Ísalp til hvers?

Home Umræður Umræður Almennt Ísalp til hvers?

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45417
  1704704009
  Meðlimur

  Ágætis erindi hjá Helga sem vakti eftirfarandi hugsanir:

  Helgi segir að sér virðist hafa dregið úr ferðum Ísalp undanfarin misseri.
  -Það ber að athuga að undanfarin misseri hefur verið Ísalpferð einu sinni í mánuði á vetrardagskránni. Sumar ferðanna hafa vissulega fallið niður vegna veður – eða þátttökuleysis sem þó getur ekki talist meginorsök þegar allrar sanngirni er gætt. Ísalpferðirnar eru og verða mikilvægur hluti sarfseminnar og um að gera að bjóða upp á reglulegar ferðir.

  Svo segir Helgi: Af ferðum sem eru farnar eru klifurferðir algengastar.

  -Þetta er rétt að því marki sem félagar sjálfir ákveða sín á milli utan dagskrár Ísalp. Og er hið besta mál. Þetta er jú alpaklúbbur.

  Svo segir Helgi um ísklifurfestivalið: Ísklifurfestivalið hefur reyndar verið hálf misheppnað 3 ár í röð vegna ísleysis.
  -Þegar ég ræddi við gamlan skíðaberserk á Ísafirði í vetur sem hefur tekið þátt í árlegri Fossavatnsgjöngu Ísfirðinga síðan á fjórða áratugnum og hann tjáði mér að saga mótsins væri ekki 100% samfelld frá ári til árs vegna aðstæðna, ÞÁ rann upp fyrir mér ljós: Óþarfi að hafa áhyggjur af því þótt eitt og eitt ísfestival falli niður. Svona er nú bara veðurfarið íslenska. Hins vegar er spurning hvort hnika mætti festivalinu til en aðalatriðið er að hætta ekki að bjóða upp á þau.

  Helgi segir líka að áhersla ísalp sé einkum á klifur 70% og almenn fjallamennska 12% miðað við efni ársritanna.
  -Hér má vekja athygli á því að þessi áhersla endurspeglast ekki endilega í ferðum Ísalp. Ef skoðuð er dagskrá 2004/2005 sést að þar eru hlutföllin almenn fjallamennska 80% og klifur 20%.

  Þetta með miðvikudagsfundina og fjörið á gamla Grensásveginum vil ég segja að þannig vildu félagar haga sér þá. Nú ekki. Hins vegar er þörfin fyrir samveru með Ísalp ekki endilega minni nú en þá. Henni er etv fullnægt með öðrum hætti og það er bara breyting á formi en ekki inntaki.

  #49588
  2806763069
  Meðlimur

  Ég bíð bara eftir að ársritið rúlli inn um lúguna hjá mér! Eða á kannski bara að semja við Útiveru um áskrift á alla Ísalp félaga og útgáfu leiðarvísa, upplýsingar um leiðangra og þ.h. stöff?

  Hagsmunir Ísalp og Útiveru gætu svo sannarlega farið saman.

  #49589
  Sissi
  Moderator

  Úje – þá gætum við verið með greinina „Nokkur ráð til að verða betra ársrit“ og eitt af þeim gæti verið „Ef þú getur ekki verið hart í kápunni átt þú ekki skilið af hafa verið prentað“.

  ;)

  #49590
  Páll Sveinsson
  Participant

  úff….
  Það er nú lítð eftir ef ársritið hverfur líka.
  En Útivera er kannski betra en ekkert.

  kv.
  palli

  #49591
  0311783479
  Meðlimur

  Ég held að það myndi aldrei ganga að fara „átsorsa“ því til Útiveru. Á níunda áratuginum var til tímarit sem hét Áfangar og meðal aðila sem stóðu að því voru félagar í ísalp. Það fjallaði um útivist og fjallamennsku á metnaðarfullan hátt, ma. man ég eftir skemmtilegri grein frá ’84 þar eftir Jón Geirs. og Þorsteins (minnir mig) segja frá klifri sínu á Aig. Du Plan. Það lagði upp laupana eftir að hafa reynt að stækka lesendahóp sinn með að fara að fjalla um ferðalög almennt um heiminn.

  Held að ársritið sé best tilfallið til að sinna annála ritun ísl. fjallamennsku. Hins vegar er það önnur spurning hvort best sé að gefa þetta út á ársfresti eða strjálla.

  Sjálfsskoðun er alltaf góð enda leiðir venjulega til bóta. Varðandi kennsluhlutverk ísalp þá held að því hafi verið komið í gott horf með samstarfi við ísl.fjallaleiðsögumenn. Ég myndi segja að björgunarsveitir veiti lágmarksþekkingu á fjallamennsku, og er það bara ágætt. Ég sótti minn bakgrunn í björgunarsveit en síðan langaði mig að komast lengra í vetrarklifri og fór þá á námskeið hjá ísalp sem var síðan mín innkoma í klúbbinn.

