Stjórn ÍSALP

Home Umræður Umræður Almennt Stjórn ÍSALP

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46219
  Skabbi
  Participant

  Nú líður senn að hinum margrómaða Aðalfundi ÍSALP. Meðal efnis á dagskrá er kosning 7 manna stjórnar. Fram að þessu hefur ekkert heyrst frá sitjandi stjórnarmönnum um það hverjir hafi hug á áframhaldandi stjórnarsetu og hverjir vilja losna undan oki ábyrgðarinnar.

  Sjálfur get ég vel hugsað mér að starfa meira fyrir ÍSALP en ég geri. Spurningin er bara hvort stöður séu á lausu eða hvort ryðja þurfi öðrum eldhugum úr vegi.

  Allez!

  Skabbi

  #51053
  Anonymous
  Inactive

  Þú ert í mjög góðri aðstöðu því mér sýnist verða úskipting á stjórnarliðum í ár og alltaf hægt að taka inn áhugasama menn og konur í stjórn.
  Kveðja Olli

  #51054
  1704704009
  Meðlimur

  Góður punktur. Reyndar hafði ég tilkynnt í einni fréttinni fyrr í vetur að ég hefði hug á áframhaldandi formennsku, þannig að afstaðan er skýr hvað mig snertir. Svo er það í höndum Aðalfundar hvort klúbburinn vill sama formann áfram og mótframboð eiga auðvitað að líta dagsins ljós til að gera þetta spennandi.

  Annars eru tvö ný framboð komin til almennrar stjórnarsetu en í Aðalfundarboðinu um daginn gleymdist að geta þeirra og beðist er velvirðingar á því lögbroti.

  En varðandi sitjandi stjórnarfólk, þá væri ágætt að spinna þráð um það hér. Stefán hyggst fá lausn, og Ágúst Þór sömuleiðis. Viðar hyggst bjóða sig fram til lengri setu. Olli, Annarmaría og Magnús gætu skotið hér inn lokasvari sínu. Síðan að taka allt saman og senda þessar upplýsingar með ítrekunarfundarboði.

  #51055
  2412773219
  Meðlimur

  Ég hef hug á að fá lausn frá stjórnarstörfum ÍSALP.

  kveðja
  Magnús

  #51056
  Skabbi
  Participant

  Halló

  Það verður augljóslega talsverð endurnýjun í stjórn ÍSALP á komandi aðalfundi.

  Gaman væri að heyra frá fleiri fjallapólitíkusum sem hafa hug á stjórnarsetu.

  Skabbi

  #51057
  1908803629
  Participant

  Sælir garpar,

  Til upplýsinga er ég einn af nýjum frambjóðendum til stjórnar Ísalps en ég tilkynnti það formlega til formannsins í janúar.

  Ég geri ráð fyrir því að fáir í Ísalp þekki mitt nafn þar sem ég er hálfgerður nýliði í félaginu, búinn að vera meðlimur í 2-3 ár og ekki farið mikið fyrir mér. Ég hef aðallega verið sýnilegur í Klifurhúsinu þar sem klifrið er mitt helsta áhugamál en því til viðbótar stunda ég hina ýmsu útivist af mismiklum krafti.

  Ástæða fyrir því að ég býð mig fram er vegna mikils áhuga á starfi félagsins og því sem það stendur fyrir. Það að ég sé „nýliði“ er að ég tel kostur þar sem ég tel mig geta gegnt óformlegu hlutverki sem fulltrúi nýliða og „afþreyingar útivistarmannsins“ sem væri ágætis mótværi við hinn „harðkjarna“ hóp sem situr (væntanlega) í stjórn. Ástæða fyrir því að ég nefni þessar áherslur er að mér hefur fundist vanta betra „aðgengi“ fyrir þennan stóra hóp inn í félagið, a.m.k. hef ég upplifað það þannig.

  Ég tel mig hafa reynslu, bæði úr atvinnulífinu og öðru félagsstarfi sem getur nýst þessu félagi.

  Ég vona að þetta sé ekki túlkað sem áróður en mér finnst eðlilegt að gera stuttlega grein fyrir mér fyrir fundinn.

