Re: svar: lifbrauð Sigurðar Kára

Home Umræður Umræður Almennt Hálendisgangan kl: 17.00 Re: svar: lifbrauð Sigurðar Kára

#47776
2202605779
Meðlimur

Sigurður Kári hlýtur vonandi að kynna sér málið úr því hann hefur svona mikinn áhuga á því. Hann vissi til dæmis ekki það sem var í fréttunum í haust, að talið um að Dettifossi yrði sökkt var til komið vegna mistaka við val á mynd í grein um málið í erlendu tímariti, þar sem var mynd af Dettifossi. Það var beðist afsökunar á því, ekki veit ég hvaða´“sérfræðingur“ fullyrti eitthvað um þetta. Ef virkjanasinnar vilja vera málefnalegir og forðast „kjánalegar alhæfingar“ ættu þeir að gera könnun á því hvað bílaflotinn léttist mikið þegar álverið í Hvalfirði tók til starfa og hvað mikið dró úr kolabrennslu í Kína eins og „íslenska ákvæðið“ í Kíoto-bókuninni gengur út á og byrta það síðan því það er meðal þess sem þeir nota máli sínu til stuðnings. Ég veit að þetta mál er vel og vandlega athugað af þeim sem eiga hlutabréf í verktakafyrirtækjum sem koma að þessu og þeir vita hvenær þeir eiga að selja þau og fjáresta annars staðar þegar allt er búið hér…og reyðfirðingarnir sem bíða eftir því að fasteignaverð hækki, þegar álverið kemur, svo þeir geti selt og flutt suður.;-)