Gufunesturninn

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Gufunesturninn

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47613
  Skabbi
  Participant

  Hæ!

  Gufunesturninn var settur í gang í síðustu viku og var orðinn þokkalega klifurhæfur á mánudaginn. Nokkur fjöldi hefur gert sér ferð þangað í vikunni og haft gagn og gaman af. Eins og uppsetningin á honum er núna tekur ca 5 daga fyrir ísinn að verða klifranlegan, því lengri tími sem líður, því meiri ís. Einfalt, ekki satt?

  Í frostinu sem hefur leikið um landið síðastliðna viku er nauðsynlegt að viðhalda rennsli í turninum svo að ekki frjósi í vatnspípunum. Turninn sjálfur er ekki upphitaður, inni í honum er bara umhverfishiti. Frost úti = frost inni.

  Um miðja vikuna brá svo við að farið var að fikta í rennslinu á meðan fólk var að klifra. Það er hættulegur leikur enda er frýs hratt í leiðslunum þegar rennslið stoppar. Svo fór að lokum að það fraus í leiðslunum sem þýðir að ekkert rennsli hefur verið í turninum síðustu daga og verður ekki fyrr en hlýnar á ný. Þetta er að sjálfsögðu mjög leiðinlegt, engin frekari uppbygging verður á ísnum og sá ís sem nú er til staðar verður þurr og stökkur.

  Þar sem útséð er að frost verði áfram á landinu næstu vikuna verður gerð tilraun til að koma rennslinu af stað aftur í samstarfi við Nils hjá ÍTR/Gufunesbæ. Keyptur hefur verið hitavír til að freista þess að þýða ísinn út pípunum og fá þannig rennslið af stað. Ef það tekst og rennsli kemst á aftur er nauðsynlegt að hafa eftirfarandi í hyggju varðandi turninn:

  EKKI SLÖKKVA Á RENNSLINU Á MEÐAN FRYSTIR

  Eins er vert að minnast á að grýlukerti myndast fyrst sem lítil strá sem vaxa með tímanum, verða stærri og sverari og geta loks borið klifrara. Þetta tekur tíma. Ef kertin eru brotin áður en þau eru nógu stór þurfa þau að byrja að vaxa frá grunni. Sýnum því tillitssemi þegar ís er ekki mikill og reynum að forðast að brjóta mikið af kertum og öðrum strúktúrum sem eru í myndun, það kemur öllum til góða.

  Skabbi

  #57143
  Nils
  Meðlimur

  Góðan daginn,

  Það hefur losnað um frostið í lögninni þannig að vatnið var byrjað að bræða veginn út frá hitastigi dagsins. Ég set í gang seinnipartinn þannig þetta ætti vonandi að vera komið í aðstæður aftur síðar í vikunni.

  Kv, Nils

  #57144
  Skabbi
  Participant

  Góður Nils!

  Helduru að hitavírinn hafi skipt máli? Ég kíkti aðeins á Turninn á laugardaginn, þá var búið að setja allt upp.

  Skabbi

  #57146
  gulli
  Participant

  Frábært að heyra Nils.

  Er einhver leið að hafa vírinn inn í leiðslunni? Það myndi ábyggilega tryggja rennslið.

  #57148
  Nils
  Meðlimur

  Sælir,

  Vírinn á að fara inn í rörið. En ætli það verði nokkuð fyrr en næsta sumar enda þarf þá að fara í smá yfirhalningu á kerfinu.

  Kv, Nils

  #57244
  2109803509
  Meðlimur

  Ég kíkti á turninn áðan. Sorglega lítið búið að massast upp frá því fyrir viku síðan þrátt fyrir nánast samfellt frost. Nánast ekkert að gerast í efri hlutanum, laus og ræfisleg grílukerti í hægri hlutanum, massaðasti ísinn lengst til vinstri út á steinvegginn þar sem úða gætir frá aðal rennslinu.
  Þrátt fyrir mjög svo óvanalega langan frostakafla (allur des) er turninn ekki í topp aðstæðum.

  Vangaveltur:
  Of mikið rennsli? Væri hægt að græja system með úða í staðinn fyrir sturtu?
  Of heitt vatn eftir að hitavírinn settur í gang? Má slökkva á vírnum þegar frostið úti ekki meira en e-ar x gráður?
  Er e-r áhugi hjá stjórn ísalp fyrir því að leggja vinnu og etv. pening í það að betur um bæta kerfið?
  Eru menn með hugmyndir hvernig megi bæta kerfið? Vita menn hvernig svona turnar eru settir upp og virka erlendis (reyndar yfirleitt öðruvísi aðstæður með samfelldu hörku frosti allan veturinn).

  kv. Berglind

  #57246
  Jon Smari
  Participant

  Ég leit einmitt einnig við í turninum áðan og er sama sinnis. Ég hef engar töfralausnir. Er hinsvegar tilbúinn í að hjálpa til ef e-r kemur með góða/betri uppskrift af því að safna ís.

