Nýjar ísleiðir 2010-2011

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Nýjar ísleiðir 2010-2011

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47612
    Freyr Ingi
    Participant

    Bara að starta þræðinum.

    Vonandi verður þetta langur og fallegur listi.

    F.

    Þessi þráður á eingöngu að snúast um skráningu á nýjum leiðum. Fólki er bent á að stofna nýjan þráð ef það vill ræða nýskráðar leiðir, senda hamingjuóskir eða benda á að þeir hafi klifrað leiðina áður í lopapeysu, gúmmístígvélum með einni exi.

    S.

    #55821
    2607683019
    Meðlimur

    Nóg af óklifruðum leiðum á suðausturlandi ennþá.

    Route name: Nóvember

    Grade and length: WI 4 – 70 meters

    Date of first ascent: 14/11 2010

    Climbers: Óskar Arason and Einar R. Sigurðsson

    Area: Mýrar west of Höfn in southeast Iceland

    Location: This route is in the first obvious frozen line that you see in the mountain you look at when you drive west across Hornafjarðarfljót bridge (hossubrúin). The best way to get to the route is to turn off the main road at the west end of the bridge, and drive few hundred meters on the road that goes to Svínafell in Nes. There are several unclimbed routes on the right side of this route.

    Description: We climbed the route in 3 short picthes. Stöllótt leið. The ice was beautiful but not much of it. Probably this route will be 3rd grade when there is plenty of ice.

    Reported by: einar@oraefaferdir.is

    #55867
    Sissi
    Moderator

    Að gefnu tilefni og mikilli tillitssemi héldum við félagarnir vestur í Bröttubrekku á laugardaginn og fórum þar nýja leið.

    Single malt og appelsín – WI4-5

    Staðsetning:

    Norðan við Bröttubrekku, fjallveginn milli Norðurárdals og Dalasýslu. Nokkurn veginn gengt Austurárdal, en þar eru nokkrar ísklifurleiðir. Leiðin er áberandi gil sem sker alla hlíðina í Hlíðartúnsfjalli og skiptist síðan upp í þrjár íslænur efst í klettabeltinu við toppinn.

    Ekið er til vesturs inn slóða gengt afleggjaranum inn í Austurárdal, í gegnum hlið sem merkt er skógræktinni, og um 100 metra. Lagt hinumegin við lækinn. Aðeins fimm mínútna aðkoma að fyrstu höftunum.

    F.F.:

    27/11/’10 – Freyr Ingi Björnsson, Styrmir Steingrímsson, Sveinn Friðrik Sveinsson (Sissi)

    Lýsing leiðar:

    1. spönn – 3. spönn: WI3, 100 m.

    4. spönn: WI4 – 20m.

    5. spönn: WI4 – 15m.

    6. spönn: WI4 – 12m

    7. spönn: WI3 – 60m.

    8. spönn WI4-5 – 40m.

    Fyrstu (líklega) þrjár spannir eru fjögur til fimm WI3 höft sem voru einfarin í F.F.

    Fjórða spönn (sú fyrsta spannaða) er bratt en stutt kerti, sést á bakvið efri hlutann.

    Fimmta spönn er annað stutt og bratt haft.

    Sjötta spönn er frekar stutt haft upp úr skálinni þar sem maður velur hvaða línu skal halda upp á topp.

    Sjöunda spönn býður upp á tvö þriðju gráðu höft og ísbrekku upp að lykilkafla. Gott að gera stans vel til hægri til að vera úr skotlínu.

    Áttunda (loka)spönn inniheldur hreyfingar í lóðréttu / aðeins í fangið í brattasta kafla og skrýtna hliðrun út á stóra regnhlíf efst.

    Venjulegur disclaimer ef einhver af gömlu skyldi hafa farið þetta og aldrei skráð.

    Niðurleið:

    Gangið 100m. til suðurs út á smá nef, skerið síðan til baka niður brattasta kaflann og síðan beint niður í bíl, frekar þægilegt.

    Myndir
    Það þarf einhverja doktorsgráðu til að koma myndum hérna inn svo ég verð að hafa þær annarsstaðar þar til einhver sýnir mér hvernig er hægt að troða þessu inn. Sjá hér: Myndir af leiðinni

    Kveðja,

    Freysi, Sissi og Stymmi 03.jpg

    #55869
    0304724629
    Meðlimur

    Bið Búbbi og Danny klifruðum nýja leið í Kálfadal á Óshlíðinni laugardaginn 27. nóvember. Fyrsta spönnin er 40 metrar og ca 4 gráða þar til efst er komið. Þá tekur við stórt yfirhangandi þil sem þurfti ansi margar tilraunir til að sigrast á. Það var það utarlega að við sigum niður án þess að snerta ísinn, fyrr en alveg neðst. Við tókum síðan tvær spannir ofan við krúxið sem voru 3-4 gráða. Samtals ca 120 metrar.

