Hóbó-heilræði og önnur húsráð fyrir fjallafantinn

Home Umræður Umræður Almennt Hóbó-heilræði og önnur húsráð fyrir fjallafantinn

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47542
  Anna Gudbjort
  Meðlimur

  Ég veit ekki með ykkur en ég er á kúpunni og endurnýjun á búnaði þetta árið ekki beint eins og best verður á kosið, en það er bara þannig.

  Nú virðist veturinn farinn að hósta sig í gang og mér varð hugsað til skinnanna minna um daginn, sem eru í heldur annarlegu ástandi en verða með engu móti endurnýjuð þennan veturinn. Stefnir í að duct-tape rúllan eigi sér fastann sess í bakpokanum eina ferðina enn. …og þá fór ég að spá, það hljóta að vera til einhver grúví McGyver ráð handa öllu því hálfónýta drasli sem maður á en vill með öllu móti geta framlengt líftíman á, og hvar betra að leita ráða en hjá alpínistum á spjallvef ÍSALP!

  Þannig að hvernig væri að deila góðum ráðum okkar á milli. Í fyrra var spurt mikið um viðgerðir á GoreTex fatnaði og hvernig væri hægt að lifa af íslenskar vetrarnætur utandyra án þess að eiga billjónkróna svefnpoka með notkun á flíslæner/einangrunnar dýnu/heitri flösku etc. Eflaust til fleiri góð húsráð á heimilum Ísalpara.

  Ég er með eina; er einhver með góð ráð varðandi það hvernig ég get framlengt líftíma skinna sem eru með lélegt lím og efri festingin farin á öðru þeirra (Dynafit skíði og skinn). Bara þrusa nokkrum duct-tape umferðum utan um skíði+skinn og vera með rúlluna til taks? Einhver leið að hreinsa límið án þess að skipta algjörlega um lím?

  Ég er með eitt ráð handa þeim sem eru með táfílu; gott ráð er að setja appelsínu- eða sítrónubörk í skóna yfir nótt. Börkurinn dregur í sig lyktina.

  Annað sparnaðarráð sem ég iðka er að safna saman öllu því vaxi sem ég skrapa af við vöxun á skíðum/brettum og geyma. Nota svo aftur.

  Sharing is caring. Eða ei-ð.

  #54873
  2806763069
  Meðlimur

  Það er ekekrt stórmál að skipta um lím á skinnunum, meira að segja ég hef gert það með góðum árangri. Best er að þrífa gamla límð af með hreinsuðu bensíni eða viðmóta leysiefnum. Þetta verður reyndar ansi fljot sóðalegt svo það er gott að gera þetta heima hjá einhverjum öðrum.

  Það ætti svo að vera hægt að fá nýtt kit framan á skinnin og ef þau eru eins og skinn eru flest er ekki mikið mál að skipta. Annars er bara smá pússikband og kannski handsaumakit fyrir hesta (til að sauma þá, þeir kunna ekki að sauma) sem fæst í Hvítlist. Það ætti reyndar að vera til á öllum betri heimilum.

  kv.
  Softarinn

  #54887
  0801667969
  Meðlimur

  Varðandi táfýluna þá er ekkert mál að losna við hana úr skóm sem eru gegnsýrðir í sveppum og hafa kannski verið til margra ára. Sturtar einfaldlega hræódýrum matarsóda í skóna. Besta dæmið eru stígvélin mín í Bláfjöllum til margra ára. Þurfti orðið að geyma þau utandyra vegna ólyktar og kvartana. Í dag hvers manns hugljúfi.

  Ekki er óalgengt að ég sé samfellt í skíðaskónum 12-14 tíma á opnunardögum. Það segir sig sjálft að lappirnar eru vel soðnar og lyktin ekki góð að kveldi dags. Smá skvetta af Bónus matarsóda og skórnir eru eins og nýjir morguninn eftir.

  Lyftiduft, notað í bakstur, er bara matarsódi. Matarsódi blandaður í vatn er góður buffer og því þekkt meðal við brjóstsviða. Matarsódi er því til margra hluta nytsamslegur enda til á flestum góðum heimilum.

  Í lok dags t.d. í langri óbyggðaferð væri því allt eins hægt að vinda sokka og nota við brauðbakstur eða drekka beint úr skónum við brjóstsviða.

  Kv. Árni Alf.

  P.S. Líffræðingurinn hefur nefnilega lært sitthvað um örverur og efnafræði sem kemur að góðu gagni á fjöllum.

  #54892
  Anna Gudbjort
  Meðlimur

  Hesta-saumakitt! Þetta er ei-ð sem ég ætla að prófa. Held að þetta myndi virka vel, á meira að segja ennþá teygju-draslið sem var hluti af upprunalegu festingunni.

  En já, talandi um táýldu! Eitt uppáhalds húsráðið sem ég lærði af Arild nokkrum Meyer kemur að góðum notum þegar farið er í lengri skíðaferðir þar sem ekki er alltaf gott að þurka innrihluta skíðaskónna.

  Þá nær maður sér í tvo góða plastpoka (mér finnst þessir sem skrjáfar soldið í bestir) og fer í yfir sokkana sína og svo í AÐRA sokka utan yfir. Með þessu móti læsir maður táslusvitann inní plastpokanum ( norsararnir kalla þetta ,dampsperre’) og heldur þannig ytri sokknum og skíðaskónum þurrum og þarf ekki að eiga við það yndislega verkefni að berja til hálfblauta-svita-frosna-skíðaskó næsta morgunn.

  – svo verður líka unaðslega hlítt og gott í skíðaskónum þegar maður notar svita-lokuna.

  Gefur augaleið að maður þarf að vera í tveimur þynnri sokkum en ég sver að ég mun aldrei snúa baki við svita-loku bragðinu.Kanski er þetta alkunnugt bragð en þetta var mér allavega nýtt á sínum tíma.

  …en hvað varðar táýldu, þá get ég lofað ykkur því að hún magnast stjarnfræðilega við notkun svita-lokunnar og er þetta bragð ekki ætlað þeim sem kúgast gjarnan eða eiga slíkan tjaldfélaga.

  #55188
  Sissi
  Moderator

  Trekking skórnir mínir voru að liðast í sundur á saumunum, en að öðru leyti heillegir, svo ég kíkti með þá til Þráins skóara (http://ja.is/u/thrainn-skoari-skovinnustofa-reykjavik/)

  Hann saumaði alla skóna upp og fræddi mig um það að framleiðendur notuðu bómullarþráð í trekking skó sem væri alveg fatalt, hann saumar þetta upp með nylon þræði sem er ekki hægt að slíta með höndunum. Benti mér einnig á að það væri allt í lagi að maka feiti á svona skó þegar þeir væru orðnir þreyttir, sérstaklega í saumana, það eigi ekkert bara við um brúna hálfstífa scarpa.

  Kostaði 1500 kall, og skórnir eins og nýir.

  Hils,
  Sissi

  #55189
  Sissi
  Moderator

  Kannski basic að hafa link á gore-tex viðgerða þráðinn í þessum þræði

  http://isalp.is/umraedur/5-almennt/8561-viegereir-a-skel-te-vind-og-vatnsheldum-fatnaei.html

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
 • You must be logged in to reply to this topic.