Re: svar: Grendill og nágrenni!

Home Umræður Umræður Almennt Grendill og nágrenni! Re: svar: Grendill og nágrenni!

#51516
Anonymous
Inactive

Sæll Lambi!
Takk fyrir hlý orð. Útivera er að byrja með vef(sem er aðeins kominn af stað http://www.utivera.is/olli en ekki fullgerður). Ég er nú ekkert að svekkja mig yfir því þó fólk nái þessu ekki því ég var búinn að undirbúa þetta mál í um 8 mánuði þegar ég fór að átta mig á stærð verkefnisins og rann kalt vatn milli skinns og hörunds(hvurn andsk. er ég búinn að koma mér í!!). Á þeim degi áttaði ég mig þó engan veginn því mikla líkamlega og andlega streði sem er þessu samfara. Ég sem sagt sjálfur áttaði mig engan veginn á þessu jafnvel eftir mikla og langa skoðun svo það er varla hægt að ætlast til þess að fólk úti í bæ geri það. Það er eitt að sitja heima í stofu með kort í tölvunni og plana en að fara á staðinn og labba upp á hvern hól sama hvernig aðstæður og veður er, það er allt annað. Ég er orðinn vanur viðbrögðum hjá fólki sem segir bara „Já er það!!!“. Ég er nú samt að vona að seinna meir átti fólk sig á þessu betur. Ég hef það mikið að gera við að plana næstu ferð og skrifa og vinna úr síðustu fer að ég hef alls ekki tíma til að halda úti heimasíðu. Ég hef heldur ekki haft tíma til að fjármagna þetta almennilega. Ég marka(GPS) hvern einasta topp og skrái niður hnitin og mælda hæð, ég læt GPS tækið tækið tracka og set það inn í mapsource þannig að ég á hverja einustu ferð vel skráða. Ég reyni að skrifa nákvæma ferðalýsingu 5-11 bls per. ferð. Ég er búinn að taka um 12-14 hundruð myndir á þessum ferðum þannig þegar yfir líkur mun ansi mikið af gögnum standa eftir. Ég ætla síðan að reyna (með góðra manna hjálp) að gefa út almennilegan lista yfir 100 hæstu toppa landsins þar sem ég hef raunverulega komið á alla þessa staði og mælt þá með GPS(þó það sé með ákveðna skekkju).
Fjallakveðjur Olli