Hvernig á að setja ísskrúfu í ís?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Hvernig á að setja ísskrúfu í ís?

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47532
    0703784699
    Meðlimur

    Í eina tíð var það með c.a. 45 gráða halla hvað segja menn í dag?

    http://www.needlesports.com/catalogue/content.aspx?con_id=095232e4-4caf-49ec-8495-9c9e00a633da

    Hafa menn einhverja skoðun eða sérstaka reynslu af því?

    kv.Himmi

    #56077
    Siggi Tommi
    Participant

    Samkvæmt þeim gáfulegu bókum og pistlum sem ég hef lesið (byggðar á mælingum á burðarþoli við tog, því fæstar skrúfur hafa þolað fall í klifri), þá er eðlisfræðilega best að halla skrúfunni niður á við um ca. 10-15°. Við þennan halla dreifist átakið á hagkvæman hátt á gengjurnar og þar með á max magn af ísbunkanum sem skrúfað er í.
    Þetta á við um góðan ís, þar sem gengjurnar hafa gott tak. Ís hér heima er að minni reynslu í 80-90% tilfella „góður“.
    Ef maður setur skrúfuna beint út eða upp í móti er víst hætt við að skrúfan svigni og sprengi utan af sér ystu íslögin og geti þar með bognað meira og jafnvel brotnað.

    Í morknum ís, t.d. mjög loftkenndum eða blautum sólbökuðum ís, er víst betra að vísa skrúfu aðeins upp í móti til að fá „picket“ (tjaldhæla) áhrif, þar sem skrúfutúban sjálf veitir takið að mestu og gengjurnar halda henni ofan í holunni. Svona skrúfa getur sennilega aldrei orðið meira en þokkaleg.

    Ég reyni að fara eftir þessari 10-15° þumalputtareglu og flestir í kringum mig líka að ég held. Hef tvisvar dottið í slíka skrúfu og ekki rifnuðu þær út í þau skipti. :)

    #56078
    Freyr Ingi
    Participant

    Góður pistill um ístryggingar sem þú hefur fundið þarna Himmi.
    Mjög góður meira að segja.

    F.

    #56079

    Ég datt í 13 cm BD Express skrúfu í Paradísarheimtinni undir Eyjafjöllum fyrir ca. ári síðan. Sú skrúfa var sett inn eftir því sem predikað er í þessu myndbandi frá BD, þ.e.a.s. hornið undir skrúfunni aðeins minna en 90 gráður. Hún hélt þessu falli vel.

    Ágætt að benda líka á svokallaða 5 cm reglu sem sýnd er í leiðbeiningum með skrúfum frá BD. Hún á við ef ekki er hægt að skrúfa inn alla leið. Ef minna en 5 cm stand úr má klippa í lykkjuna (hanger) en ef þetta er meira en 5 cm má setja sling utan um skrúfuna með einföldu bragði (girth hitch). Geri ráð fyrir að þetta eigi við um skrúfur sem eru lengri en 13 cm (16, 19 og 22 cm). Persónulega forðast ég það með öllu að beita þessari „reglu“ eða koma mér í aðstöðu þar sem ég þarf að beita henni.

    Sjá
    http://www.blackdiamondequipment.com/uploads/black-diamond/files/MM5820_D_Ice_Pro_InstSheetWEB.pdf

    Kveðja frá Japan
    Raggi Þrastar.

    #56080
    gulli
    Participant

    5 cm afgangur af 22 cm skrúfu er samt helvíti gott, er það ekki? Miklu betra en kafsigld 13 cm skrúfa …

    #56081
    Freyr Ingi
    Participant

    Gulli ertu að kidda mig?

    Kafsigld 13 cm gul skúfa vs. 22 cm drjóli sem skagar út..!!