  Ágúst Kristján Steinarrsson

  #51058
  2502614709
  Participant

  Þetta er gott – nóg framboð af fólki. Formaðurinn hefur skilað góðu starfi – vek athygli á öflugri grein eftir hann í mogganum síðasta fimmtudag (1feb) á fjölmiðlasíðunni. Þar sem hann ver litla manninn og ræðst gegn einelti……
  Hvet okkur öll til dáða í baráttunni framundan. Nú þarf að sprengja upp brýrnar á Kili og endurheimta eitthvað af hálendinu aftur – og enga malbikaða hálendisvegi takk.

  #51059
  Smári
  Participant

  Ég hef einnig skilað inn mínu framboði til stjórnar. Ég er frekar nýr félagi í klúbbnum eins og Ágúst meira að segja búinn að vera svipað lengi í klúbbnum og hann. Ástæðan fyrir að ég hef ekki verið mjög sýnilegur í starfi klúbbsins fyrr en nú í haust (hef mætt á einn fund og eina klifurferð) er sú að ég hef búið erlendis (Noregi) þar sem ég hef verið í námi undanfarin 3 ár. Í vor lauk ég meistaraprófi í íþróttafræðum með áherslu á útivist.
  Nú er ég aðjunkt við KHÍ (íþróttabraut) og kenni þar fagið útivist.

  Ástæðan fyrir því að ég hef áhuga að starfa í stjórn ÍSALP er brennandi áhugi á fjallamennsku og langar að leggja mitt að mörkum til að breiða út „fagnaðarerindið“ og vinna að einu meginmarkmiði ÍSALP (í upphafi allavega), að efla áhuga almennings á fjallamennsku.

  Hlakka til að hitta fólk á aðalfundinum.

  Smári

  #51060
  Freyr Ingi
  Participant

  Góðir hálsar,

  Nú á síðustu misserum hafa margir góðir menn komið að máli við mig í þeim tilgangi að hvetja mig til stjórnarsetu í Íslenska alpaklúbbnum. Ég hef rætt þetta mál við fjölskyldu mína og fengið þaðan góðir undirtektir og stuðning.
  Stuðning sem hefur gert mér kleift að taka ákvörðun. Ákvörðun er varðar alla sem bera hug til fjalla.

  Ég, Freyr Ingi ætla að demba mér í formannsslaginn.

  Starfsmenn kosningaskrifstofu minnar hafa sett upp kynningarefni á mínum síðum og hvet ég ykkur fjöll til að líta þangað inn og þiggja sjónræna veislu í boði styrktaraðila minna.

  Fylgist með síðunni á næstu dögum þar sem ég mun stinga að einu kosningaloforði á hverjum degi fram að aðalfundinum.

  Takk fyrir,
  Freysi

  p.s

  kjóstu mig!

  #51061
  1704704009
  Meðlimur

  Bitist um allar stöður. Naumast lætin. Þetta er fremur fáheyrt – en jafnframt frábært fyrir okkar ágæta klúbb.

  Gaman væri líka að sjá framboð af hálfu kvenna á þessum vettvangi. Strákar hafa tekið vel við sér, augljóst er það. En allt er galopið. Það er ástæða til að hvetja konur líka til að tilkynna framboð. Til stjórnar. Til formennsku. Til nefndarstarfa.
  -Sjáumst á aðalfundi.

  #51062
  Skabbi
  Participant

  Nú hefi ég ekki skilað formlegu framboði til stjórnar ÍSALP. Ég geri það því hér með og vona að það verði tekið gott og gilt.

  Hafi menn áhuga á að vita hvernig ég lít út eða hvað ég hef verið að gera bendi ég á myndasíðuna mína:

  http://www.vonlausa.org/gallery/view_album.php?set_albumName=album24

  Áhugi minn á að komast í stjórn ÍSALP er sprottinn af öðru meiði en þeirra félaga, Ágústs Kristjáns og Smára. Það er gott og gilt að vilja auka áhuga almennings á fjallamennsku og auka aðgengi nýrra félaga að ÍSALP. Ég aftur á móti hef meiri hug á að hlúa að þeim sem þegar eru aktífir í klifri og fjallamennsku.

