Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Umræðusíðan › Re: svar: Umræðusíðan
4. október, 2003 at 19:59
#48141

Participant
Kvöldið.
Sammála að það er stórfínt að fá umræðurnar í gang aftur.
Ég hef ekki glóruhugmynd um það hvernig aðstæður eru í Þórisjökli en var að spá í að fara í könnunarleiðangur í Kerlingarfjöll bráðlega. Það er búið að vera viðloðandi frost á miðhálendinu í nokkurn tíma og ég veit að þarna eru stór gil sem eiga að halda frosti og ís.
Ef einhver er til í 2ja daga könnunarleiðangur í Kerlingarfjöll þá væri gaman að heyra í viðkomandi.