Re: Svar: Hóbó-heilræði og önnur húsráð fyrir fjallafantinn

Home Umræður Umræður Almennt Hóbó-heilræði og önnur húsráð fyrir fjallafantinn Re: Svar: Hóbó-heilræði og önnur húsráð fyrir fjallafantinn

#54887
0801667969
Meðlimur

Varðandi táfýluna þá er ekkert mál að losna við hana úr skóm sem eru gegnsýrðir í sveppum og hafa kannski verið til margra ára. Sturtar einfaldlega hræódýrum matarsóda í skóna. Besta dæmið eru stígvélin mín í Bláfjöllum til margra ára. Þurfti orðið að geyma þau utandyra vegna ólyktar og kvartana. Í dag hvers manns hugljúfi.

Ekki er óalgengt að ég sé samfellt í skíðaskónum 12-14 tíma á opnunardögum. Það segir sig sjálft að lappirnar eru vel soðnar og lyktin ekki góð að kveldi dags. Smá skvetta af Bónus matarsóda og skórnir eru eins og nýjir morguninn eftir.

Lyftiduft, notað í bakstur, er bara matarsódi. Matarsódi blandaður í vatn er góður buffer og því þekkt meðal við brjóstsviða. Matarsódi er því til margra hluta nytsamslegur enda til á flestum góðum heimilum.

Í lok dags t.d. í langri óbyggðaferð væri því allt eins hægt að vinda sokka og nota við brauðbakstur eða drekka beint úr skónum við brjóstsviða.

Kv. Árni Alf.

P.S. Líffræðingurinn hefur nefnilega lært sitthvað um örverur og efnafræði sem kemur að góðu gagni á fjöllum.