi
  Participant

  Vona að þetta fari ekki að verða eins og hjá Frökkunum. Skilst að þeir bolti allt, sama hvort þar er hægt að dótaklifra eða ekki.

  Alveg sjálfsagt mál að bolta þar sem dót er annað hvort vafasamt eða ekki til staðar en alls ekki að bolta leiðir sem eru vel tryggjanlegar „náttúrulega“. (heyrist flestir vera á því líka)

  Jákvætt að nýta betur þennan hluta Stardals því það veitir ekkert af fleiri sportleiðum í nágrenni borgar óttans.

  Styð þó frekar íhaldssama stefnu í þessum málum, sérstaklega á stöðum þar sem hefur lengi verið stefna að bolta ekki. Þar sem er búið að bolta á annað borð, er eins gott að gera það almennilega…

  #48813
  Páll Sveinsson
  Participant

  Ég skil ekki þessa fortíðarþrá.
  Ekki vildi ég búa í torfkofa, keira um á malarvegum eða vaða óbrúaðar ár.
  Eigum við þá að heimta að leiðirnar séu klifraðar með sömu græum og þegar þær voru farnar fyrstar?
  Mín skoðun er að ef ekki á að bolta Stardalshnjúk er best að sækja um að friða hann og koma honum á náttúruverndarskrá.
  Þá fengi hann endanlega „frið“ eins og Salthöfði eða Gerðubergið. (engir boltar þar í dag?)

  Nei.. Það eru komnir nýir tímar og nýar kröfur.

  Einhversstaðar verður að byrja og vestasti hlutin alveg kjörinn.

  Palli orðinn heitur.

  #48814
  Anonymous
  Inactive

  Jæja nú fara allir sótraftar af stað!!!!!! Mín skoðun á þessu máli er sú að það eigi að vera í lagi að bolta allar leiðir þar sem ekki er við komið náttúrulegum tryggingum. Hugsið ykkur bergið í Stardal það er frábært og það er nóg af „face“ leiðum þarna þar sem ekki eru neinir möguleikar á að koma inn dóti, jafnvel ekki míkródóti, sem myndu opnast ef farið væri að bolta þarna. Þeir sem bolta verða hins vegar að virða það að láta þá staði „ALGERLEGA“ vera sem hægt er að tryggja á náttúrulegan hátt. Ég tala nú ekki um ef þeir færu að bolta klassíkar leiðir þá mundu okkar frumherjar snúa sér við í gröfinni eða velta sér á hina hliðina eða rísa upp á afturlappirnar hvar sem þeir eru staddir í tilverunni.
  Olli

  #48815
  Ólafur
  Participant

  Hvar og hver á að draga mörkin? Hvað vilja menn t.d. gera við leiðir eins og Gegnumbrotið og Hvítan depil? 5.10-ur sem eru ekki beint auðtryggjanlegar en eru oft klifnar og vel hægt að tryggja ef menn vita hvað á að fara hvar. Hvað með leiðir eins og t.d. Sónötuna. Erfiðasta leiðin í Stardal en er eiginlega aldrei klifin vegna þess að hún er framan á stuðli og það þarf að tryggja í sprunguna við hliðina.
  Í leiðarvísi Ísalp um íslensk klifursvæði eftir Björn Baldursson og Snævarr Guðmundsson segir um Stardal: „Í Stardal er og verður ekki boltað.“
  Ég er á því að það eigi að láta eldri leiðir algjörlega í friði í Stardalnum nema etv með örfáum undantekningum. Sónatan og Klaufin (er það ekki leiðin sem þú ert að tala um Palli…“sem engin hefur klifið síðan“) eru eiginlega einu dæmin sem mér dettur í hug. Það væri hinsvegar hægt að bolta nýjar línur sem ekki hafa verið klifraðar áður, t.d. í Leikhúsinu.

  #48816
  2806763069
  Meðlimur

  Þið eruð allir aumingjar og það að einhverjum detti í hug að bolta í stardalnum er eingöngu staðfestin á því. Til eru klifrarar sem hafa verið að gæla við að klifra línur vestan við Scottinn án þess að borvélar komi þar við sögu.

  Ég skal hinsvegar ræða það að setja upp sig stanza á vel völdum stöðum til að gera klifur á svæðinu aðgengilegra.

  Palli minn, hverskonar aumingja ertu að gera úr ungu strákunum. Er ekki nóg að þeir séu opinberlega vælandi yfir smá run-outi í Valshamri. Er það stefnan að þetta verði allt svo miklar skræfur að engin af ísleiðunum þínum verði nokkurntíman endurtekin, nema af Hardcore og þaðan af eldri refum?

  Klifur er ekki íþrótt fyrir alla, þeir sem ekki geta leikið eftir reglunum ættu að spá í að taka upp golf (sem er víst líka íþrótt).

  Ég legg til að Ísalp bjóði Leo Holuding og leifið honum að reyna sig við eitthvað af þessum leiðum sem þið viljið bolta. Þær sem honum finnst ógerlegar án boltunar mætti svo bolta og ég skal ekki kalla neinn aumingja fyrir það!

  Ef þið tímið ekki að bjóða stráknum eða hann hefur ekki áhuga getið þið líka lesið greinina hans „Shall We Take a Drill“ sem finna má á síðu 90 í The American Alpine Jornal frá árinu 2001.

  Þessari umræðu er hér með lokið (punktur)!

  #48817
  Páll Sveinsson
  Participant

  Hvenær fóru Hnappavallarotturnar síðast í dalin?
  Hvenær fór einhver undir 30 ára 5.10 leið í dalnum?
  Það er staðreind að það eru ekki nema byrjendur og ellismellir sem klifra þar.
  Það væri nær að poppa dalin upp og gera hann að mekka klettaklifurs á íslandi staðin fyrir að
  bruna austur í rigningar og rok-rasskat.

  Dalurinn er eitt af beistu klifur svæðum landsins og synd að engin klifri þar.

  Palli á nóg af boltum.
  Vantar bara borvél ef eihver vill lána?

25 umræða - 1 til 25 (af 31)
 • You must be logged in to reply to this topic.