Gullna reglan

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Gullna reglan

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46784
    Skabbi
    Participant

    Mér var bent á athyglisverða reynslusögu tveggja danskra ísklifrara í Kanada. Því miður er textinn á dönsku en sum ykkar ættu að getað stautað ykkur fram úr því. Myndirnar segja svo meira en mörg orð.

    http://climb.dk/BourgeauLeft.html

    Í niðurlagi erindisins er hnykkt á þeirri meginreglu í ísklifri að „Sá sem leiðir ís MÁ EKKI DETTA“.

    Í fyrsta lagi eru skrúfur ekki boltar og ís er ekki grjót. Það er ekki hægt að ganga út frá því að skrúfa í ís haldi falli eins og bolti í bergi. Í öðru lagi eru menn með flugbeitt járn á höndum og fótum, sem getur hæglega stungist í hold eða ís á leiðinni niður, eins og kom fyrir þá dönsku.

    Sjálfur er ég ekki saklaus af því að brjóta þessa gullnu reglu. Ég var hundheppinn að sleppa óslasaður og hefi lofað sjálfum mér því að reiða mig ekki á slíka heppni aftur.

    Góða skemmtun um helgina, ætli maður verði ekki að hörfa upp í Eilífsdal eftir ísnum í þessu tíðarfari.

    Allez!

    Skabbi

    #50993
    Anonymous
    Inactive

    Það er nú rétt að það er ekki gott að detta í leiðslu í ísklifri. Hins vegar heldur vel inn sett ísskrúfa nokkuð vel. Þegar Hvalur II í Glymsgili var farinn í fyrsta skipti datt ég í miðspönninni í leiðslu og fór sennilega um 9 metra (samtals falllengd með tognun á línu). Þetta var fyrsta skrúfa út frá félaganum sem var að tryggja mig í lóðréttum ís. Ég skoðaði skrúfuna og reyndist ekki einu sinni hafa sprungið ísinn kringum hana. Það sem ég hafði mestar áhyggjur af var að reka frambroddana í ísvegginn. Ég tók mig bara til og kláraði spönnina til að ná úr mér mesta skrekknum. Maður á að sjálfsögðu að reyna tryggja bara á skynsaman hátt til að koma í veg fyrir meiðsli ef fall verður.
    Klifurkveðja Olli

    #50994
    Skabbi
    Participant

    “ Það sem ég hafði mestar áhyggjur af var að reka frambroddana í ísvegginn.“

    Það var einmitt það sem kom fyrir Baunann, og hann braut á sér öklann.

    Sá sem greip fallið segist tvisvar hafa gripið leiðslufall í ís, sem í báðum tilvellum enduðu með fótbroti.

    Skabbi

    #50995
    AB
    Participant

    Vel mælt Skabbi. Það er einfaldlega ekki töff að detta í ísklifri. Reglan er í fullu gildi, sá sem leiðir í ís má ekki detta. Þegar það gerist þá er það heppni ef menn meiðast ekki.

    Þegar ég byrjaði að klifra var mér sagt að Guðmundur Helgi (Christiansen) hefði aldrei (eða var það eitt skipti?) dottið í leiðslu í ísklifri. Ísklifurkappar á borð við Palla, Ívar o.fl. hafa mér vitandi ekki dottið nema örsjaldan á löngum ferli.

    Ívari tókst reyndar að slasa sig við fall þó hann væri í ofanvað en óhætt er að segja að það hafi ekki verið honum að kenna:)

    AB

    #50996
    2806763069
    Meðlimur

    Ef maður er ekki að detta er maður ekki að reyna!

    #50997
    2003654379
    Meðlimur

    Áttaði mig ekki á því að það væri ótöff að detta,hefði sennilega sleppt því hefði ég vitað það !

    #50998
    Gummi St
    Participant

    hehehe… þetta eru meiru umræðurnar..

    en já, ég held að það sé svoldið til í þessu hjá Ívari með að ef maður dettur aldrei að þá er maður ekki að reyna…

    GFJ

    #50999
    1704704009
    Meðlimur
    #51000
    2401754289
    Meðlimur

    Hef séð tugi falla með brodda á sér. Og ekki séð nema eitt brot, og það var ca. 25m fall í mjög slæmum ís, 3 tryggingar rifnuðu út!!
    Það er list að falla…kannski er best að klifra bara nógu yfirhangandi!!!!

    #51001
    Freyr Ingi
    Participant

    Góðar greinar hér að ofan og þörf umræða, en sitt sýnist hverjum í þessum efnum.

    Persónulega hef ég samt alltaf tekið mark á manninum sem skrifaði þessa grein hér að neðan.

    Ice Screw Testing
    I met the guys doing some human „crash test dummy“ testing with ice screws when I was in Ouray last year. They’ve put together a nice trailer of hucking themselves off various ice climbs (link below). The fact that most of the ice screws held is encouraging for sure, but a few notes:

    -No crampons on the test falls. My biggest concern with falling off while ice climbing isn’t that a seemingly good screw will blow, but that I’ll catch my crampons on the way down. I’ve done a few rescues involving various smashed lower appendages, and had several friends toast their ankles from even relatively short falls. The problem is that the crampons tend to bite in, and then either rip hell out of various soft tissue attachments or bones as the climber falls by. I’ve also seen climbers flipped upside down really violently as their crampons catch and the climber does a fast 180 around the frontpoints and smacks his head into the ice… This happens in the video even without crampons on.

