Re: Re: Meira af afrekum ferðaþjónustunnar

Home Umræður Umræður Almennt Meira af afrekum ferðaþjónustunnar Re: Re: Meira af afrekum ferðaþjónustunnar

#57089
0801667969
Meðlimur

Sissi, eins og reyndar margir aðrir, hefur áhyggjur af aðgengismálum (í þessu tilviki er það frelsi til að ferðast um landið. Ekki frelsi til að leggja hraðbrautir um allt).

Verð að viðurkenna að ég hef lítið eða ekkert fylgst með þessu.

Ég furða mig hins vegar á því hvernig sumt af þessum hugmyndum um skert aðgengi hafi orðið til. Trúi varla að mönnum sé alvara með sumt sem maður hefur heyrt.

Ég heyri og sé að mönnum er mikið niðri fyrir varðandi Vatnajökulsþjóðgarð. Þar eigi ferðaþjónustuaðilar að fá einhver sérréttindi Eða er þetta bara einhver misskilningur eða móðursýki?

Er einhver sem getur summerað stöðuna upp í stuttu máli?

Hvað er eiginlega að gerast með ferðaþjónustuna? Er þetta orðin sjálfskipaður hópur sem ákveður hverju eigi að fórna og hverju eigi að loka?

Kv. Árni Alf.