Lagabreytingatillögur

Home Umræður Umræður Almennt Lagabreytingatillögur

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46207
    Björk
    Participant

    Bendi félögum á nýjar lagabreytingatillögur sem finna má í nýjustu fréttinni hér að ofan.

    #52743
    2806763069
    Meðlimur

    Hljómar allt vel nema það að ekki sé hægt að stinga upp á mönnum til stjórnarstarfa á aðalfundi. Ég er sammála Palla um að það setur nánast allt vald í hendur uppstillingarnefndar og geldir aðalfundinn.

    Skil einnig ekki ástæðuna fyrir þessari klausu?

    #52744
    Páll Sveinsson
    Participant

    Óska stjórn til hamingu með vel framsettar tillögur.
    Sammála all flestu enda allar mínar athugasendir frá fyrri umræðu komnar inn.

    Sérlega ánægður að þetta sé sett fram í nokkurm liðum.

    Er meira að segja til í að samþykkja þetta allt saman.
    Einnig þessar óskiljanlegu þrengingu á framboði stjórnarmanna.
    Reynslan mun segja okkur hvort hún er gáfuleg.

    En…
    Þetta með umboðið.
    Aðeins eitt á mann?
    Hvers vegna?
    Er verið að koma í veg fyrir smölun?
    Síðan aðeins virkt fyrir málefni sem eru auglýst með fyrirvara.
    Mjög umdeild mál geta verið borin upp á fundi án þess að þau hafi verið auglýst.
    Er verið að hugsa um það að umboðinu fylgi ákveðin ákvörðun eða á umboðið að vera í traustum höndum?
    Hvernig er almenn meðferð á umboði?
    Er ekki best að við fylgum almennum reglum?

    Hummm.
    Gæti ég ekki komið með breytingartillögu við breytingatillöguna.
    Hér með kem ég með formlega tillögu að breytingu.

    Burt með:
    Enginn getur þó farið með umboð fleiri en eins manns. Umboð til atkvæðagreiðslu gildir einungis til greiðslu atkvæðis
    um þau málefni sem kynnt voru félagsmönnum með réttmætum hætti minnst viku fyrir aðalfund.
    Restin stendur.

    kv.
    Palli

    #52745
    Skabbi
    Participant

    Ívar, ákvæðið um að hægt væri að stinga upp á mönnum á aðalfundi var í reynd sérlega ólýðræðislegt og furðulegt í framkvæmd. Það sást best á síðasta aðalfundi þar sem stungið var upp á fjólda fólks í eina lausa stöðu í stjórn, jafnvel fólki sem var erlendis. Eftir að búið var að manna stjórnina á fundinum var þess jafnframt krafist að kosið yrði um að skylda menn í stjórn sem annaðhvort ekki vildu taka að sér stjórnarstörf eða voru ekki á fundinum. Nýju lögin koma í veg fyrir svoleiðis fíflalæti en kom á engan hátt í veg fyrir að fólk sé hvatt til framboðs á aðalfundi, vanti fólk í stöður. Hvernig hefðir þú tekið því að vera kosinn í stjórn Ísalp á síðasta aðalfundi?

    Palli, framkvæmd utankjörfundaratkvæða var rædd í þaula innan stjórnar. Niðurstaðan var sú sem kynnt hefur verið.
    Geti sami einstaklingur farið með óheft umboð margra annara félagsmanna á fundinum býður það upp á að fáir mæti á aðalfund með mörg atkvæði á bak við sig. Við teljum að það rýri mjög umræður á fundinum og bjóði upp á smölun atkvæða, frekar en fólks, á aðalfundinn.

    Við tökum engu að síður allar ábendingar varðandi nýju lögin til greina á meðan tími gefst til.

    Allez!

    Akbbi

    #52746
    2806763069
    Meðlimur

    Ok, ég skil þetta af hluta. Enda víst löngum vinsæl leið til að fá fólk til stjórnarstarfa að kjósa það að því fjarverandi.

    Samt sem áður missir að því að menn geti fengið hugljómum á aðalfundi og odað félaganum fram. Mín skoðun er sú að það sé fínt að ekki sé hægt að stinga upp á fjarverandi mönnum (nema þá með samþykir þeirra) en vildi samt gjarnan geta stillt góðu fólki upp við vegg á aðalfundinum sjálfum og brugðist við ef tillaga uppstillingarnefndar væri ekki að skapi.

