Re: Re: Hvernig á að setja ísskrúfu í ís?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Hvernig á að setja ísskrúfu í ís? Re: Re: Hvernig á að setja ísskrúfu í ís?

#56086
Skabbi
Participant

Ég held að það sé óþarfi að hrópa of hátt um spurninguna hans Gulla. Greinin virðist vera nokkuð skýr hvað þetta varðar.

Quote:
5 cm afgangur af 22 cm skrúfu er samt helvíti gott, er það ekki?

Jú, býsna gott. Ef það eru ekki meira en 5 cm sem skaga út er sjálfsagt að klippa beint í augað.

Quote:
Miklu betra en kafsigld 13 cm skrúfa …

Nei, nokkurnvegin jafngóð. Vesenið byrjar ekki fyrr en skrúfan er farin að skaga enn lengra út.

Himmi spyr

Quote:
Af hverju erum við ekki allir bara með 22cm skrúfur og látum þær skaga út? Af hverju vilja sumir vera með 13cm? Er það bara til að spara þyngd ogpening?

Ef allur ís væri alltaf góður væri nóg að vera bara með 13 cm skrúfur. Meikar alveg sens ef þær eru (næstum því) jafnsterkar og 22 cm skrúfur. 13 cm skrúfur eru léttari og ódýrari, auk þess sem þú þarf að skrúfa 50% minna til að koma þeim inn að hjöltum.

Vandamálið í hinum raunverulega heimi er að ís er ekkert alltaf góður, og það getur verið erfitt að vita hvar góði ísinn er og hvar draslið er. Skrúfur sem eru lengri ná einfaldlega dýpra og eiga því meiri möguleika á að ná til góða íssins. Ég ætla allavega ekki að henda 16 cm skrúfunum mínum alveg strax.

Allez!

Skabbi