    Nafn: Virgin Symphony

    Á myndinni er ég að reyna að leysa krúxið. Gafst upp eftir fjórar tilraunir. Danny tókst það í fjórðu tilraun eftir að hafa misst aðra exina, sigið niður, fengið klapp á bakið og aðra öxi…!

    #55870
    0304724629
    Meðlimur

    Önnur tilraun til að pósta myndinni. Meira djöf. draslið! virgin_symphony.jpg

    #55919
    Bergur Einarsson
    Participant

    Héldum norður fyrir Bröttu brekku í gær og ákváðum að kíkja á leiðina Single malt og appelsín eftir að hafa rekist á Frey og Styrmi og fengið meðmæli með leiðinni.

    Fylgdum upphaflegu leiðinni þar til að hún greinist í þrjá hluta, tókum þar miðhlutann og kláruðum upp úr honum.

    Single malt on the rocks

    F.F., ef ekki aðrir áður:

    04.12.2010
    Bergur Einarsson og Jósef Sigurðsson

    Lýsing leiðar:

    1. spönn – 3. spönn: WI3, 100m.

    4. spönn: WI4 – 20m.

    5. spönn: WI4 – 15m.

    6. spönn: WI4+ – 25m.

    7. spönn: WI3 – 10-12m.

    8. og 9. spönn WI3 80m.

    Leiðin fylgir sömu leið og Single malt og appelsín þar til komið er að skálinni fyrir ofan 5. spönn. Þar er miðlínan valin en 6. spönn er lykilkafli leiðarinnar, lóðrétt aðeins í fangið stóran hluta spannarinnar. Eftir 6. spönn tekur við stór stallur og upp af honum er 10-12 m haft, 7. spönn. Þar tekur svo við annar stór stallur neðan við langan (~80m) samfelldan 3. gr kafla sem þó er með góðum stöllum. Hægt að velja um nokkra stalla í honum til að skipta kaflanum í 2 spannir en við tókum þann efsta þar sem við vorum að vonast til að ná að klára upp úr honum í einni spönn.

    Fórum 100-200m til norðurs og niður brekkurnar þar sem er vel bratt. Líklega er betra að fylgja sömu niðurleið og í Single malt og appelsín.

    Niðurleið:

    Gangið 100m. til suðurs út á smá nef, skerið síðan til baka niður brattasta kaflann og síðan beint niður í bíl, frekar þægilegt.

    #55953

    Blindagata – WI 3-4 55 m

    FF 6.12.2010. Ágúst Þór Gunnlaugsson, Björgvin Hilmarsson & Ívar Freyr Finnbogason

    Staðsetning: Stekkjagil í Haukadal. Þegar að komið er inn í botn aðkomugilsins er leiðin hægra megin við fossinn sem leiðir klifrara upp að aðalleiðunum í Stekkjagili

    Lýsing leiðar: Tæplega meters breið renna sem endar í grasbrekku. Þar var tryggt utan um stóran stein en ekki reyndist unt að komast upp að stóru leiðnunum eins og vonir höfðu staðið til.
    Leiðin var klifruð í mjög þunnum aðstæðum og er ábyggilega auðveldari þegar að meiri ís er.

    Niðurleið:
    Sigið niður á V-þræðingu.

    Myndir úr blindgötu

    #55996
    2607683019
    Meðlimur

    Route name: Grjótárgilsgóssið (Grjótárgils’ Treasure)

    Grade and length: WI 4 – 125 meters

    Date of first ascent: 22/12 2010

    Climbers: Óskar Arason and Einar R. Sigurðsson

    Area: Mýrar west of Höfn in southeast Iceland

    Location: This route is in the gorge you look into straight ahead when you drive west across Hornafjarðarfljót bridge (hossubrúin). There is a short gravel road on the west side of the small stream that comes from the gorge. There are couple of unclimbed route variations possible on the left of this route, after you have climbed the first pitch. We walked down the scree slope few hundred meters northeast from the finish of the route.

    Description: We climbed the route in 4 about 25-35 meter picthes. The ice was cold but plenty of it. The first pitch was the highest, and was vertical for a while. The second pitch was lower and possible to choose steep or not steep versions. The third pitch would almost have possible to solo past on the left, but we choose to climb the steep version of it on the right. The top pitch was vertical again for few meters.
    Reported by: einar@oraefaferdir.is

    #56233
    Freyr Ingi
    Participant

    11.des 2010.

    Þegar komið er langleiðina norður yfir Bröttubrekku sést gil nokkurt vestan vegar. Það heitir Hvanngil. Frá vegi sést í toppinn á þremur ísleiðum innst í þessu Hvanngili.
    Gangan inn gilið tekur um það bil 10-15 mínútur og fórum við fram allt gilið til að líta á leiðirnar sem sjást frá vegi.
    Klifum þær þrjár og tvær aðrar styttri sem við sáum á leiðinni.

