Re: svar: Ísklifurfestival

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifurfestival Re: svar: Ísklifurfestival

#49304
Anonymous
Inactive

Það sem oft hefur verið gert er að taka staði eins og Haukadalinn, Suðaustur hornið (Skaftafell,Berufjörð etc..) og síðan er Kaldakinn. Þannig er hægt að veðja á að einhver af þessum stöðum verður í aðstæðum ef einhver ís verður á landinu eins og lítur nú mjög vel út með núna. Ég mundi vilja stinga upp á Suðausturhorninu sem fyrsta kost og Haukadalinn sem annan kost. Það er búið að klifra talsvert á Snæfellsnesinu. Það er búið að klifrað mikið af leiðum hjá Búlandshöfða milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur og fleiri staði nær Ólafsvík. Einnig er búið að klifra talsvert í Mýrarhyrnunni. Ég veit ekki til þess að það sé búið að klifra mikið á milli Grundarfjarðar og Stykkilhólms. Þessi staður var klifraður í fyrsta Ísklifurferstivalinu þegar rúmlega 40 nýjar ísleiðir litu dagsins ljós sem er sennilega heimsmet(alla vega miðað við höfðatölu he he).