  Það er tvennt sem mér finnst að gjarnan megi bæta. Útgáfa ársritsins hefur legið niðri í nokkur ár og er það miður. Ég veit að félagar ÍSALP liggja á miklu efni sem hægt er að gefa út. Ársritin eru stórmerkileg heimild um framþróun fjallamennsku á Íslandi, þau verða að halda áfram að koma út.

  Starfsemi ÍSALP byggist fyrst og fremst á virkum félögum. Það þarf ekki endilega að gerast undir formerkjum ÍSALP í skipulögðum ferðum. Það sést best á umræðusíðunum að loknum góðum helgum til fjalla. Mér finnst að félagið mætti gera meira í því að hrista menn saman, hafa opin hús, myndasýningar og almenna hittinga.

  Þannig er nú það. Ef fram fer sem horfir verður pláss fyrir okkur alla í stjórn ÍSALP. Svo er bara að sjá hvort ný stefna verði tekin með nýrri áhöfn.

  Að lokum hvet ég alla félagsmenn og konur til að mæta á aðalfundin, hvort sem þið eruð „afþreyingar útivistarmenn“ eða „hardcore fjallagarpar“.

  Allez!

  Skabbi

  #51063
  Anonymous
  Inactive

  Mér finnst þessi áhugi alveg frábær. Undanfarin ár hefur verið virkilega erfitt að fá fólk til starfa í stjórninni og núna allt í einu vilja allir í hana og er það ekkert annað en tær snilld.
  Varðandi Ísalp ársritið þá hefur það gengið sorglega illa undanfarin ár að koma út ársriti. Ritnefndin var og er í dái og þeir sem störfuðu í henni komnir í önnur verkefni. Ritnefndin kvartaði sáran á sínum tíma yfir því að virkilega illa gengi að ganga á eftir fólki með greinar sem það hafði lofað í ritið. Ég sé fram á að aðalfundurinn í næstu viku verði bara skemmtilegasti aðalfundur í langan tíma og það var sko kominn tími á það!!!!!!!
  Ísalp kveðjur. Olli

  #51064
  0808794749
  Meðlimur

  Kæru fjallakonur og menn.

  Hér er greinilega allt að gerast.

  Ég held ég geti bara ekki lengur á mér setið og bíð mig hér með fram til stjórnarstarfa.

  Sé ekki beint ástæðu til að skilgreina mig sem ,,afþreyingar útivsitarkonu“ eða ,,hardcore fjallagarp“. Ætli ég eigi ekki mínar mjúku og eilítið harðari hliðar eins og flestir.

  Ég er sammála Skappa í því að leggja meiri áherslu á hittinga. Það er svo gefandi að blaðra um ný og gömul afrek yfir kaffibolla!

  Talandi um ársritið. Ég veit um marga sem luma á efni sem ætti erindi í ársritið. Spurning um að ýta á rétta takka…jú og spyrja þá kannski líka.

  Ég tel að ársritið sé gömul og skemmtileg hefð sem mikilvægt er að halda í. Það er líka mun skemmtilegra að fletta góðu ársriti en að vafra um víðáttur netheims.

  Margt gott hefur verið gert undir merkjum ÍSALP en ég sé líka fullt af möguleikum sem gaman væri að fá að vinna að.

  Bless í bili.

  p.s. ég mun skella nokkrum myndum inn á ,,mínar síður“ ef einhver er forvitinn að sjá smettið á mér!

  #51065
  Freyr Ingi
  Participant

  Rétt þetta!!

  Eru þetta ekki beisikklí þau mál sem við þurfum að skoða.

  -Festivöl

  -Ársrit

  -Árshátíð

  -Skipulagðar myndasýningar´

  -Tryggingar

  -Tópóar

  Svona í fljótu bragði séð.

  F.

  #51066
  Skabbi
  Participant

  Ég bið Sveinborgu hjartanlega velkomna í slaginn!

  Rétt í þessu barst mér tölvupóstur frá núverandi stjórn, hvar hnykkt er á komandi aðalfundi.

