12 related routes

Telögg WI 3

Á leiðinni upp í Testofuna, er á vinstri hönd

FF: Bergur Einarsson, Jón Árni Árnason og Harpa Kolbeinsdóttir 25.02 2000.

WI 3 40m

Skrekkur WI 5

Leið númer 8 á mynd

FF: Páll Sveinsson og Hallgrímur Magnússon, 26. feb 2000

American Beauty WI 5

Leið númer 5

Gráðu vantar, ásett gráða er ágiskun

FF: Pete Taketa og Dave Shelldon, 26. feb 2000

Svart og sykurlaust WI 4+

Leið númer 4

Hægri leiðin í breiða ísþilinu

FF: Tony Klein og Markhaus danner, 25. feb 2000

Te fyrir tvo WI 4

Leið númer 3 á mynd

Miðjuleiðin í áberandi ísþilinu

FF: Tómas Júlíusson og Karl Ingólfsson, 25. feb 2000, um 60m

To Be Continued… WI 4

Mynd óskast

WI 4 – 40 meters

Area: Hlaupárgil in Stigárdal in Öræfi in southeast Iceland.

Location: The route is about 50 meters left/south of The Running Year Day Route in the gorge that we call Hlaupárgil, in middle of Stigárdalur. There is another steeper pitch higher up, but since we had quite wet conditions we decided to save that for later climbers. It will be worth it though.

Description: The first part of the route started out very vertical for few meters. The upper part was easy. After 40 meters of climbing I could walk up to big ice slabs to make a belay.

FF: Óskar Arason and Einar R. Sigurðsson, 21/12 2011

Leðursófinn WI 4+

Leið númer 2 á mynd

Í testofunni. Leiðin lengst til vinstri af þremur í breiða ísþilinu

Tvær spannir. Fyrri spönnin er um 35m og eru fyrstu 15m í þægilegum bratta en næstu 20 eru brattir og að hluta íslausir. Önnur spönnin er auðveldari með stuttum höftum og endar í bröttum snjó áður en komið er upp á stóra syllu, þar sem sigið er niður aftur.

FF: Örvar A Þorgeirsson, Eiríkur Stefánsson, 25. feb 2000, um 60m

The Running Years Day Route WI 4+

Mynd óskast

Þetta er efsta leiðin í gili sem liggur til norðurs milli Testofunnar, og Stigárjökulsfallhamarsins. Reyndar er önnur óklifruð leið sem hefur sömu byrjun, en greinist í sundur í efri hluta. Gilið heitir hér með Hlaupársgil.

Hún byrjar upp breitt frístandandi kerti, fyrstu metrarnir lóðréttir, en léttist svo, síðan tekur við 20m snjóbrekka upp að efri hlutanum. Við skiptum leiðinni í 3 stuttar spannir, önnur spönnin var léttust, upp að efsta og brattasta hluta leiðarinnar. Síðasta spönnin er ástæðan fyrir + í gráðunni, í henni er nokkuð drjúgur lóðréttur kafli. Síðan áfram upp létt gil. Eftir að hafa klifrað leiðina gengum við áfram upp gilið og fundum þægilega gönguleið niður að byrjun leiðarinnar.

FF: Toni Klein, Markus & Einar Sigurðsson, 29. feb. 2000, 120m (60 ís 60 snjór)

Dýflissan WI 4

Leið númer 7

Leiðin er á austurhorni Testofunnar, ef við gefum okkur að Tesofan sé bara innsti hluti afdalsins sem liggur í vestur í Stigárdal.(Allar þær leiðir sem menn sjá hvorn annan þegar menn standa neðan við leiðirnar).

Leiðin byrjar ágætlega brött upp feitt íshorn. Miklar snjóspýjur komu niður leiðina þegar við klifruðum, svo að Böbbi lét sig hverfa inn í helli eftir fyrstu 25 metrana. Þegar Einar hélt áfram í seinni og lengri spönnina, braust hann út um glugga á hellinum á öðrum stað, það var eins og rimlar væru fyrir gatinu, svo við köllum leiðina Dýflissan. Við slepptum efsta og léttasta hluta leiðarinnar (tveir stuttir stallar og svo snjóbrekka upp að berginu) til að við gætum sigið niður í einum rikk, og það gekk á 60 m línum.

FF: Sigurbjörn Gunnarsson (Böbbi) og Einar Sigurðsson, 26. feb. 2000, 60 m

Hekla 2000 WI 5+

Leið númer 6 á mynd

Leiðin er milli leiðar sem Pete og Dave klifruðu og leiðar sem Sigurbjörn og Einar fóru sama dag í Testofunni í Stigárdal

byrjar upp 4m ís/klettahorn inn í helli og brotið gat á hellinn og þaðan út á meginþilið, upp í annan skúta 15 m ofar. Þá tekur við yfirhangandi ísþök og að lokum alveg lóðréttur 20m kafli. Hægt er að klifra lengra í léttum ís, en við létum þetta nægja.

FF: Rúnar Óli Karlsson og Ívar Finnbogason, 26. feb. 2000, um 50m

PapaRASSI WI 4

Mynd og nánari staðsetning óskast.

Fyrsta kertið vestanmegin í dalnum

FF: Freyr Ingi Björnsson og Gaui, 25. feb. 2000, 60m

Sléttubjargafoss WI 5

Leið númer 1 á mynd

Sléttubjargarfoss er innst (lengst til vinstri) inni í hvilft með mörgum ísleiðum. Stigárjökullinn er ca. 1 km fyrir norðan (til hægri). Fyrri hluti leiðarinnar er í víðáttumiklum góðum 4- gráðu ís og efri hlutinn liggur upp kerti sem helst vel lóðrétt langleiðina upp að brún. (Skrifað 1999)

Sléttubjargafossinn fellur af Sléttubjörgum sem eru upp af Háöxl og Hnappavöllum í Öræfum. Aðkoman er á milli Hnappavalla og Stigár.

FF: Dan Gibson, Ívar Finnbogason og Einar Sigurðsson, 4. mars 1999, 60m

Skildu eftir svar