Hálendisgangan kl: 17.00

Home Umræður Umræður Almennt Hálendisgangan kl: 17.00

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46587
  Jokull
  Meðlimur

  Munið Hálendisgönguna sem fer frá Hlemmi niður á Austurvöll kl 17.00 í dag fimmtudag. Mætið með þokulúðrana, flautur eða bara raddböndin vel þanin.
  Berjumst bræður berjumst.

  Ps: Dúllarinn og Brekkusnigillinn sérlega velkomnir.

  Kveðja

  Jökull Bergmann

  #47770
  0605734419
  Meðlimur

  Þúfur eða þróun,fuglar eða fólk.
  sumt fólk þarf vinnu,það geta ekki allir lifað af listamanna launun eða selt hundasúrúr og lifað af því.

  Kær kveðja Siggi Kári

  #47771
  Karl
  Participant

  Það er nú málið siggi, -það þurfa allir vinnu.
  Þetta hugsuðu líka kommarnir í sovétinu forna og fóru á alsherjar þungaiðnaðartripp því fólk þurfti jú vinnu.
  Þeir sem eru kommnir upp úr þessu kommahjólfari eru flestir hinsvegar búnir að átta sig á því að samfélög þurfa verðmætasköpun. Vinna án verðmætasköpunnar er til lengdar gagnslaus til framfærslu.
  Slagurinn um Kárahnúkavirkjun snýst einmitt um verðmætasköpun Kárahnjúkavirkjunar. Arðseminn af þeirri framkvæmd er með þeim eindæmum að jafnvel fjármálastjóru LV meðgekk að ekkert einkafyrirtæki myndi leggja pening í virkjunina ef það ætti að hafa sitt lifibrauð af raforkusölunni. Slík er nú verðmætasköpunin.
  Og þegar einnig er verið að fórna gríðarlegum náttúruverðmætum sem nýst geta á komandi tíð til verðmætasköpunnar án mikilla fjárfestinga þá er mér ófært að sjá ljós verðmætasköpunarinnar kvikna á stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar.
  Ef þú hinsvegar sérð framtíðina í þeim svarthvíta tón að vinna í kerskála eða ella tína hundasúrur þá átt þú eindregið að fylgja þinni sannfæringu og taka þann kostinn er þér þykir vænlegri.
  Við sem sjáum lífið í lit og ætlum hvorki í kerskála eða hundasúrur veðjum samt á fegurð og arðsemi þegar það fer saman, -án þess að gera okkur nokkrar vonir um listamannalaun. Slíkt hét í mínu umdæmi að vera hefðbundinn kapítalist sem mér finnst alltaf vera hrósyrði.

  #47772
  0301793239
  Meðlimur

  Það á að byggju virkjun!

  #47773
  Karl
  Participant

  Það er greinilegt að menn trúa enn á alræði öreiganna.
  Ég er bara þannig innrættur að mér finnst nauðsynlegt að hægt sé að græða á þessu… – en slíkt hefur aldrei staðið í kommunum…

  #47774
  0605734419
  Meðlimur

  Lifibrauð ? Já, ég þarf að vinna fyrir mér eins og flestir mætir menn – þannig er lífið Karl Ingólfsson, a.m.k. hjá flestum okkar.
  Hálendisganga ? Frá Hlemmi niður á Austurvöll ? Athyglisvert. Þetta er eins og með sérfæðinginn sem hélt því fram að Dettifossi yrði sökt með tilkomu Kárahnjúkavirkjunnar. En til að taka allan vafa af, Karl og félagar, þá er Hlemmur ekki á hálendinu og hvað þá síður Austurvöllur, en kannsi erfitt að ætlast til þess að menn viti það ? eða hvað ? Karl talar um verðmætasköpun. Án þess að fara að koma af stað ritdeilum við Karl Ingólfsson þá ráðlegg ég honum að kynna sér málin vel og vandlega áður en hann ræðst fram á ritvöllinn með dylgjur, fordóma og kjánalegar alhæfingar. Karl ! Það væri ekki farið af stað með þessar framkvæmdir nema að vel og vandlega athuguðu máli, vertu nú málefnalegur og kynntu þér hlutina áður en þú slærð um þig með svona bulli.
  En svona þess utan, er eitthvað að frétta af ís einhverstaðar og hafa menn verið að klifra. Kær kveðja austan járntjalds, n.t.t Litlu-Moskvu, Siggi Kári

  #47775
  0304724629
  Meðlimur

  Það er nú meira endemis bullið í þér félagi…

  Ég verð nú að játa að hafa ekki kynnt mér staðreyndir málsins í þaula. Hinsvegar er athyglisvert að þú hrekur ekki staf af því sem Kóngurinn hélt fram. Kynntu þér málið sjálfur og láttu svo í þér heyra.

