Re: Re: Gufunesturninn

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Gufunesturninn Re: Re: Gufunesturninn

#57244
2109803509
Meðlimur

Ég kíkti á turninn áðan. Sorglega lítið búið að massast upp frá því fyrir viku síðan þrátt fyrir nánast samfellt frost. Nánast ekkert að gerast í efri hlutanum, laus og ræfisleg grílukerti í hægri hlutanum, massaðasti ísinn lengst til vinstri út á steinvegginn þar sem úða gætir frá aðal rennslinu.
Þrátt fyrir mjög svo óvanalega langan frostakafla (allur des) er turninn ekki í topp aðstæðum.

Vangaveltur:
Of mikið rennsli? Væri hægt að græja system með úða í staðinn fyrir sturtu?
Of heitt vatn eftir að hitavírinn settur í gang? Má slökkva á vírnum þegar frostið úti ekki meira en e-ar x gráður?
Er e-r áhugi hjá stjórn ísalp fyrir því að leggja vinnu og etv. pening í það að betur um bæta kerfið?
Eru menn með hugmyndir hvernig megi bæta kerfið? Vita menn hvernig svona turnar eru settir upp og virka erlendis (reyndar yfirleitt öðruvísi aðstæður með samfelldu hörku frosti allan veturinn).

kv. Berglind