Endurbygging – liðssöfnun

Home Umræður Umræður Almennt Endurbygging – liðssöfnun

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45226
  0405614209
  Participant

  Ég reyndi á sínum tíma að endurreisa og virkja skálanefndina. Bárður og félagar stóðu sig ágætlega.

  Helsta vandamálið með skálana (fyrir utan viðhald) var að innheimta skálagjöldin. Heilu og hálfu hóparnir notuðu skálana og greiddu ekkert fyrir.

  Mín tillaga varðandi Ísalp skálana, Bratta og Tindfjallaskála, er að:
  1) spýta í lófana og ráðast í viðgerðir á báðum skálunum. Gef hér með kost á mér í skálanefnd eða sérskipaðan vinnuflokk og í þá vinnu sem þarf (safna peningum, efni, smíðavinnu o.s.frv).
  2) ef ákveðið verður að selja Tindfjallaskála þá verði andvirðið notað til þess að laga Bratta.
  3) Ef til vill væri skoðandi að selja frekar Bratta og nota andvirðið til þess að laga Tindfjallakála.
  4) Selja báða skálana og hætta skálarekstri
  5) Gera ekki neitt og láta báða skálana grotna niður og eyðileggjast.

  Ég skora hér með á alla sem eru fylgjandi tillögu #1 eða #2 eða #3 og eru tilbúnir í vinnu að tilkynna það hérna á vefnum.

  Ég sé ekki að möguleikarnir séu fleiri en listaðir eru hér að ofan og því ætti stjórninni að vera auðvelt að senda könnun á félagsmenn til þess að athuga hver hugur þeirra sé.

  Kveðja
  Halldór

  #51980
  Karl
  Participant

  Ég er sjálfur fylgjandi því að eiga skálann áfram en það eru nokkur atriði til viðbótar sem verða að liggja klár áður en menn skella sér í uppbygginguna.

  1. Mönnun og fjármagn til endurgerðarinnar.
  Sjálfum finnst mér skynsamlegra að endurbyggja skálann í sama formi en með bættum byggingarmáta í takt við nútímann. Þegar upp er staðið er það ódýrara en skipta út einni fjöl í einu.
  Ég hef lengi tengst og um tíma haft umsjón með skála sem byggður var 1932. Það var ósköð gaman að rekast á nokkrar upprunalegar fjalir í húsinu en meira er um vert að hús skili hlutverki sínu en að verklag og oft hráefnaskortur frumherjanna stýri för.

  2. Fjármagn og mönnun til að reka skálann.
  Fjallaskálar þurfa einfaldlega „að vera á föstum fjárlögum“ Það er nauðsynlegt að skálanefndir framtíðar hafi úr því að moða sem þarf til að reka skálann sómasamlega.

  3. Notkun skálans.
  Við þurfum að gera upp við okkur hverjir hafi afnot af skálanum.
  Mér finnst eðlilegt að afnot miðist við félagsmenn og þeirra gesti.
  Eins er til athugunar þegar raunveruleikinn er að skálar eru læstir, að útleiga á skálum sé föst upphæð pr. dag, helgi eða viku. Eða amk föst upphæð sem „lykilgjald“ og svo e-h hausagjald til viðbótar.
  Ferðafélagið er ágætur félagsskapur og óvitlaust að efla tengsl þar á milli t.a.m. með e-h sameiginlegum dagskrárliðum.
  En við þurfum að gera upp við okkur hvort Tindfjallaskáli á að vera „klúbbhús“ eða almennur fjallaskáli fyrir Pétur og Pál.

  Ég er ánægður með þessa umræðu. Og við eigum skilyrðislaust að halda fundinn sem boðaður var af stjórn. Þar eigum við ekki eingöngu að HVORT við eigum/seljum heldur einnig að ræða HVERNIG við ætlum að eiga skálann.

  Kalli

  #51981
  2003654379
  Meðlimur

  Ánægjulegt að sjá málefnalegar umræður um þetta mál og það væri sorglegt ef ekki væri hægt að nota þetta tækifæri til að fá viðunandi niðurstöðu fyrir klúbbinn.Ég er sjálfur byggingaverktaki og þó svo ég hafi ekki gist í skálanum síðan ég var nýliði í FBSR,áratugum áður en þeir hleyptu konum í sveitina,þá hef ég fengið lýsingu á ástandi skálans og það er ljóst að kostnaðarsamt verður að gera skálann upp.Ef ekki kæmi til sérstök fjármögnun til verksins myndi slíkur gjörningur éta upp stóran hluta eiginfé klúbbsins og draga mjög úr framkvæmdagetu til annara verka.Persónulega finnst mér að við eigum að hafa rekstur klúbbsins einfaldan og gera færri hluti vel en fleiri hluti illa.Sagan hefur sýnt að klúbburinn hefur ekki sinnt þessu vel og ástæðan er áreiðanlega ekki sú að félaga okkar hafi skort dug.Varðandi verðmæti skálans finnst mér að við verðum að taka tillit til sögu skálans og frekar að tryggja að skálinn verði gerður upp í upprunalegri mynd og að rekstur skálans verði með því móti að Ísalp geti vel við unað heldur en að reyna að græða sem mest á sölunni.
  Í öllu falli er gott að nota þetta tækifæri og fá niðurstöðu í málið
  frekar en að bíða eftir eh nýjum forsendum.

  Kv Viðar

  #51982
  Karl
  Participant

  Við smíðum skálann á stálfundamenti sem hægt er að hífa á sjálflestandi gámabíl (ruslagámarnir). HSSR á glænýjan 3 öxla trukk með slíkum búnaði. Það er því hægt að smíða kofann á planinu hjá Húsasmiðjunni, fullklárann og hengja upp myndir.
  Í fjöllunum þarf að vera búið að setja niður fundament og þá er ekki annað en að keyra trukkinn á staðinn, bakka húsinu af og byrja að kynda… .. hum!

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
 • You must be logged in to reply to this topic.