Re: svar: Ein ný en samt gömul

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Gullna reglan Re: svar: Ein ný en samt gömul

#51009
0703784699
Meðlimur

önnur saga gerðist inní Blikadal sem margir muna kannski eftir. Fór betur á en horfðist, sér í lagi þegar fótbrotið endaði með ofkælingu sem hefði getað endað illa.

Léleg titan rússa skrúfa hélt illa í Grafarfoss um árið með lærbroti.

Minnist líka sögu um mann sem datt í leiðslu í noregi, og brot skiptu hann litlu máli því hann fór í gegnum ísinn og drukknaði hinum megin. Þetta var hérna á ísalp síðum einhvern tímann í umræðum.

Svona geta dæmin verið mismörg, halda sig bara heima ef menn vilja ekki taka áhættuna.

En já fylgja bara gullnu reglunni að detta ekki í leiðslu, nema um sportísklifur sé að ræða sem er víst ekki eins mikið stundað hér heima, þeas í boltum og mikið yfirhangandi oftast í klettum. Og svo að halda áhættunni í lágmarki,

kvHimmi