Re: Re:Ingimundur, sól og blíða

Home Umræður Umræður Klettaklifur Ingimundur, sól og blíða Re: Re:Ingimundur, sól og blíða

#54286
0801667969
Meðlimur

Smá fróðleikur um Ingimund.

Rútur hét ómenni og bjó í Rútshelli undir Eyjafjöllum (friðlýstur hellir sem allir ættu að skoða,er við bæinn Hrútafell). Hann var þrælum sínum, þeim Guðna, Ingimundi,Sebba og Bjarna harður húsbóndi. Þrælar hans ætluðu að ráða honum bana með því að leggja spjót gegnum gat sem þeir boruðu í rúm hans (rúmið og gatið gegnum það er enn til staðar í hellinum).

Rútur kom að þeim er þeir voru nýbúnir að gera gatið. Elti hann þá uppi og drap. Eru staðirnir þar sem hann drap þá við þá kenndir. Guðna við Guðnastein í suðurbrún Eyjafjallajökuls, Ingimund við Ingimund, Sebba við Sebbastein og Bjarna við Bjarnafell.

Kv. úr hvalnum