  Kveðja,
  Jón Smári

  #57248
  Sissi
  Moderator
  #57249
  2802693959
  Meðlimur

  Einmitt Sissi … ísbændur … hljómar borðleggjandi hér á landi.
  Nils Óskar ísráðunautur samtakana og Jón Smári bísbóndi.

  #57257
  Gummi St
  Participant

  Gott að það sé áhugi fyrir turninum!

  Ég er búinn að hafa áhuga fyrir að víkka aðeins notkunargildi hans þar sem þetta er innanbæjar og frábær aðstaða.

  Við Addi fórum og hengdum upp nokkra plastkubba sem er hægt að nota í drytool klifur. Flott væri að fjölga þeim og hengja jafnvel upp rekaviðsdrumb í járnslá til að gera þetta meira spennandi og erfiðara. Ég á drumbinn til en vantar góða og sterka festingu fyrir hann ef einhver kann að og getur smíðað úr járni.
  Hugmyndin var að setja drumbinn rétt við ísinn þannig að þegar ís er þá getur maður farið úr ísnum í drubinn líka oþh…

  Varðandi íssöfnunina að þá held ég að það væri gott að kaupa svoldið meira hænsnanet og beygja það í svona „vöfflulaga“ lag yfir stóra netið því það safnar helvíti vel í sig ís. Svo er það sem vantaði nú í haust þegar byrjaði að frysta að láta net ná alveg niður til að búa til undirstöðuna undir alltsaman en þau net eru alltaf tekin niður á vorin svo krakkar séu ekki að príla í þessu.

  Ef menn eru til í að koma í vinnukvöld í turninum væri það frábært, það fer talsverður tími í að hengja upp festingar oþh… minnir að við höfum verið

  Varðandi lyklamál þá tökum við það aðeins í umræðu á stjórnarfundi í vikunni, meira um það síðar.

  -GFJ

  #57258
  Siggi Tommi
  Participant

  Gott mál að setja drumb og fleira íslaust dót til að leika sér í.
  Vonlaust að vera alveg háð frosti og ísmyndum með turninn.

  Klárlega að setja sprinklera þarna. Þessar bunur eru of vatnsmiklar og í fyrra alla vega voru stórar íslausar rásir þar sem bunaði of mikið.

  Er nokkuð mál að láta hænsnanetið dingla þarna niður frá fyrsta frosti en svo rúlla því bara upp undir stóra netið þegar vorar. Þarf þá ekki að tæta það niður með tilheyrandi leiðindum.

  Fyrir framtíðarþróun mætti kannski útbúa stálgálga sem skagar 1-2m út með sprinklerum og keðjum í seríu lafandi þar niður (sem safna kertum í sig). Gæti myndað skemmtilegt yfirhangandi ævintýri. Gæti samt verið praktískt að hafa þetta fyrir miðjum vegg jafnvel svo ekki þurfi að skrölta upp allan turninn heldur gera mambóið nær jörðu. Þarna gætu líka dinglað rekaviðardrumbar fyrir off-season.

  PS Mig langar til Ouray… :)
  PPS Til í smíðavinnu í vor/sumar við betrumbætur

  #57260
  Skabbi
  Participant

  Best að halda þessu til haga hér

  Ísturninn í Alaska

  Ætli sé ekki hægt að strengja striga yfir grindina? Heldur enn meira vatni en kjúkklinganetið…

  Skabbi

  #57293
  Sissi
  Moderator

  Turninn er SPIKFEITUR, eins gott að konur og menn séu dugleg að nýta sér þessa einstöku æfingaaðstöðu sem við höfum aðgang að.

  Hægt er að nálgast lykla í klifurhúsinu, skellt í top-rope, bara gaman.

  Skora á stjórn að blása til samhliða-klifur-hraðakeppni, eins og var í gamla daga, fá DJ Retro til að blasta eitthvað gott eðal-hús beint frá Kúbu, skella nokkrum búrgerum á grillið, jafnvel spurning hvort við getum fengið afnot af salnum þarna við hliðina og gert eitthvað skemmtilegt. Gæti þessvegna verið á virkum degi.

  Koma svo!

  https://www.isalp.is/frettir/15-%C3%8Dsklifurkeppni%20%C3%8DSALP%202002.html

  #57294
  Gummi St
  Participant

  Það er rétt að lykill er kominn í klifurhúsið fyrir ísalpfélaga og má endilega nota. Passa bara að skila lyklinum strax svo næsti geti farið. Athugið að á dagvinnutíma þarf ekki lykil því hægt er að fá starfsfólkið í Gufunesi til að hleypa sér inn!