    #52747
    Karl
    Participant

    Í flestum félögum eiga félagsmenn kost á því að bjóða sig fram til stjórnarsetu á aðalfundi.
    Ég er ekki að tala um h-h miðilsfundaruppástungur um framliðna og fjarstadda félaga, heldur geta menn í eigin persónu gefið kost á sér á aðalfundi.
    -Kom ekki þessi framboðsandi einmitt yfir núverandi formann á aðalfundi?

    #52748
    0808794749
    Meðlimur

    svar við spurningu kalla:
    fyrir aðalfund 2007 spannst langur þráður um framboð og stjórnarsetu. þar tilkynntu allir aðilar sín framboð. núverandi stjórn er bjartsýn og vonast til að þetta verði ekki alveg einstakt í sögu ísalp og er þetta lagaákvæði því kannski til að hvetja til að svo verði.
    hér má skoða umræðuþráðinn:

    http://www.isalp.is/forum.php?op=p&t=1157

    varðandi utankjörfundaratkvæðin. við lásum svosem 101 mismunandi útgáfur af félagalögum, allt frá lögum félags lögfræðinema (í 67 greinum!) til laga björgunarsveita og kvenfélaga o.s.frv. þetta varð lendingin eins og skabbi greindi frá. má segja að þetta sé nokkurs konar meðalvegur þeirra hugmynda sem komu upp.

    með lagalegri kveðju

    #52749
    Páll Sveinsson
    Participant

    Varðandi utankjörfundaratkvæðið þá er þetta skref í rétta átt.
    Ég set mig ekki á móti þessu þó ég sé ekki sáttur við þetta. Við getum alltaf endurskoðað þetta ákvæði seinna reynsluni ríkari.

    Er ekki rökrétt að allar (meiriháttar) ákvarðanir séu kynntar með viku fyrirvara?

    Síðan er ein hugsun. Ef ekki finnast framboð í öll embæti á aðalfundi. Hvað gerum við þá?

    kv.
    Palli

    #52750
    Karl
    Participant

    Ég sé enga ástæðu til að hindra að fundarmenn á aðalfundi geti skellt sér í framboð ef andinn kemur yfir þá, -alveg óháð því hversu mörg framboð koma fram fyrir fundinn.
    Ég hef vanist því að á aðalfundum félaga sé lýst eftir áhugasömum einstaklingum í viðbót við þá sem kynntir eru af uppstillinganefndum eða hafa gefið kost á sér með öðrum hætti.
    Almenna reglan er að aðalfundir fara með æðsta vald í hverju félagi. Í ljósi þess er óæskilegt að loka fyrir þann möguleika, að á aðalfundarmenn geti skellt sér í slaginn….

    Kalli (sem er ekki á leið í framboð…)

    #52751
    1704704009
    Meðlimur

    Uppstillinganefnd er kjörin á aðalfundi. Nokkrar spurningar í þessu sambandi.

    1. Framboð til nefndarstarfanna. Eiga þau að berast og þá hverjum? (uppstillinganefnd/stjórn..) og þarf ákveðinn fyrirvara líkt og með stjórnarframboð – eða verður ekkert framboðstilstand heldur einfaldlega kosið í nefndina samkvæmt gömlu aðferðinni á aðalf?

    2. Á stjórn/fundarstjóri/aðrir að sjá um framkvæmd kjörs uppstillinganefndar á aðalfundi?

    3. Varðandi stjórnarframboð í framhaldi af hugsun Palla ef ekki finnast framboð. Segjum að næg framboð finnist en aðalfundur tekur upp á því að hafna þeim öllum – er til plan B um að manna stjórnina? Hvað skal gera ef enginn frambjóðandi fær eitt einasta atkvæði? Fjarlægur möguleiki en eigi að síður þess virði að velta honum upp fyrst við erum byrjuð.

    #52752
    Skabbi
    Participant

    Ekki hefur verið kosið í nefndir Ísalp undanfarin ár svo ég viti til. Skv. gömlu lögunum og þeim nýju skal stjórn skipa í nefndir eftir þörfum. Hafi menn áhuga á nefndarstörfum er eðlilegast að þeir tilkynni það til stjórnar.