  Hérna í Edinborg er ég í alpaklúbbi sem er yfir 100ára gamall og ca. 200 manns í honum. Þeir standa ekki fyrir námskeiðum helda ráðleggja fólki að leita til Glenmore Lodge uppi í Cairngorms(fjallacenter með nokkuð spræka á sínum snærum), þetta samsvarar til nálgunar ísalp á þessu. Starfsemi klúbbins herna er þriþætt: Ferðir(á bar og fjöll) og fyrirlestrar. Ferðirnar eru ein í mánuði og mæting er frá engum upp í svona 15-20. Fyrirlestrar eru einn í mánuði yfir veturinn. Barferðir eru á fyrsta fimmtudegi í hverjum mánuði, reyndar er alltaf farið líka á barinn eftir fyrirlestrana. Klúbburinn á 3 skála í Hálöndunum. Ég myndi segja að mestur partur af honum er helgaður því að vera svona regnhlíf þe. að maður kynnist fólki og fer á fjöll með þeim sem maður hefur kynnst og er með svipaðar hugmyndir um viðfangsefni. Ennfremur að halda þessum social elementum gangandi, enda eru þeir sem eru duglegastir að mæta á fyrirlestrana og barinn oft nær 70tugu en 17.
  Aðalatriðið er að það er gott andrúmsloft og auðvelt að kynnast fólki, reyndar eru smá þrep í að ganga inni kúbbinn en það er bara til að menn viti að þeir eru að ganga í fjallakúbb en ekki bróderingarklúbb.

  Það sem mér fannst munur á að fara í fyrsta skipti á hitting hjá kúbbnum hér úti og ísalp er hversu miklu betur var tekið á móti manni, þe. ekki horft á mann í fyrsta skiptið og hugsað „þessi er nú óttalega blautur á bakvið eyrun og hefur ekki mígið mikið utan í P5-gráðurnar…“. Það er kannski helst í þessu sem hægt er að bæta sig í heima, fólk þarf að finnast það velkomið.

  Her er komið vor og lóan (eða skosk version af henni) syngur í heiði. Menn farnir að dusta rykið af túttunum og farnir að horfa til alpaklettaleiðanna á Sky, ekki þó ég því nú eru vorboðinn ljúfi á næst leiti – prófin :o(

  Ekki fleira að sinni…

  Annars skora ég á SiggaSkarp (eða SiggaKítti eins og menn eru farnir að kalla hann) á að gefa kost á sér í stjórn ísalp og representa þar skíðafjallamennsku.

  -Halli

  #49592
  Hrappur
  Meðlimur

  he það er skrýtið að Helgi sé ekki sáttur við fjölda þeirra sem hafa sett upp ,,sína síðu“ hér á vefnum, þar sem hann setti fyrst upp síðu sjálfur í gær! En kannski má líta á allan vefin hérna sem síðuna hanns Helga og kunnum við honum bestu þakkir fyrir allt. ;)

  #49593
  0405614209
  Participant

  Hæ og hó.

  Fínar umræður í gangi og gott að menn skuli vera að spá í þessi mál.

  Klúbburinn er í dag með fínt félagsheimili, tvo skála, kamar á Hnappavöllum, stendur fyrir ýmsum ferðum og námskeiðum, stöku myndasýningu, nýlega var Doug Scott og Simon Yates á mánudaginn, Banff í næstu viku, ekki ólíklegt að Joe Simpson mæti í sumar. Við eigum sjónvarp, videó og líka heimabíó.
  Ísalp gefur út ársrit en ef menn skila ekki inn greinum eða myndum þá kemur ekkert blað út – segir sig sjálft.
  Klúbburinn heldur úti fínum vef og þar liggja margir möguleikar – menn geta t.a.m sett inn sína eigin síður.
  Í bígerð er að fara að vinna ísklifurleiðavísi.
  Klúbburinn styrkir boltakaup svo að hægt sé að bolta leiðir.

  Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé bara nokkuð öflugur klúbbur. Menn mættu vera duglegri að borga árgjöldin en það er annar handleggur.

  Gott er að staldra við og spyrja sig: „Þetta er ekki spurningin um hvað Ísalp getur gert fyrir þig heldur hvað þú getur gert fyrir Ísalp.“

  Bestu kveðjur
  Halldór formaður

  #49594
  Hrappur
  Meðlimur

  Ja ég er ansi hræddur um að fasteignum félagsins hafi fækkað! Kamarinn fauk víst í spað. Ættli við verðum ekki að fara á námskeið hjá Jóni Gauta í holugreftri, að öðrum kosti þarf Hjalti að ganga á eftir liðinu með plastpoka einsog hunda eigendur gera (vonandi allir). Best að klúbburinn fjárfesti í stórum svörtum ruslapokum ef Kalli skildi kíkja við í sumar, þá þurfa klifurlöggurnar ekki að fara margar ferðir!
  „Be prepared, be very prepared“

8 umræða - 1 til 8 (af 8)
 • You must be logged in to reply to this topic.