Strandir

Strandir eru afskektar en ekki ófærar og vel hægt að komast þangað á veturna. Fullt er hægt að gera úti á Stöndum bæði um vetur og sumar. Sportklifrarar standa í ströngu við að setja upp leiðir í Norðurfirði og eitthvað hefur verið klifrað af grjótglímuþrautum í Bjarnafirði, á Gjögri og Skarðsvík. Augljós vetrarverkefni eru fossinn fyrir ofan Djúpuvík, þar sem tveir fossar falla og lenda saman á syllu og falla svo aftur í sitthvoru lagi af henni og mynda stórt X. Fjallið Kambur við  Veiðileysu mynnir á Hraundrangann. Síðast en ekki síst má svo mynnast á Lambatind sem gæti vel verið frábærasta klifrur.

Lambatindur

Eitthvað hefur verið klifrað í Lambatindi og á hann ansi fallega norðurhlíð sem mynnir á Skarðsheiðina.

  1. Norðvesturhryggur Lambatinds
  2. Suðurhlíð Lambatinds

Leiðarlýsing

Frá Reykjavík eru 328 km út á Strandir og ætti aksturinn að taka fjórar klukkustundir og 56 mínútur. Úr Reykjavík er ekið eftir Vesturlandsvegi (1) , þar til komið er að Vestfjarðarvegi (60). Vestfjarðavegurinn byrjar á því að fara yfir Bröttubrekku, í gegnum Búðadal og stuttu síðar yfir Gilsfjörð sem einkennist af Gilsfjarðarfýlunni. Rétt eftir Gilsfjörðinn er beygt inn á Djúpveg (61) en hann leiðir alla leið í Hólmavík.

Frá Ísafirði eru 305 km út á Strandir og ætti sá akstur að taka fjórar klukkustundir og 33 mínútur. Frá Ísafirði er ekið eftir Djúpvegi (61) út Ísafjarðardjúp. Við botn Djúpsins er farið yfir Steingrímsfjarðarheiði og rétt áður en komið er í Hólmavík er beygt til vinstri inn Strandaveg (643).

Frá Akureyri á heiðurinn af því að vera í lengstri aksturfjarlægð frá Ströndum af þessum þremur höfuðstöðum sem hér eru tilteknir. Akstursvegalengdin er 452 km og það ætti að taka sex klukkustundir og 21 mínúta. Frá Akureyri er ekið eftir Hringvegi (1) til “suðurs” eða vestur eins og stefnan liggur í raun. Sá vegur fær nafnið Norðurlandsvegur (1) á einhverjum tímapunkti. Rétt áður en komið er að Staðarskála er beygt inn Innstrandaveg (68) og honum er fylgt alla leið í Hólmavík.

Ef að það tekst að komast til Hólmavíkur, þá er farið frá Hólmavík og er ekið rétt út fyrir bæinn eftir Djúpveg (61) og beygt inn Strandaveg (643).

Kort

Skildu eftir svar