Kerlingareldur null

Allar upplýsingar eru fengnar úr leiðavísi Sigurðar Tómasar Þórissonar um Kerlingareld.

Klifurleiðin Kerlingareldur er í fjallinu Kerlingu (1.114m) sem skilur að Svarfaðardal og Skíðadal á Tröllaskaga við Eyjafjörð. Hún er framan á berggangi sem gengur fram í dalhvilft eða skál, sem er á milli fjallsins Stóls og Kerlingar og sést greinilega alla leið frá Dalvík og þegar keyrt er fram Svarfaðardal að vestan.

Gengið er upp frá bænum Melum í Svarfaðardal, en þangað er 10-15 mín akstur frá Dalvík, inn Svarfaðardalsveginn ýmist austan eða vestan við ána. Gangan upp í skálina tekur rúma klukkustund og rúma klukkustund í viðbót inn skálina, upp snjóbrekkuna og að bergganginum. Ekki er úr vegi að hafa með sér ísöxi, vera með hjálm og hlusta vel eftir hruni úr klettaveggjunum sem er mjög mismikið eftir aðstæðum og árstíma. Einnig er vert að athuga að snjóflóðahætta
getur verið í skálinni ef farið er snemmsumars. Best er að bera með sér a.m.k. tvö half-rope og hefðbundinn dótaklifurrakk. Litlir vinir koma oft að góðum notum. Sumar spannir eru talsvert langar svo það borgar sig að hafa nóg af tvistum og slingum. Einnig er gott að vera með nokkra fleyga til að gera bráðabirgðastans undir leiðinni. Lítið er um staði fyrir annað dót fyrir ofan snjóbrekkuna.

1. spönn. 5.5, 35m
Byrjar framan á bergganginum á sæmilegum tökum og þokkalegum tryggingum,
upp á slabb með smá hliðrun til hægri í lokin. Hér verður að setja upp stans með
eigin tryggingum.
2. spönn. 5.7, 25m
Ofan slabbsins verður klifrið brattara. Þá taka við tvær rennur hlið við hlið.
Varúð, nokkrar lausar flögur í rennunni! Endar á smá sikk-sakki ofan við
rennurnar upp á augljósa góða syllu með tveggja bolta stans.
3. spönn. 5.6, 30m
Farið er u.þ.b. 5m beint upp frá stansinum, upp lausar flögur inn í stóra rennu og
áfram u.þ.b. 10m upp hana til vinstri að jaðri berggangsins. Handan við hornið
taka við 15m langar, 1-2m breiðar en brattar svalir, með þokkalegum tökum upp
í tveggja bolta stans.
4. spönn. 5.9, 20m
Beint upp bratt haft hægra megin við stansinn á mjög tæpum tök næstu 5-6m
(hér er kominn bolti á tortryggðasta og erfiðasta kaflann). Ofan haftsins tekur við
léttara klifur á slabbi upp að tveggja bolta stansi.
5. spönn. 5.8, 35m
Þessi spönn er sú alvarlegasta í leiðinni og liggur upp síðasta haftið upp á brún í
heldur lakara bergi en víða annars staðar í leiðinni. Spönnin byrjar á nokkuð
vafasömum en skemmtilegum flögum upp á hallandi syllu á miðri leið. Hér eru
tryggingar vandasamar og verður að passa að taka ekki of hraustlega á
flögunum, því sumar eru mjög lausar.
Upprunalega afbrigðið í lokahaftinu er að fara af hallandi syllunni ofan flaganna til
hægri út á jaðar berggangsins. Þar eru staðsettir 2 fleygar upp erfiðasta og
tortryggðasta kaflann. Einnig er hægt að fara lengst vinstra megin á syllunni inn í
bratt horn undir litlu þaki. Hornið er klifið upp að þakinu og þaðan er hliðrað út til
vinstri framhjá því.
Ofan þessa hafts tekur við stór sylla og smá sikk-sakk kemur manni upp síðasta
smá haftið, u.þ.b. 4m upp á stóra syllu með tveggja bolta sigstans.
6. spönn. 10-15m
Frá sigstansinum er svo 10-15m brölt upp á topp berggangsins. Toppurinn er
ákaflega “exposed” og þar er mikið af lausu grjóti þannig að það er vissara að
tryggja á leiðinni

Eftir að hafa spókað sig á toppnum er tilvalið að bakka niður að stansinum og
síga niður leiðina og er það gert í þremur 40-60m sigum
• úr toppstans (ofan 5. spannar) niður í 4. stans
• úr 4. stans beint niður í 2. stans
• úr 2. stans niður að snjó

Eða elta rauðu örina sem er merkt N fyrir niður

Klifursvæði Tröllaskagi
Svæði Kerling
Tegund Alpine
Merkingar

Myndbönd

1 related routes

Kerlingareldur null

Allar upplýsingar eru fengnar úr leiðavísi Sigurðar Tómasar Þórissonar um Kerlingareld.

