Re: svar: Ísalp til hvers?

Home Umræður Umræður Almennt Ísalp til hvers? Re: svar: Ísalp til hvers?

#49591
0311783479
Meðlimur

Ég held að það myndi aldrei ganga að fara „átsorsa“ því til Útiveru. Á níunda áratuginum var til tímarit sem hét Áfangar og meðal aðila sem stóðu að því voru félagar í ísalp. Það fjallaði um útivist og fjallamennsku á metnaðarfullan hátt, ma. man ég eftir skemmtilegri grein frá ’84 þar eftir Jón Geirs. og Þorsteins (minnir mig) segja frá klifri sínu á Aig. Du Plan. Það lagði upp laupana eftir að hafa reynt að stækka lesendahóp sinn með að fara að fjalla um ferðalög almennt um heiminn.

Held að ársritið sé best tilfallið til að sinna annála ritun ísl. fjallamennsku. Hins vegar er það önnur spurning hvort best sé að gefa þetta út á ársfresti eða strjálla.

Sjálfsskoðun er alltaf góð enda leiðir venjulega til bóta. Varðandi kennsluhlutverk ísalp þá held að því hafi verið komið í gott horf með samstarfi við ísl.fjallaleiðsögumenn. Ég myndi segja að björgunarsveitir veiti lágmarksþekkingu á fjallamennsku, og er það bara ágætt. Ég sótti minn bakgrunn í björgunarsveit en síðan langaði mig að komast lengra í vetrarklifri og fór þá á námskeið hjá ísalp sem var síðan mín innkoma í klúbbinn.

Hérna í Edinborg er ég í alpaklúbbi sem er yfir 100ára gamall og ca. 200 manns í honum. Þeir standa ekki fyrir námskeiðum helda ráðleggja fólki að leita til Glenmore Lodge uppi í Cairngorms(fjallacenter með nokkuð spræka á sínum snærum), þetta samsvarar til nálgunar ísalp á þessu. Starfsemi klúbbins herna er þriþætt: Ferðir(á bar og fjöll) og fyrirlestrar. Ferðirnar eru ein í mánuði og mæting er frá engum upp í svona 15-20. Fyrirlestrar eru einn í mánuði yfir veturinn. Barferðir eru á fyrsta fimmtudegi í hverjum mánuði, reyndar er alltaf farið líka á barinn eftir fyrirlestrana. Klúbburinn á 3 skála í Hálöndunum. Ég myndi segja að mestur partur af honum er helgaður því að vera svona regnhlíf þe. að maður kynnist fólki og fer á fjöll með þeim sem maður hefur kynnst og er með svipaðar hugmyndir um viðfangsefni. Ennfremur að halda þessum social elementum gangandi, enda eru þeir sem eru duglegastir að mæta á fyrirlestrana og barinn oft nær 70tugu en 17.
Aðalatriðið er að það er gott andrúmsloft og auðvelt að kynnast fólki, reyndar eru smá þrep í að ganga inni kúbbinn en það er bara til að menn viti að þeir eru að ganga í fjallakúbb en ekki bróderingarklúbb.

Það sem mér fannst munur á að fara í fyrsta skipti á hitting hjá kúbbnum hér úti og ísalp er hversu miklu betur var tekið á móti manni, þe. ekki horft á mann í fyrsta skiptið og hugsað „þessi er nú óttalega blautur á bakvið eyrun og hefur ekki mígið mikið utan í P5-gráðurnar…“. Það er kannski helst í þessu sem hægt er að bæta sig í heima, fólk þarf að finnast það velkomið.

Her er komið vor og lóan (eða skosk version af henni) syngur í heiði. Menn farnir að dusta rykið af túttunum og farnir að horfa til alpaklettaleiðanna á Sky, ekki þó ég því nú eru vorboðinn ljúfi á næst leiti – prófin :o(

Ekki fleira að sinni…

Annars skora ég á SiggaSkarp (eða SiggaKítti eins og menn eru farnir að kalla hann) á að gefa kost á sér í stjórn ísalp og representa þar skíðafjallamennsku.

-Halli