    Fundarstjóri sér um framkvæmd kjörs uppstillinganefndar, hér eftir sem hingað til.

    Varðandi kosningu til stjórnar. Einfaldur meirihluti ræður kosningu, þannig að eitt atkvæði umfram þann næsta í framboði nægir til að tryggja kosningu. Ég geri ráð fyrir því að ef menn á annað borð bjóði sig fram til stjórnarsetu muni þeir gefa sjálfum sér sitt atkvæði í kjöri. Líkurnar á því að enginn í framboði fái eitt einasta atkvæði eru því litlar.

    Ekki hefur þurft að grípa til kosninga ef framboð eru jafnmörg lausum sætum í stjórn. Lófatak hefur verið látið nægja. Nú veit ég ekki hvernig bregðast skal við því ef fundarmenn neita að klappa….

    Allez!

    Akmed

    #52753
    Páll Sveinsson
    Participant

    Utnankjörfundaratkvæði eru til bóta. Hvort greinin er fullkomin veit ég ekki. Ég spái að hún verð lítið sem ekkert notuð en róar þá sem komast ekki. Auðvitað eiga allir að mæta á fund eða halda kjafti.

    Að þrengja möguleika félagsmanna til framboðs til stjórnar skil ég ekki en spái því að það muni seint reyna á hana. Að það séu komin framboð í öll sæti með viku fyrirvara og þau þess utan auglýst verður gaman að sjá. Treysti þó á að ef það tekst að það sé tími til að koma með mótframboð. Ef þú ert mjög ósáttur við þá sem eru komnir í framboð er engin möguleiki á að gera neitt í því á aðalfundi eins og lögin munu verða. Uppstillingarnefnd getur því fræðlega séð ákveðið þetta einhliða og gert kostningar óþarfar.

    kv.
    Palli

    #52754
    Páll Sveinsson
    Participant

    Eitt enn.
    Ég er ekki búinn að fá svar við…

    Er ekki rökrétt að allar ákvarðanir sem krefjast kostninga séu kynntar með viku fyrirvara?
    Ef ekki næst að kynna þær tímanlega að þá verði þær færðar til næsta fundar.

    Annars verða utankjörfundaratkvæði gangslaus og algjörlega í höndum stjórnar hvort þau eru nothæf eða ekki.

    kv.
    Palli

    #52755
    1108755689
    Meðlimur

    Sælar

    Ég legg til að Palli (og aðrir sem vilja) sendi inn formlega lagabreytingatillögu í samræmi við sínar hugmyndir, sérstaklega varðandi þetta með framboðsfrestinn. Á aukaaðalfundinum verður þá kosið um þetta og málið útkljáð með þeim hætti og hægt að leggja þessari umræðu.

    Á aukaaðalfundinum verður svo kosið um að samþykkja eða fella breytingatillögu Palla (ef hún er samþykkt telst tillögu stjórnar hafnað (held ég, fundarskapafróðir menn leiðrétti mig ef ég hef rangt fyrir mér)). Sé tillögunni hafnað er kosið um tillögu stjórnar.

    Hafi breytingatillögur ekki borist fyrir fundinn og þær kynnt með viðunandi hætti fyrir félagsmönnum þarf ekkert að ræða þetta frekar. Félagsmenn kjósa því um að samþykkja eða hafna þeim tillögum sem fyrir liggja.

    Bragi

    #52756
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég veit nú ekki nákvæmlega hvernig standa á að þessu en ég geri hér með formlega tillögu að breytingum á tillögu stjórnar.

    Burt með:
    Enginn getur þó farið með umboð fleiri en eins manns. Umboð til atkvæðagreiðslu gildir einungis til greiðslu atkvæðis
    um þau málefni sem kynnt voru félagsmönnum með réttmætum hætti minnst viku fyrir aðalfund.

    og

    burt með alla 6 gr.

    Restin af tillögu stjórnar stendur óbreytt.

    Vona að þetta dugi til að vera boðið upp til kostninga á aukaaðalfundi.

    kv.
    Palli

    #52757
    Páll Sveinsson
    Participant

    Sorry.

    Þetta legst fram í tveimur aðskildum tillögum svo hægt sé að kjósa um þá í sitt hvoru lagi.

    kv.
    Palli

16 umræða - 1 til 16 (af 16)
  • You must be logged in to reply to this topic.