Klifurleiðin Kerlingareldur er í fjallinu Kerlingu (1.114m) sem skilur að Svarfaðardal og Skíðadal á Tröllaskaga við Eyjafjörð. Hún er framan á berggangi sem gengur fram í dalhvilft eða skál, sem er á milli fjallsins Stóls og Kerlingar og sést greinilega alla leið frá Dalvík og þegar keyrt er fram Svarfaðardal að vestan.

Gengið er upp frá bænum Melum í Svarfaðardal, en þangað er 10-15 mín akstur frá Dalvík, inn Svarfaðardalsveginn ýmist austan eða vestan við ána. Gangan upp í skálina tekur rúma klukkustund og rúma klukkustund í viðbót inn skálina, upp snjóbrekkuna og að bergganginum. Ekki er úr vegi að hafa með sér ísöxi, vera með hjálm og hlusta vel eftir hruni úr klettaveggjunum sem er mjög mismikið eftir aðstæðum og árstíma. Einnig er vert að athuga að snjóflóðahætta
getur verið í skálinni ef farið er snemmsumars. Best er að bera með sér a.m.k. tvö half-rope og hefðbundinn dótaklifurrakk. Litlir vinir koma oft að góðum notum. Sumar spannir eru talsvert langar svo það borgar sig að hafa nóg af tvistum og slingum. Einnig er gott að vera með nokkra fleyga til að gera bráðabirgðastans undir leiðinni. Lítið er um staði fyrir annað dót fyrir ofan snjóbrekkuna.

1. spönn. 5.5, 35m
Byrjar framan á bergganginum á sæmilegum tökum og þokkalegum tryggingum,
upp á slabb með smá hliðrun til hægri í lokin. Hér verður að setja upp stans með
eigin tryggingum.
2. spönn. 5.7, 25m
Ofan slabbsins verður klifrið brattara. Þá taka við tvær rennur hlið við hlið.
Varúð, nokkrar lausar flögur í rennunni! Endar á smá sikk-sakki ofan við
rennurnar upp á augljósa góða syllu með tveggja bolta stans.
3. spönn. 5.6, 30m
Farið er u.þ.b. 5m beint upp frá stansinum, upp lausar flögur inn í stóra rennu og
áfram u.þ.b. 10m upp hana til vinstri að jaðri berggangsins. Handan við hornið
taka við 15m langar, 1-2m breiðar en brattar svalir, með þokkalegum tökum upp
í tveggja bolta stans.
4. spönn. 5.9, 20m
Beint upp bratt haft hægra megin við stansinn á mjög tæpum tök næstu 5-6m
(hér er kominn bolti á tortryggðasta og erfiðasta kaflann). Ofan haftsins tekur við
léttara klifur á slabbi upp að tveggja bolta stansi.
5. spönn. 5.8, 35m
Þessi spönn er sú alvarlegasta í leiðinni og liggur upp síðasta haftið upp á brún í
heldur lakara bergi en víða annars staðar í leiðinni. Spönnin byrjar á nokkuð
vafasömum en skemmtilegum flögum upp á hallandi syllu á miðri leið. Hér eru
tryggingar vandasamar og verður að passa að taka ekki of hraustlega á
flögunum, því sumar eru mjög lausar.
Upprunalega afbrigðið í lokahaftinu er að fara af hallandi syllunni ofan flaganna til
hægri út á jaðar berggangsins. Þar eru staðsettir 2 fleygar upp erfiðasta og
tortryggðasta kaflann. Einnig er hægt að fara lengst vinstra megin á syllunni inn í
bratt horn undir litlu þaki. Hornið er klifið upp að þakinu og þaðan er hliðrað út til
vinstri framhjá því.
Ofan þessa hafts tekur við stór sylla og smá sikk-sakk kemur manni upp síðasta
smá haftið, u.þ.b. 4m upp á stóra syllu með tveggja bolta sigstans.
6. spönn. 10-15m
Frá sigstansinum er svo 10-15m brölt upp á topp berggangsins. Toppurinn er
ákaflega “exposed” og þar er mikið af lausu grjóti þannig að það er vissara að
tryggja á leiðinni

Eftir að hafa spókað sig á toppnum er tilvalið að bakka niður að stansinum og
síga niður leiðina og er það gert í þremur 40-60m sigum
• úr toppstans (ofan 5. spannar) niður í 4. stans
• úr 4. stans beint niður í 2. stans
• úr 2. stans niður að snjó

Eða elta rauðu örina sem er merkt N fyrir niður

Skildu eftir svar