Re: Re: Nýir gönguskór?

Home Umræður Umræður Almennt Nýir gönguskór? Re: Re: Nýir gönguskór?

#56110
Sissi
Moderator

Verð að valda þér vonbrigðum, ég er bara með Scarpa í þessum flokki. Held að ég sé á svona 3-4 pari frá 12 ára aldri, greinilega ekki búinn að ganga nóg. Maður heyrir líka ágætis hluti um Meindl, ætli verð og bara hvernig þú fílar þetta á löppinni á þér sé ekki aðal málið.

Svo er ég með TNF trekking skó í flokknum fyrir neðan þetta, svona meðal háa stífa útgáfu af þeim reyndar, hægt að láta skósmið sauma þá upp með nylon til að láta endast betur.

Og fyrir ofan koma Scarpa Freney XT (betra væri GTX) og loks Scarpa Omega double boots ef það er voða kalt.

Þetta er ansi breitt spectrum hjá þér, þægilegra að fara á vetarskónum t.d. á rjúpuna ef maður á slíkt á annað borð.

Sissi