Laugavegurinn á Skessuhorn

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Laugavegurinn á Skessuhorn

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45615
  Sissi
  Moderator

  „Eigi skal í bænum beilað“, sagði góður maður.

  HemmiSig, Tryggvi Þórðar og undirritaður hlýddu þeirri reglu í dag þegar við kíktum á NA hrygginn í horni því er við Skessu er kennt. Sáum fjallið aldrei, viðbjóðslegt veður, sunnan stormur og slagviðri. En klifrið í hryggnum sjálfum var ágætt.

  Að sjálfsögðu var brettið tekið með og vorfærið nýtt.

  Leiðirnar í fésinu eru líklega komnar í rúst en hryggurinn er enn ágætur ef það frystir fljótlega. Gríðarleg bráðnun í gangi, rigning á toppnum og áin minnti á Krossá á leiðinni til baka.

  Góður (og blautur) söffer-dagur á fjöllum.

  Sissi

1 umræða (af 1)
 • You must be logged in to reply to this topic.