Eðal dry-tool mót

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Eðal dry-tool mót

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45667

  Dry-tooling mótið í gær var alveg eðal! Slatti af klifrurum (giska á tíu í það minnsta) og svo það sem var einkar ánægjulegt, ágætis fjöldi af áhorfendum, NFS á staðnum og allt að gerast. Það verður gaman að sjá eitthvað annað en fu**ing fótbolta í íþróttafréttum.

  Vona bara að þetta verði reglulegur viðburður. Held að það sé samdóma álit allra að þetta er virkilega gaman og góð æfing. Siggi og Robbi hafa verið þvílíkt aktífir í að koma þessari aðstöðu í horf svo ég segi bara respect! …skiluru

  – retro

  #50267
  Siggi TommiSiggi Tommi
  Participant

  Já, þetta var gríðarlegur stemmari. Þakka öllum fyrir komuna.

  11 manns skiluðu inn stigablöðum en ég taldi 16 sem prófuðu. Hlýtur að teljast gott.

  Nokkrar myndir og (nokkurn veginn) úrslit á Mínum síðum:
  http://www.isalp.is/art.php?p=424#g1

  Auglýsi eftir fleiri myndum af herlegheitunum…

  Getur formaðurinn ekki komið frétt í Moggann um þetta?

  #50268
  SissiSissi
  Moderator

  Snilldar framtak að henda upp þessum leiðum og móti, gufan var líka fín, fámenn en góðmenn.

  Siz

  #50269
  1610573719
  Meðlimur

  Ég viðurkenni fúslega að þetta var mikið flottara heldur en ég hafði þorað að vona. Siggi Tommi og Robbi eiga svo sannarlega skilið mikinn heiður fyrir þetta ótrúlega óeigingjarna framtak sitt. Ég vona svo sannarlega að maður fái aðeins að ná að klóra í þetta með öxunum.
  Kveða Olli

  #50270
  Siggi TommiSiggi Tommi
  Participant

  Þú verður þá að þora að vera fetlalaus, Olli! :)

  #50271
  2806763069
  Meðlimur

  Alveg snildar æfingasvæði, hrikalegt að sjá hvað sumir af þessum innanhúss gaurum eru sterkir í þessu. Spái hallarbyltingu í ísklifri í vetur og verð fyrir vonbrigðum ef menn fara ekki að slefa upp í tveggjastafa tölur (kannski ekki á hinu rangnefnda Íslandi).

  Svo er um að gera fyrir klifurhúsið að stækka viðskiptavina hópinn með því að setja upp nokkrar þurrtóls leiðir og hafa opið fyrir ísaxir einn dag í viku!

  Maður verður víst að byrja að æfa af viti ef maður vill halda áfram að rífa kjaft!

  Að lokum þá lýsi ég eftir myndasýningu frá ungliðahreyfingu klifurhússins sem eyddi jólunum á Spáni.

  #50272

  Skellti þeim myndum sem ég tók í gær inná http://www.pbase.com/agustthor/drytool

  Ég styð hugmynd ívars um dry-tool í klifurhúsinu.

7 umræða - 1 til 7 (af 7)
 • You must be logged in to reply to this topic.