Home › Umræður › Umræður › Almennt › Stjórn ÍSALP › Re: svar: Stjórn ÍSALP
Góðir hálsar,
Nú á síðustu misserum hafa margir góðir menn komið að máli við mig í þeim tilgangi að hvetja mig til stjórnarsetu í Íslenska alpaklúbbnum. Ég hef rætt þetta mál við fjölskyldu mína og fengið þaðan góðir undirtektir og stuðning.
Stuðning sem hefur gert mér kleift að taka ákvörðun. Ákvörðun er varðar alla sem bera hug til fjalla.
Ég, Freyr Ingi ætla að demba mér í formannsslaginn.
Starfsmenn kosningaskrifstofu minnar hafa sett upp kynningarefni á mínum síðum og hvet ég ykkur fjöll til að líta þangað inn og þiggja sjónræna veislu í boði styrktaraðila minna.
Fylgist með síðunni á næstu dögum þar sem ég mun stinga að einu kosningaloforði á hverjum degi fram að aðalfundinum.
Takk fyrir,
Freysi
p.s
kjóstu mig!