Re: Re: Klifurbelti til sölu.

Home Umræður Umræður Keypt & selt Klifurbelti til sölu. Re: Re: Klifurbelti til sölu.

#55699
0801667969
Meðlimur

Svona Sissa til fróðleiks þá var ég í gúmmígalla allan tímann í síðasta Suðurjöklahring 2004. Stígvélin hefðu komið sér vel í aurbleytunni og krapanum milli jökla þessa páska.

Annars var ég að smala um daginn og hef aldrei verið jafn vel búinn. Föðurland, lopapeysa og ekkert minna en sjógalli (þykkasta útgáfa gúmmígalla) utan yfir. Ekki veitti af enda Eyfellskt slagveður eins og það gerist best. Á floti í Fljótinu á eftir óþægum vatnarollum sýndi þessi búnaður yfirburði sína. Rollurnar voru eins klæddar, reyndar án sjógallans og engum varð kalt.

Án gríns þá er gúmmígalli og ull eini vitræni búnaðurinn á þessum slóðum hvort sem er upp á Jökli eða út í Fljóti, vetur sumar vor og haust. (Kalli getur kannski staðfest þetta :)

Kv. Árni Alf.

PS Var í gönguskóm í smalamennskunni. Auk þess má geta að alla þessa helgi var hið algenga SA slagveður (oftast kallað austan slagviðri) sem ku vera sjaldgæft á sandrifinu niðrá Bakka.