  Þar kemur fram að tveir ágætir herramenn sækjast eftir formannsstólnum. Einnig kemur þar fram að 4, þar á meðal ég, sækjast eftir setu í 7 manna stjórn.

  Í færslu Örlygs hér að ofan kom fram að Viðar Helgason gefur kost á sér til setu í stjórn, þó að það hafi ekki komið fram í umræddum tölvupósti. Eins hefur Sveinborg tilkynnt framboð sitt. Mér reiknast því til að 6 manns séu í framboði, hið minnsta.

  Nú segir í lögum ÍSALP: „Kjörtímabil formanns og fjögurra meðstjórnenda er tvö ár en tveggja meðstjórnenda eitt ár.“
  Ljóst er að 3 af núverandi stjórnarmönnum ganga úr stjórninni en hvernig er með þá sem eftir sitja? Hverjir eiga fast sæti og hverjir eru að losna? Svo ég smætti spurninguna enn frekar; hversu margir sækjast eftir hve mörgum sætum í stjórn?

  Enn sem komið er hefir ekkert heyrst af áformum þeirra Olla (Þorvaldar) og Önnu Maríu hvað varðar stjórnarsetu. Eins þætti mér sem meðlimi í ÍSALP og frambjóðenda til stjórnar áhugavert að fá frekari deili á Henrý Hálfdánarsyni, sem einnig hefur tilkynnt framboð.

  „Amma, spurðu ekki hvað Amríka getur gert fyrir þig, heldur hvað þú getur gert fyrir Amríku!“

  – Baddi í Djöflaeyjunni

  Allez!

  Skabbi

  #51067
  1704704009
  Meðlimur

  Tölvupósturinn var sendur af undirrituðum eins og að var stefnt og tilkynnt áður. Engin er uppstillinganefndin til að annast þessi mál eins og reglur gera ráð fyrir. En fyrr hafði ég ekki þrýst á „send“ hnappinn um framboðin í umræddum tölvupósti en nýtt framboð Sveinborgar var tilkynnt hér. Það má draga þá ályktun að fleiri framboð muni berast allt fram á síðasta dag og líklega vert að láta bara svona tölvupósta eiga sig.
  Og nafn Viðars Helgasonar átti auðvitað að vera í umræddum tölvupósti. Allir hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á því.

  Nokkuð ljóst að þörf verður á að kjósa uppstillinganefnd á aðalfundi sem annast þessi framboðsmál.

  #51068
  Anonymous
  Inactive

  Sæll Skabbi!
  Þú spyrð um hverjir séu búnir með kjörtímabilið sitt og hverjir ekki. Varðandi mig þá hef ég ekki minnstu hugmynd um það. Ég er búinn að vera ansi lengi í stjórninni og er alveg til í að láta fundarmeðlimi kjósa um það hvort ég verði áfram eða ekki. Ef þeir telja að aðrir geti unnið betra starf en ég þá er það bara hið besta mál mín vegna. Ég er lýðræðissinni og er alveg til í að láta lýðræðið ráða hér. Ég er ekki svo galinn að halda að ég eigi frátekið sæti í stjórninni um aldur og æfi.
  Svona á þetta að verða smá hasar og líf í tuskunum!!!!
  Ísalp kveðjur Olli

  #51069
  1704704009
  Meðlimur

  Eftir smákönnun á ástandinu mun þetta á borðinu:
  -Þorvaldur var kosinn 2002 (skv. fundargerð aðalfundar 2006)og hefur tvívegis fengið setuna endurnýjaða, síðast árið 2006 og situr því til 2008. NEMA hann hafi verið kjörinn til eins árs í það skiptið. Það veit enginn og þannig er það bara. En til að höggva á þennan andstyggilega hnút og nagandi óvissu – ekki síst í ljósi þeirrar kosningakátínu sem Þorvaldur er haldinn – er eðlilegt að líta við svo á sæti hans sé laust og þar með er niðurstaðan og hana nú:

  -Samningar lausir á öllum sætunum sjö
  -Alls eru níu framboð:

  Ágúst
  Freyr
  Henrý
  Skarphéðinn
  Smári
  Sveinborg
  Viðar
  Þorvaldur
  Örlygur

  #51070
  Karl
  Participant

  Þetta er til stakrar fyrirmyndar.
  Hugsið ykkur bara uppsafnaða gæfu Ísalp, ef frambærilegir menn hefðu alltaf beðið í lange baaner til að manna stjórnina…!
  -Þá hefði amk ekki þurft að Sjanghæja mig og aðra ódrætti til þessara verka á sínum tíma …

  Heyr, heyr.