    -Very controlled setting. No ledges to hit, relatively smooth ice. Not really your typical fall scenario.

    I think testing ice screws for holding power is good, we do a lot of it at Black Diamond, but the focus of the trailer seems to be on learning to trust ice screws to hold falls. That’s sort of interesting, but equating the sorts of falls in the video with those experienced in combat really misses the point that falling on ice climbs is a really bad idea, even if the screw holds. My own personal maxim is that if I don’t believe fairly strongly that I can climb the pitch without falling then I back off. I don’t think I would have lasted this long while ice climbing if I were operating under the assumption that a fall is an acceptable outcome on an ice climb. It’s almost always possible to simply stop and hang off a tool while ice climbing, there’s no reason to be whipping off (either clip into the hole in the spike or loop a sling over the lower hook if it’s a leashless tool if the pump starts to interfere with safe climbing).

    -Will Gadd

    vidjóið
    http://www.apexmountainproductions.com/site/466303/page/886499

    Kv, Freysi

    #51002
    Freyr Ingi
    Participant

    Þessi á kannski heima hérna líka.

    http://www.angio.net/personal/climb/speed

    F.

    #51003
    2806763069
    Meðlimur

    Takk fyrir þetta Örlygur. Ég held að það sé óthætt að segja að þetta sé lang besta viðtalið sem ég hef gefið. Man reyndar ekkert eftir þessu en ég hef greinilega verið þroskaðari á þessum tíma en nú á síðari árum.
    Hljómar kannski eins og sjálfshól en þetta segir allt sem segja þarf og ætti að vera aðgengilegt til útskýringa á vef klúbbsins.
    (reyndar byggir þetta líklega mest á því að blaðamaðurinn hefur verið góður).

    Reyndar er þetta með að ef maður er ekki að detta er maður ekki að reyna komið frá sportklifurferlinum. Ég hef að mestu haldið mig við hina gullnu reglu ísklifursins. Nema bara þegar línan hefur komið að ofan eða ekki verið til staðar. Treysti enganvegin þessum skrúfum og samvæmt minni tölfræði heldur bara 1 af hverjum 4 klettatryggingum.

    Góða skemmtun í vetur!

    #51004
    Páll Sveinsson
    Participant

    Það er ekki það sama að detta og „DETTA“.
    Reyna einhverja erfiða hreyfingu þar sem þú er mjög efins að ná klára en passar að tryggja mjög vel svo fallið verði mjög stutt og áhættulitið er ekki það sama og falla óvænt með háan fallstuðul með ótryggar tryggingar inni.

    Það er rétt að ég hef aldrei dottið óvænt en margoft reynt og „DOTTIГ við að prófa eitthvað sem góðir klifrarar leika sér af í dag.

    Ekki má gleyma að sá sem tryggir fallið er í stórhættu líka ef hann er ekki með hlutina á hreinu. Í hinni flottu flugferð Olla í Hval II var ég á hinum endanum. Ég fór jafn hratt upp eins og Olli niður þegar línan strekktist og mátti þakka fyrir að rekast ekki í neitt á leiðinni. Ég hafði allar tryggingar fyrir ofan mig meðan Olli kom upp og breytti engu þegar hann hélt áfram. Eftir fallið endaði ég eins og þvottur á snúru með línuna strengda upp og tryggingarnar fyrir neðan mig.

    kv.
    Palli

    #51005
    Anonymous
    Inactive

    Svo menn viti án þess að ég sé eitthvað að afsaka mig þá heldur fyrir hina óreyndari að læra af: Ég var að koma upp lóðréttan kafla upp fyrir ávala brún og hjó hægri öxinni vel inn og tók vel í hana til að prufa og við að sveifla þeirri vinstri brotnaði út hálfur fermeter af ís í kringum þá hægri. Ég tel að það hafi orðið mér til happs að ég datt aftur fyrir mig. Það sem læra má af þessu er að á ávölum brúnum er yfirleitt mikil yfirborðsspenna í ísnum og stórar flögur geta auðveldlega brotnað. Reynið að miða annaðhvort vel fyrir ofan brúnirnar eða fyrir neðan þær. Þetta á líka við um lóðréttan ís. Betra að lemja inni í kvosum heldur en utan á ísbunkum eða stöplum. Maður lærir meðan lifir. Ég hef alla vega ekki dottið í leiðslu síðan svo ég muni.