  Hér er ís og vertu velkomin anytime!

  Baráttukveðjur að vestan

  #47776
  2202605779
  Meðlimur

  Sigurður Kári hlýtur vonandi að kynna sér málið úr því hann hefur svona mikinn áhuga á því. Hann vissi til dæmis ekki það sem var í fréttunum í haust, að talið um að Dettifossi yrði sökkt var til komið vegna mistaka við val á mynd í grein um málið í erlendu tímariti, þar sem var mynd af Dettifossi. Það var beðist afsökunar á því, ekki veit ég hvaða´“sérfræðingur“ fullyrti eitthvað um þetta. Ef virkjanasinnar vilja vera málefnalegir og forðast „kjánalegar alhæfingar“ ættu þeir að gera könnun á því hvað bílaflotinn léttist mikið þegar álverið í Hvalfirði tók til starfa og hvað mikið dró úr kolabrennslu í Kína eins og „íslenska ákvæðið“ í Kíoto-bókuninni gengur út á og byrta það síðan því það er meðal þess sem þeir nota máli sínu til stuðnings. Ég veit að þetta mál er vel og vandlega athugað af þeim sem eiga hlutabréf í verktakafyrirtækjum sem koma að þessu og þeir vita hvenær þeir eiga að selja þau og fjáresta annars staðar þegar allt er búið hér…og reyðfirðingarnir sem bíða eftir því að fasteignaverð hækki, þegar álverið kemur, svo þeir geti selt og flutt suður.;-)

  #47777
  Jón Haukur
  Participant

  Athyglisvert að fá sjónarmið Austfirðinga inn í umræðuna, það sem er jafnvel enn athyglisverðara fyrir Kalla ferðabónda og fleiri glóbal þenkjandi Lendinga er þessi gistináttaskattur sem hinn armurinn á reddingaflokki austursins er að fara að setja á til þess að bæta aðstöðu á ferðamannastöðum. Á meðan fær álverið hvers kyns ívilnanir í formi niðurfellinga á fasteignasköttum og öðrum eðlilegum gjöldum. (Kannski verður borgaður gistináttaskattur af kampinum upp frá og Reyðarfirði?). Sama á reyndar við um virkjunina því ákaflega fátæklegir skattar eru borgaðir af þeim rekstri sem er jú ein forsenda fyrir meintum arðsemisreikningum. Það væri fróðlegt ef ferðaþjónustubóndinn kæmi nú með nokkrar staðtölur um VIRÐISAUKA í ferðaþjónustu miðað við þundaiðnað á landinu. Því það er jú það sem verður eftir í buddunni sem er heila málið, allt annað er bara volgra í skónum sem síðan kólnar.

  Það er gott og blessað að virkja og það á að halda því áfram, en þá skulum við vera vissir um að við berum eitthvað úr býtum annað en tímabunda þenslu og ofurvexti meðan á því stendur. Þannig á eðlilegur kapítalismi að virka, allt annað er fyrirgreisla og forsjárhyggja sem hefur sýnt sig að skila takmörkuðum árangri.

  kveðja úr Reykvískri rigningu Ragnar Reykás…

  #47778
  Karl
  Participant

  Takk fyrir skrifin félagar, greinilegt að ístólin ryðga í suddanum en“penninn“ látinn bíta (hér er Sig Kára (sem af skarpskyggni benti á að Hlemmur og Austurvöllur eru ekki á hálendinu) bent á að hugtakið „penni“ er hér notað yfir hvers kyns skriffæri).

  Ég er einn þeirra sem nýtur ekki skattaívilnana sem virkjanir og afoxunarfabrikkur njóta.
  Á meðan ríkisstjórnin er að berja raforku og málmbræðslusamningunum leið í gegnum samkeppnisstofnun Evrópusambandsins þar sem meðlag ríkissjóðs er metið í milljörðum er ég í þeirri stöðu að selja íslenskar skattaálögur til útlanda.

