Re: svar: Lagabreytingatillögur

Home Umræður Umræður Almennt Lagabreytingatillögur Re: svar: Lagabreytingatillögur

#52744
Páll Sveinsson
Participant

Óska stjórn til hamingu með vel framsettar tillögur.
Sammála all flestu enda allar mínar athugasendir frá fyrri umræðu komnar inn.

Sérlega ánægður að þetta sé sett fram í nokkurm liðum.

Er meira að segja til í að samþykkja þetta allt saman.
Einnig þessar óskiljanlegu þrengingu á framboði stjórnarmanna.
Reynslan mun segja okkur hvort hún er gáfuleg.

En…
Þetta með umboðið.
Aðeins eitt á mann?
Hvers vegna?
Er verið að koma í veg fyrir smölun?
Síðan aðeins virkt fyrir málefni sem eru auglýst með fyrirvara.
Mjög umdeild mál geta verið borin upp á fundi án þess að þau hafi verið auglýst.
Er verið að hugsa um það að umboðinu fylgi ákveðin ákvörðun eða á umboðið að vera í traustum höndum?
Hvernig er almenn meðferð á umboði?
Er ekki best að við fylgum almennum reglum?

Hummm.
Gæti ég ekki komið með breytingartillögu við breytingatillöguna.
Hér með kem ég með formlega tillögu að breytingu.

Burt með:
Enginn getur þó farið með umboð fleiri en eins manns. Umboð til atkvæðagreiðslu gildir einungis til greiðslu atkvæðis
um þau málefni sem kynnt voru félagsmönnum með réttmætum hætti minnst viku fyrir aðalfund.
Restin stendur.

kv.
Palli