    #51006
    0310783509
    Meðlimur

    Var fenginn til að vera aðstoðar leiðbeinandi á viku löngu ísklifurnámskeiði hér í Jasper – Kanada fyrir nokkrum vikum síðan, aðal leiðbeinandinn var maður að nafni Ken Wylie sem hefur nú klifrað í vel rúm tuttugu ár án falls. Af gamla skólanum og trúir á gullnu regluna. Hann geymir ávalt skrúfu fyrir síðustu bunguna áður en hann toppar leiðirnar til að varast einmitt það sem kom fyrir Olla að mér skilst af lesningunni (dinnerplating) og það sem hann (Ken) leggur mesta áherslu á er að þótt rúm tuttugu ár séu liðin án falls þá heldur hann áfram að tryggja vel og mælir karlmennskuna á því hversu vel menn tryggja leiðirnar enda oft það erfiðasta við klifrið sjálft.
    Ég veit ekki hvernig þar er fyrir eldri kynslóð klifrara að horfa á þá yngri, en að vera af yngri kynslóðinni að horfa á þá yngstu er að mér finnst erfitt og aðdáunarvert á sama tíma þar sem oft ólgandi hormónar drífa menn áfram í keppni um hver getur betur og hver er bestur. Ég ætla að halda því fram að það er sá sem skemmtir sér best og kemur tiltörulega óskaðaður heim í lok dags sem vinnur.
    Annars komumst við að því í gríni að besta leiðin „listin“ við að reka ekki broddana í ísinn í falli er að láta hausinn fljóta fyrst enda það stykki sem flestir meiga alveg við að láta banka aðeins.

    Svo í lokin stutt klausa um þau slys sem hafa orðið á skólabræðrum mínum síðan ég byrjaði í náminu hér 30. Ágúst. Úr hópi 50 nemenda.

    Straumvatns Kayak… Öxl úr lið 4 mánuðir úr leik
    Veturinn byrjaði á bílveltu… brotinn sköflungur og rifin liðbönd lámark 6 mánuðir úr leik.
    Sigið fram af línu í klettaklifri hnút gleymt… brotið bak eftir 4m fall, lömun, ævilangt úr leik.
    Tvö snjóflóð, skíðað of snemma í Nóvember… brotin rifbein eftir náin kynni við tré.
    Bílvelta fram af 16m háum kletti, frjálst fall… 15.000 CAD enginn slasaðist – mjög heppnir.

    Jæja þetta er farið að hljóma eins og auglýsing frá sjóvá…

    Bestu kveðjur heim
    Einar Ísfeld

    #51007
    2806763069
    Meðlimur

    Í tilefni af því að menn hafa verið að ræða hér um fótbrot vegna frambrodda:
    Ég hef oft orðið vitni af því að íslenskir fjallamenn þramma upp jökla landsins með brodda á fótunum, án þess að aðstæður á yfirborði gefi tilefni til. Auðvitað eiga menn þá á hættu að það sem rætt er um hér að ofan geti gerst ef svo óheppilega fer að einhver fellur í sprungu.

    Broddarnir geta auðveldað mönnum að komast upp úr sprungunni og að stoppa félagann. Ég held hinsvegar að þetta sé ekki þess virði nema landslagið sé bratt og fáir séu saman í línu.

    Það sama á reyndar við í almennri fjallamennsku, t.d. ef viðkomandi lendir í snjóflóði eins og mér skilst að hafa komið fyrir Palla um árið í Skarðsheiðinni.

    #51008
    Páll Sveinsson
    Participant

    Að reka broddana í kostaði 6 mánaða gifsaðan fót. Mestan tíman upp í mitti. Spelkur næstu þrjá mánuði. Þrjár aðgerðir og árs frí frá fjallamennsku.

    Læknirinn sagði að ef þetta hefði gerst tíu árum fyrr hefði hann ekki nent þessu og tekið bara fótin af.

    kv.
    Hallti Palli.

    #51009
    0703784699
    Meðlimur

    önnur saga gerðist inní Blikadal sem margir muna kannski eftir. Fór betur á en horfðist, sér í lagi þegar fótbrotið endaði með ofkælingu sem hefði getað endað illa.

    Léleg titan rússa skrúfa hélt illa í Grafarfoss um árið með lærbroti.

    Minnist líka sögu um mann sem datt í leiðslu í noregi, og brot skiptu hann litlu máli því hann fór í gegnum ísinn og drukknaði hinum megin. Þetta var hérna á ísalp síðum einhvern tímann í umræðum.

    Svona geta dæmin verið mismörg, halda sig bara heima ef menn vilja ekki taka áhættuna.

    En já fylgja bara gullnu reglunni að detta ekki í leiðslu, nema um sportísklifur sé að ræða sem er víst ekki eins mikið stundað hér heima, þeas í boltum og mikið yfirhangandi oftast í klettum. Og svo að halda áhættunni í lágmarki,

    kvHimmi

    #51010
    Anonymous
    Inactive
    #51011
    1108755689
    Meðlimur

    Halló

    Fróðleg umræða. Margt af því sem hér hefur komið fram á eftir að fylgja manni úr vör í ísklifrinu. Hvet reynsluknettina til að halda áfram að blaðra.

    Bragi

20 umræða - 1 til 20 (af 20)
  • You must be logged in to reply to this topic.