    „Kaffiþræll“ WI4+, 40m.
    Freysi og Stymmi.
    Efst í gilinu hægra megin við áberandi og nokkuð breitt ísþil.

    „Ungfrú Hnappa- og Snæfellssýsla“ WI4, 35m.
    Stymmi og Freysi.
    Liggur upp breiða ísþilið.

    „Frostrósir“ WI4, 40m.
    Jón Yngvi og Ingvar.
    Örlítið neðar í gilinu stendur feitur og fínn foss.

    Þessar þrjár leiðir sjást frá vegi.

    „Jólagestir“ WI3/4, 25m
    Ingvar og Jón Yngvi

    „Koffín“ WI4, 10m
    Stymmi

    12.des 2010
    Gegnt leiðunum „Single malt og appelsín“ og „Single malt on the rocks“
    er lítill snotur sumarbústaður sem stendur undir gili sem heitir Selgil. Þar er fallegur 20m. frífallandi foss sem var að myndast. Við hliðina á honum klifum við upp úr gilinu og nefndum þá leið

    „Kökuboð“ WI 3+, 18 metrar
    (af því að það var afmælisdagur)
    Jón, Ingvar

    Því næst gengum við örstuttan spotta til norðurs í Bjargagil.
    Þar fundum við foss sem byrjaði á ca. 6m. hafti, þaðan var svell upp að aðalfossinum. Hægra megin við aðalfossinn var aftur á móti þunn, mjó og pínu tæknileg ísrenna sem við varð fyrir valinu.

    „Pilsner“ WI4+, 30 metrar?
    Freysi, Stymmi, Ingvar, Jón kringlugil.jpg

    #56234
    2806763069
    Meðlimur

    Var reyndar búinn að klifra þarna í Bröttubrekku fyrir mörgum árum. Fórum inn í eitt af þessum giljum og þessar lýsingar hljóma dáldið eins og það sem við klifruðum. Þið gætuð reyndar hafa verið í næsta gili fyrir neðan. Veit ekki. Eins og ég segi, þetta tímabil er allt í einni FF móðu.

    #56525
    oskarara
    Meðlimur

    Frumfarnar voru þrjár stuttar ísleiðir laugardaginn 12.3.11 í Nesjasveit við Hornafjörð. Leiðirnar eru í röð ísfossa sem koma úr dalverpi austan við Krossbæjartind, beint upp af bænum Lindarbakka um 10km frá Hornafirði. Klifrarar Óskar Ara og Haukur Ingi Einarsson.

    Fyrsta leiðin er í ísfossi bakvið áberandi stuðlabergsstapa, sem sést vel frá þjóðveginum. Hún hlaut nafnið Larsen og er WI4 og er um 25 m,leiðin var klifinn í einni spönn, góður ís og auðvelt að koma fyrir millitryggingum. Fossinn á skuggsælum stað. Óskar leiddi, Haukur tryggði.

    Næsta leið var nefnd Broddgölturinn vegna sérstakra grýlukertamyndana til hliðar við leiðina. Stutt W4 10m leið, í raun tjald sem kemur vel frá klettavegnum á kafla. Frekar kertað og lítið hald í millitryggingum. Góður grjóthnulli til að tryggja í ofan við leiðina Ein spönn. Óskar leiddi og Haukur tryggði.

    Þriðja og síðasta leið dagsins fékk nafnið Litli putti, WI4 20-25m mjög kertað og lítið í millitryggingum, mjög frauðað síðustu metrana, hol og sólbökuð í þokkabót ein spönn. Smá brölt við að finna gott „matreal“ í akkeri ofan við leiðina.Óskar leiddi og Haukur tryggði.

    Góður dagur í mögnuðu veðri, einn af mjög fáum hér á s-austurhorninu eftri áramót. Fór að hlýna vel er leið á daginn, og bráðnunin fór af stað á ógnarhraða. Mynd Skari og Littli putti Litli_putti_II.jpg

    #56541
    Smári
    Participant

    Hér er foss við Laugarvatn sem ég hef enga trú á að hafi verið klifinn, hann kemur sjaldan í aðstæður og hefur ekki náð niður í þau fimm ár sem ég hef búið hér… Hver vill? DSC06665minni.jpg

    #56542
    2806763069
    Meðlimur

    og hver er svo hæðin á þessu kerti ca. Breyturnar í þessu eru hinar neikvæðu – hlutfall akstursvegalengdar og gönguvegalengdar og hinar jákvæðu sem eru erfiðleikar og lengd. Hvort þetta er áhugavert veltur svo á útkomunni úr jöfnu með þessum breytum og persónulegum margföldunarstuðlum.

    #56543
    Smári
    Participant

    akstur úr bænum (nýja Lyngdalsheiðarveginn) 50 mín, aðkoma 45-60 mín hæð myndi ég giska á að væri ca 35-40 m

    Smári

14 umræða - 1 til 14 (af 14)
  • You must be logged in to reply to this topic.