Re: Re:Hóbó-heilræði og önnur húsráð fyrir fjallafantinn

Home Umræður Umræður Almennt Hóbó-heilræði og önnur húsráð fyrir fjallafantinn Re: Re:Hóbó-heilræði og önnur húsráð fyrir fjallafantinn

#55188
Sissi
Moderator

Trekking skórnir mínir voru að liðast í sundur á saumunum, en að öðru leyti heillegir, svo ég kíkti með þá til Þráins skóara (http://ja.is/u/thrainn-skoari-skovinnustofa-reykjavik/)

Hann saumaði alla skóna upp og fræddi mig um það að framleiðendur notuðu bómullarþráð í trekking skó sem væri alveg fatalt, hann saumar þetta upp með nylon þræði sem er ekki hægt að slíta með höndunum. Benti mér einnig á að það væri allt í lagi að maka feiti á svona skó þegar þeir væru orðnir þreyttir, sérstaklega í saumana, það eigi ekkert bara við um brúna hálfstífa scarpa.

Kostaði 1500 kall, og skórnir eins og nýir.

Hils,
Sissi