  Við kostnaðargreiningu á rekstri Thúle kemur í ljós að 1/10 hluti af rekstrarkostnaði ferða sem seldar eru erlendis er hreinn virðisaukaskattur sem fer beint í ríkiskassann.
  Ferðaþjónustan er þannig eina útflutningsgreinin sem gert er að selja þennan skatt inn á alþjóðlegan samkeppnismarkað á meðan allur fisk og málm útflutningurinn og þ.a.l. veiðarnar og raforkuvinnslan sem að baki liggur skilar ekki krónu í vsk. Að auki leggjast umferðarskattar harðar á ferðaþjónustuna en aðrar útflutningsgreinar en umferðarskattar eru mun hærri en framlög til umferðarmála. Öll önnur skattheimta er einnig mun hærri á ferðaþjónustu en raforkuframl og stóriðju. T.a.m. borgar LV ekki tekjuskatt og fasteignagjöld eru einungis greidd af litlu hluta mannvirkja LV. Það er í raun sama hvernig litið er á þessa virkjunarstefnu, -þetta er undirmáls kommúnismi sem keyrður er fram af patentlausnapólitíkusum sem skilja ekki hlutverk sitt.

  Oft slengja stóriðjusinnar fram frasanum „hvað á þá að gera ef ríkisvaldið á ekki að virkja og hvaða atvinnu eigum við þá að stunda? -og hvað á þá að koma í staðin?“
  Ég er sjálfur það hægri sinnaður að mér finnst að það eigi ekki að benda á einhverja ferkanntaða patentlausn í staðin. -það ætti þá helst að benda mönnum á að tína hundasúrur!!!!
  Málið er að ríkisvaldið á einfaldlega að setja almennar reglur og búa í haginn fyrir þá einstaklinga og fyrirtæki sem hyggja á rekstur. slíkar aðgerðir eigaq að vera almennar og nýtast öllum.
  Þannig mætti fyrirtæki sem hefði hug á raforkuframleiðslu gera slíkt ef það greiddi hæfilegt auðlindagjald en væri að öðru leyti látið fylgja sömu markaðsforsendum og annar rekstur.
  Ríkisframkvæmdin við Kárahnjúka sem skilar nær engu í ríkiskassan getur að hámarki skilað 1-2% hagnaði umfram vaxtagjöld skv uppgefnum tölu LV.
  Slíkt er ekki alvöru bisness og er eingöngu stundaður af þeim sem hösla með annara fé.

  Sá mynd af Jökla í fréttablaðinu í dag …..Synd að þeir á Borgarspítalanum notuðu ekki tækifærið og skelltu á hann öðrum haus (það hefti tildæmis mátt setja á hann lítið notaðan haus af e-h framsóknarmanninum) efftir að hann labbað með hausinn undir hendinni til byggða í fyrra…..

  #47779
  0405614209
  Participant

  Ég sjálfur spái því að þegar öllum þessum framkvæmdum er lokið og komin er risastór virkjun með lóni hálffullu af drullu og svo álver að þá verði statusinn svona:
  * Þenslan verður um garð gengin og fólkið gargar á meiri framkvæmdir og meiri þenslu. Landsvirkjun stingur uppá því að Hvítá verði virkjuð og til vara stinga þeir uppá að sett verði lög þess efnis að öllu vatni verði bannað að renna óvirkjuðu til sjávar. Jafnvel treggáfuðustu alþingismenn gapa í forundran.
  * Við venjulegir Íslendingar borgum töluvert hærri vexti en í dag.
  * Starfsmenn í álverinu verða: a) Króatar á dagvakt b) Serbar á næturvakt og c) Pólverjar í mötuneytinu
  * Árið 2006 (ár svampsins) eða 2007 (ár roðhæsnisins) brýst út blóðugt stríð milli dag- og næturvaktar í álverinu. Menn eygja tækifæri til að bjarga öllu í horn með að fara fram á stríðsskaðabætur frá EES og EB og jafnvel SÞ sem sent hefur fjölmennt herlið til að reyna að halda skikki á ástandinu.
  * Í upphafi ársins 2008 rekur alla í rogastans þegar miklir jarðskjálftar verða undir Vatnajökli og í kjölfarið kemur eldgos og svo risaflóð sem sópar stíflunni og öllu draslinu út á hafsauga. Engin ummerki mannanna verka verða sjáanleg nema lítill stálnagli sem stendur uppúr steini.
  * Menn fallast í faðma og eru sammála um að svona vitleysa verði aldrei gerð aftur.
  * Samþykkt verður á þjóðþingi síðla árs 2008 sem haldið verður á Þingvöllum að gera Ísland að ferðamannalandi.

  Ég lofa því að éta hattinn minn ef ofanritað gengur ekki eftir í heild sinni.
  Halldór Kvaran, spáfulltrúi almættisins

11 umræða - 1 til 11 (af 11)
 • You must be logged in to reply to this topic.