    #56082
    Skabbi
    Participant

    Samkvæmt þessari rannsókn er ekki svo ýkja mikill munur á haldstyrk(?) 13 og 22 cm skrúfu í góðum ís. Styrkurinn virðist fyrst og fremst vera í gengjunum. Það sem lengri skrúfurnar hafa framyfir hinar styttri er að þú getur borað þeim dýpra til að komast að góðum ís. Í nýlegum pistli frá Gaddaranum segist hann nota nær eingöngu 13 cm skrúfur. Það eigi að vera alveg nóg ef þú passar að höggva allt rusl utanaf ísnum fyrst og skrúfa bara í góða ísinn.

    Ef ísklifur væri nú svo einfalt!

    Allez!

    Skabbi

    #56083
    gulli
    Participant

    Freyr Ingi Björnsson wrote:

    Quote:
    Gulli ertu að kidda mig?

    Kafsigld 13 cm gul skúfa vs. 22 cm drjóli sem skagar út..!!

    Ertu ekki að misskilja þetta? Ef það standa 5 cm útúr eru 18 cm í ís. En þetta skiptir auðvitað engu máli og sérstaklega ef það sem Skabbi segir er rétt.

    #56085
    0703784699
    Meðlimur

    Freysi var ekki að kidda þig og ég held að þú ættir að leggjast í lestur (nóg að lesa það sem Ragnar skrifar) til að þú áttir þig á málinu.

    En þetta snýst ekki um hvað þú ert með mikið inní ísnum til að halda, heldur nákvæmlega hvað mikið skagar út og hvar álagið kemur, en það kemur ekki á réttan stað ef skrúfan skagar út. Af hverju erum við ekki allir bara með 22cm skrúfur og látum þær skaga út? Af hverju vilja sumir vera með 13cm? Er það bara til að spara þyngd ogpening? Framleiðendur voru með skrúfur með áföstum slyng til að einmitt leysa þetta vandamál einu sinni, held það sé dottið út. Bogin ísskrúfa einhver? Gengjurnar eru fremst og væru því allar inni í 22cm skrúfu og 13 cm skrúfu.

    Það voru gerð test ´hér á árum áður á fjallamennsku námskeiðum sem voru æði fróðleg.

    annars er alltaf besta ráðið í ís að taka ekki fall í leiðslu

    Gimp

    #56086
    Skabbi
    Participant

    Ég held að það sé óþarfi að hrópa of hátt um spurninguna hans Gulla. Greinin virðist vera nokkuð skýr hvað þetta varðar.

    Quote:
    5 cm afgangur af 22 cm skrúfu er samt helvíti gott, er það ekki?

    Jú, býsna gott. Ef það eru ekki meira en 5 cm sem skaga út er sjálfsagt að klippa beint í augað.

    Quote:
    Miklu betra en kafsigld 13 cm skrúfa …

    Nei, nokkurnvegin jafngóð. Vesenið byrjar ekki fyrr en skrúfan er farin að skaga enn lengra út.

    Himmi spyr

    Quote:
    Af hverju erum við ekki allir bara með 22cm skrúfur og látum þær skaga út? Af hverju vilja sumir vera með 13cm? Er það bara til að spara þyngd ogpening?

    Ef allur ís væri alltaf góður væri nóg að vera bara með 13 cm skrúfur. Meikar alveg sens ef þær eru (næstum því) jafnsterkar og 22 cm skrúfur. 13 cm skrúfur eru léttari og ódýrari, auk þess sem þú þarf að skrúfa 50% minna til að koma þeim inn að hjöltum.

    Vandamálið í hinum raunverulega heimi er að ís er ekkert alltaf góður, og það getur verið erfitt að vita hvar góði ísinn er og hvar draslið er. Skrúfur sem eru lengri ná einfaldlega dýpra og eiga því meiri möguleika á að ná til góða íssins. Ég ætla allavega ekki að henda 16 cm skrúfunum mínum alveg strax.

    Allez!

    Skabbi

    #56087
    gulli
    Participant

    Haha, djöfuls æsingur er í mönnum. Ég nenni samt ekki að lesa lærðar greinar um þetta, fæ bara bestu bitana hérna. Lifi isalp.is

11 umræða - 1 til 11 (af 11)
  • You must be logged in to reply to this topic.