Re: svar: Endurbygging – liðssöfnun

Home Umræður Umræður Almennt Endurbygging – liðssöfnun Re: svar: Endurbygging – liðssöfnun

#51980
Karl
Participant

Ég er sjálfur fylgjandi því að eiga skálann áfram en það eru nokkur atriði til viðbótar sem verða að liggja klár áður en menn skella sér í uppbygginguna.

1. Mönnun og fjármagn til endurgerðarinnar.
Sjálfum finnst mér skynsamlegra að endurbyggja skálann í sama formi en með bættum byggingarmáta í takt við nútímann. Þegar upp er staðið er það ódýrara en skipta út einni fjöl í einu.
Ég hef lengi tengst og um tíma haft umsjón með skála sem byggður var 1932. Það var ósköð gaman að rekast á nokkrar upprunalegar fjalir í húsinu en meira er um vert að hús skili hlutverki sínu en að verklag og oft hráefnaskortur frumherjanna stýri för.

2. Fjármagn og mönnun til að reka skálann.
Fjallaskálar þurfa einfaldlega „að vera á föstum fjárlögum“ Það er nauðsynlegt að skálanefndir framtíðar hafi úr því að moða sem þarf til að reka skálann sómasamlega.

3. Notkun skálans.
Við þurfum að gera upp við okkur hverjir hafi afnot af skálanum.
Mér finnst eðlilegt að afnot miðist við félagsmenn og þeirra gesti.
Eins er til athugunar þegar raunveruleikinn er að skálar eru læstir, að útleiga á skálum sé föst upphæð pr. dag, helgi eða viku. Eða amk föst upphæð sem „lykilgjald“ og svo e-h hausagjald til viðbótar.
Ferðafélagið er ágætur félagsskapur og óvitlaust að efla tengsl þar á milli t.a.m. með e-h sameiginlegum dagskrárliðum.
En við þurfum að gera upp við okkur hvort Tindfjallaskáli á að vera „klúbbhús“ eða almennur fjallaskáli fyrir Pétur og Pál.

Ég er ánægður með þessa umræðu. Og við eigum skilyrðislaust að halda fundinn sem boðaður var af stjórn. Þar eigum við ekki eingöngu að HVORT við eigum/seljum heldur einnig að ræða HVERNIG við ætlum að eiga skálann.

Kalli