  (Ónefndur frambjóðandi leit við hjá Thule í vikunni. Hann sýndi 1964 módelinu af KEA grænum Landróver, sem stóð þar á planinu, ískyggilega mikla athygli. Grunar mig að þar sé á ferðinni Framsóknarmaður.)

  #51071
  1709703309
  Meðlimur

  Henrý hefur dregið framboð sitt til baka vegna anna á öðrum vígstöðvum.

  Kv.,
  Stefán Páll
  fráfarandi stjórnarmaður

  #51072

  Verst ad missa af adalfundi í ár thar sem svona mikid er ad gerast og ferskir vindar leika um klúbbinn. Geri ekki rád fyrir ad haegt sé ad kjósa utankjorstadar :)

  Ég er staddur í Viñales á Kúbu. Hef verid hér sídustu vikur ad klifra og verd tvaer í vidbót. Thetta er heimsklassa klifursvaedi. Craig Luebben og fleiri kappar hafa verid ad setja upp leidir hér og enn er grídarlega mikid af „potential“ svaedum eftir. Thetta gaeti ordid ad algerri paradís ef loggjafinn hér og hans undirsátar vaeru adeins lidlegri. Verid ad vinna í theim málum.

  Kv. Bjorgvin

  #51073
  1704704009
  Meðlimur

  Úr því að minnst er á utankjörfundaratkvæði, má taka það fram að þetta er í annað sinn á jafnmörgum dögum sem hugmynd berst um slíkt. Það er hins vegar ekkert um utankjörfundaratkvæði að finna í lögum Ísalp. Aðalfundurinn er eini vettvangurinn þar sem leiða mætti svona til lykta – þ.e. leyfa utankjörfundaratkvæði eður ei.
  En eitt praktískt atriði að lokum, sem rétt er að taka fram; lög félagsins leyfa bara þeim sem hafa borgað árgjaldið að bjóða sig fram og sama gildir um þá sem vilja kjósa á aðalfundinum. Semsagt ekki gleyma að borga árgjaldið.

  #51074
  0607625979
  Meðlimur

  Ég kom inn til eins árs í stjórn og það tvisvar. Ég er búin með mitt þannig séð. Ég vil gjarnan að nýtt fólk komi inn í stjórnina og ætla ekki að gefa kost á mér því annað er á döfinni í mínu lífi.
  Vonandi gefa enn fleiri kost á sér en hafa þegar gert.

  Svo vil ég koma með einn íslensku tungu punkt:
  Við erum öll FJALLAMENN en skiptumst í fjallaKARLA og fjallaKONUR. Ég skil ekki að karlmenn afkynji sig svo að þeir séu bara kallaðir menn, þetta er eins og með hesta. Þeir sem eru bara hestar „they got no balls.“

  e.s. En þetta þýðir þó ekki að allir kk séu eins og Karl okkar Ingólfsson.

  #51075
  Smári
  Participant

  Er kominn greiðsluseðill fyrir 2007? Ef svo er hef ég ekki greitt hann og þarf að fá að greiða árgjaldið á annan hátt.

  kv. Smári

  #51076
  1709703309
  Meðlimur

  Greiðsluseðill fyrir 2007 hefur ekki verið sendur út.

  Fyrir aðalfundinn gildir að hafa greitt fyrir árið 2006. Ef fjallamenn eiga eftir að greiða þá geta þeir komið með kr. 3.400;- í beinhörðum peningum og gert upp á fundinum.

  Einnig er hægt að greiða í heimabanka á reikning, munið að koma með kvittun;
  5806750509
  0111-26-001371

  Kv.,

  Stefán Páll
  gjaldkeri

25 umræða - 1 til 25 (af 25)
 • You must be logged in to reply to this topic.