Re: Re: Nýjar ísleiðir 2010-2011

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Nýjar ísleiðir 2010-2011 Re: Re: Nýjar ísleiðir 2010-2011

#56233
Freyr Ingi
Participant

11.des 2010.

Þegar komið er langleiðina norður yfir Bröttubrekku sést gil nokkurt vestan vegar. Það heitir Hvanngil. Frá vegi sést í toppinn á þremur ísleiðum innst í þessu Hvanngili.
Gangan inn gilið tekur um það bil 10-15 mínútur og fórum við fram allt gilið til að líta á leiðirnar sem sjást frá vegi.
Klifum þær þrjár og tvær aðrar styttri sem við sáum á leiðinni.

„Kaffiþræll“ WI4+, 40m.
Freysi og Stymmi.
Efst í gilinu hægra megin við áberandi og nokkuð breitt ísþil.

„Ungfrú Hnappa- og Snæfellssýsla“ WI4, 35m.
Stymmi og Freysi.
Liggur upp breiða ísþilið.

„Frostrósir“ WI4, 40m.
Jón Yngvi og Ingvar.
Örlítið neðar í gilinu stendur feitur og fínn foss.

Þessar þrjár leiðir sjást frá vegi.

„Jólagestir“ WI3/4, 25m
Ingvar og Jón Yngvi

„Koffín“ WI4, 10m
Stymmi

12.des 2010
Gegnt leiðunum „Single malt og appelsín“ og „Single malt on the rocks“
er lítill snotur sumarbústaður sem stendur undir gili sem heitir Selgil. Þar er fallegur 20m. frífallandi foss sem var að myndast. Við hliðina á honum klifum við upp úr gilinu og nefndum þá leið

„Kökuboð“ WI 3+, 18 metrar
(af því að það var afmælisdagur)
Jón, Ingvar

Því næst gengum við örstuttan spotta til norðurs í Bjargagil.
Þar fundum við foss sem byrjaði á ca. 6m. hafti, þaðan var svell upp að aðalfossinum. Hægra megin við aðalfossinn var aftur á móti þunn, mjó og pínu tæknileg ísrenna sem við varð fyrir valinu.

„Pilsner“ WI4+, 30 metrar?
Freysi, Stymmi, Ingvar, Jón kringlugil.jpg