  Einnig er flott ef menn eru spenntir fyrir að vinna með málefni turnsins við að laga netið, setja upp sprinklera, setja upp nýjar dry-tool leiðir, hengja upp drumbinn oþh. að láta vita. Þá setjum við upp vinnuhóp sem fer í málið.
  Frábært væri t.d. ef einhver kann járnsmíði að búa til góða upphengju fyrir drumbinn.

  Þetta er flott áskorun hjá þér Sissi, ég ætlaði að halda skyndi-ísalpkvöld þarna fyrir jólaklifrið en þá hafði frosið í lögnum helgina áður og ísinn var að slappast mikið og því hætti ég við það þá. En við skoðum málið.

  -GFJ

  #57299
  1811843029
  Meðlimur

  Snilldar hugmynd Sissi, þetta væri hrikalega gaman.

  Spáin er ekki spes allra næstu daga og um helgina en svo á að frysta aftur.

  Hvað segir fólk um að við blásum til klúbbkvölds í Gufunesi í næstu eða þar næstu viku, eftir hvernig veðrið þróast. Þá myndum við kannski hafa 2-3 daga fyrirvara á því…

  Er þaggi?

  #57301
  2903793189
  Meðlimur

  Fór í turninn í gær í fyrsta skipti. Aðstaðan, fyrirkomulagið og aðstæðurnar eru algjörlega til fyrirmyndar. Við vorum líklega þriðji hópurinn þetta kvöldið.

  #57323
  Gummi St
  Participant

  Turninn er nú orðinn frekar rýr eftir ágang hlákunnar og því best að friða hann í nokkra daga meðan frostið sér um að byggja hann upp á ný.

  -GFJ

  #57324
  Nils
  Meðlimur

  Ég slökkti á turninum fyrir hláku. Verð ekki á svæðinu í vikunni þannig hann verður ekki settur í gang af mér þ.e. þegar frystir aftur.

  Kveðjur,
  Nils

  #57325
  Sissi
  Moderator

  Snilld að slökkva á turninum fyrir hláku Nils, við vorum einmitt að ræða þetta áðan félagarnir. Takk fyrir það.

  Frábært hvað er verið að sinna þessu vel, er búinn að nýta mér þetta nokkrum sinnum í vetur. Snilldaraðstaða í alla staði.

  Sissi

  #57326
  andrisv
  Participant

  Gummi ef þig vantar aðstoð við að hanna og smíða upphengi fyrir drumbinn þá ætti ég kannski að geta hjálpað ykkur. Ég vinn jú í Marel, er verkfræðingur og get bjargað mér í suðumálunum. Hugsa líka að það henti fínt að fá þetta í ryðfríu.
  Ég þarf líka að vera virkari í klúbbnum og reyna að leggja meira af mörkum. Ég fæ kannski einhver góð byrjenda-tips í ísklifrinu í staðinn ;)
  Þú hefur bara samband Gummi og við reynum að mokka eitthvað upp. Veist hvernig þú getur náð í mig.

  #57328
  Nils
  Meðlimur

  Kveldið,

  Í sambandi við drumb og aðra útfærslu á ísklifurleiðinni þá þyrftum við að hittast og funda um þau atriði áður en farið er af stað í smíðavinnu og aðra undirbúningsvinnu. Stjórnin má endilega vera í bandi við okkur þannig við getum fundið okkur tíma.

  Kveðjur,
  Nils

  #57823
  Sissi
  Moderator

  Jæja kappar, nú er tíminn til að pæla í klifurturninum ef menn vilja gera endurbætur. Veit ekki með drumba og pælingar en það væri amk frábært að pæla í að besta vatnsleiðslurnar eitthvað, skella kannski stútum á þetta, og einnig að laga kjúklinganetið.

  Þá ættum við að fá jafnara og breiðara ísþil.

  #57824
  Nils
  Meðlimur

  Heil og sæl,

  Líst vel á þetta!
  Ég er uppfrá virka daga frá 8-16. Það er miklu skemmtilegra að græja þetta í sæmilegu veðri og birtu.

  Bestu kveðjur,
  Nils

  #57858
  2109803509
  Meðlimur

  Styttist í meira myrkur og kulda. Er ekki málið að skipuleggja vinnudaga/kvöld og koma turninum í lag fyrir veturinn ef ske kynni að yrði frostavetur.

  kv. Berglind

24 umræða - 1 til 24 (af 24)
 • You must be logged in to reply to this topic.