Ingimundur, sól og blíða

Home Umræður Umræður Klettaklifur Ingimundur, sól og blíða

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47425
  1811843029
  Meðlimur

  Ég og Halldór Alberts.(trölli) fórum á Ingimund í dag.

  Upphaflega planið var að fara Heljareggina í Vesturbrúnum. Kíktum þangað uppeftir en það var allt vaðandi í fugli svo við stukkum í bílinn og brunuðum í Eyjafjöllin. Þar beið okkar heiður himinn og brakandi sólskin.

  Aðkoman að Ingimundi var eins og við var búist, brött drulla og gras fyrst og svo allskyns jafnvægis æfingar þar fyrir ofan. Leiðin upp að Ingimundi er klárlega áskorunin, en þegar komið er að drjólanum er restin bara gaman.

  Við sigum yfir mesta óhroðann á niðurleiðinni, vorum með 2x 60m línur og styttum okkur þannig talsvert leið. Mæli með því!

  Myndir hérna:

  http://www.facebook.com/album.php?aid=27463&id=1283765201&l=128d3e8118

  Kv.

  Atli Páls.

  #54277
  Siggi Tommi
  Participant

  Glæsilegt. Mundi er alltaf hress.

  Synd hversu lítil traffík er þarna uppeftir.
  Hef ekki heyrt af hópum þarna síðan við Robertino fórum þarna fyrir mörgum árum (2004) en maður heyrir svo sem ekki um allar ferðir…

  Fóruð þið Orginalinn, Munda eða „S fyrir Stratos“ eða jafnvel eitthvað nýtt?

  Hér er annars slóð á greinina mína frá því um árið. Þar gefur m.a. að finna lýsingu á sportklifrinu í Pöstunum fyrir áhugasama.

  #54278
  2308862109
  Participant

  Frábær dagur fínustu jafnvægisæfingar að komast upp að munda.

  Dóri

  #54279
  2104833659
  Meðlimur

  Þetta er skemmtileg leið þarna á ferð.. ég fór tvisvar þarna upp síðasta sumar, í seinna skiptið með það í huga að klifra sprunguna á utanverðum Ingimundi, en svo fór að rigna og klassíkin tekin upp..
  Veit einhver hvort Þessi tiltekna sprunga hefur verið farin? hún er á sunnanverðum Ingimundi.

  Jibbíjei
  Raggi

  #54280
  Siggi Tommi
  Participant

  Þetta hljómar eins og „S fyrir Stratos“. Það var eitthvað fleira ófarið ennþá vestar (lengra vinstri neðan frá séð) en ég man ekki eftir einni ákveðinni sprungu.
  Held það séu einhverjar myndir í greininni minni frá því í denn.

  #54286
  0801667969
  Meðlimur

  Smá fróðleikur um Ingimund.

  Rútur hét ómenni og bjó í Rútshelli undir Eyjafjöllum (friðlýstur hellir sem allir ættu að skoða,er við bæinn Hrútafell). Hann var þrælum sínum, þeim Guðna, Ingimundi,Sebba og Bjarna harður húsbóndi. Þrælar hans ætluðu að ráða honum bana með því að leggja spjót gegnum gat sem þeir boruðu í rúm hans (rúmið og gatið gegnum það er enn til staðar í hellinum).

  Rútur kom að þeim er þeir voru nýbúnir að gera gatið. Elti hann þá uppi og drap. Eru staðirnir þar sem hann drap þá við þá kenndir. Guðna við Guðnastein í suðurbrún Eyjafjallajökuls, Ingimund við Ingimund, Sebba við Sebbastein og Bjarna við Bjarnafell.

  Kv. úr hvalnum

  #54289
  Siggi Tommi
  Participant

  Árni með þjóðmenninguna á hreinu.
  Hressandi frásögn…

  #54303
  Ingimundur
  Participant

  Ég verð bara að segja það að það fór um mig að lesa heiti þráðarins, og kann því stórílla að menn séu að brölta upp á nafna minn, klifrandi utan í sprungum á honum (outlying cracks), og ekki batnaði það nú þegar Árni fullyrti að Ingimundur hafi verið þræll!!!

  Ætli sé ekki kominn tími á að reyna að skella sér þarna uppeftir og afmá alla hættu á frekari níðingsverkum sem þið lýsið strákar!

  Er ekki örugglega vel laust í dranginum?

8 umræða - 1 til 8 (af 8)
 • You must be logged in to reply to this topic.