Re: Re: Meira af afrekum ferðaþjónustunnar

Home Umræður Umræður Almennt Meira af afrekum ferðaþjónustunnar Re: Re: Meira af afrekum ferðaþjónustunnar

#57090
2806763069
Meðlimur

Árni minn. Það er ekki mikill sjarmi af þessum vegi þegar verið er að reka stóran vinnustað (á mælikvarða ferðaþjónustunnar) og honum er skyndilega lokað vegna þess að það skóf smá snjó í veginn (og við setjum ekki 20 – 40 manns í jeppa bara sí sona).
Allt er breytingum háð. Nýjar byggingar rísa og aðrar fara í eyði, vegir eru endurbættir og slóðar hverfa. Ísland eins og það var þegar þú varst ungur er ekki lengur til, það verður aldrei til aftur – það var bara til þá – það var ekki þannig áður en þú fæddist og það verður ekki þannig eftir að þú ferð.

Og ekki falla í þá gryfju að saka ferðaþjónustuna um að vilja rífa allt upp á sem skemmstum tíma og fyrir sem minnstan pening – það er ekki ákvörðun ferðaþjónustunnar hvernig hlutirnir eru gerðir þegar um stórar framkvæmdir er að ræða – þar halda einhverjir aðrir um budduna. Og hvað gáma varðar þá hef ég skilning fyrir því að það er erfitt að fjárfesta mikið á íslandi þegar vertíðin er bara 6 vikur í raun. Svona er það bara – því miður!

Og oft eru það nú landeigeindur sjálfir sem eru mesta hindrunin fyrir því að hægt sé að standa vel að málum – byggingar fá bráðabyrgðarleyfi til eins árs osf. Og þá er lítið annað að gera en að pakka saman og fara heim eða henda upp nokkrum gámum.

Svona er þetta og ég sé svosem enga ástæðu til að fetta mikið út í það fingurinn – en ég hvet þig eindregið til að halda áfram að láta skoðun þína í ljós og helst koma sjónarmiðum þínum á framfæri á örlítið víðlesnari miðlum en þessari heimasíð. Því að sjónarmiðin eiga sannarlega rétt á sér og eru vel til þess fallin að skapa líflega umræðu sem gæti leit af sér hugmyndir um raunhæfar lausnir – því staðan eins og hún er í dag á ýmsum ferðaþjónustustöðum er einfaldlega ekki raunhæf lausn. Sólheimajökull er mjög gott dæmi um það!

En ég deili svo sannarlega með þér óbeit þinn á undanþágum fyrir ferðaþjónustuna þegar kemur að ferðatakmörkunum. Sú hugmynd er algerlega fáranleg og er bara til þess fallinn að skapa glundroða og pirring. Eitt skal yfir alla ganga – sama hvaða tungu þeir tala.

Góðar stundir!